Bloggfćrslur mánađarins, október 2020

Sjúkdómur ríka fólksins

Í Indlandi tala menn um COVID-19 sem sjúkdóm ríka fólksins. Hinir fátćkari eru ţá sennilega svo umkringdir af veirum og skít ađ kórónavírus hefur ekkert í ţá sem á annađ borđ lifa af daglega lífiđ. Hinir ríku eru kannski međ veikara ónćmiskerfi og sennilega fleiri lifandi einstaklinga í áhćttuhópum svo veiran hrellir ţá í meiri mćli.

Annars gleyma blađamenn alltaf ađ setja hluti í samhengi. Skođum ađeins dánarorsakir á Íslandi undanfarin ár. Ađ jafnađi deyja um 1800-2200 Íslendingar af einhverjum sjúkdómi eđa líffćrabilun eđa einhvers konar sjálfsskađa. Sem dćmi má nefna ađ illkynja ćxli í maga drepur um 15-40 manns, á ári! Vísvitandi sjálfsskađar drepa um 30-50 manns á ári. Í fyrra voru sjálfsvígin 39 og hefur fjölgađ um 67% í ár, og metiđ áriđ 2000 sennilega rćkilega slegiđ međ vel yfir 60 sjálfsvígum ţegar áriđ er úti.

Sjalfsvig1996-2020

(Ég hef ţann fyrirvara á ţessu grafi ađ tölurnar sem ég finn í gögnum Landlćknis passa ekki alveg viđ tölur sem eru nefndar í frétt um fjölgun sjálfsvíga, en í fréttinni er talađ um ákveđna tíma ársins sem ég get ekki séđ í gögnunum, og um leiđ getur veriđ ađ sumir vísvitandi sjálfsskađar séu ekki flokkađir sem sjálfsvíg. Óháđ ţví ţá er kannski hćgt ađ gera sér í hugarlund hvađa hneigđ er í gangi.) 

Tölfrćđin mun svo sennilega líka taka flugiđ ţegar kemur ađ dánarorsökun eins og hjartaáföllum ţar sem fólk finnur fyrir einkennum en veigrar sér viđ ađ hringja á sjúkrabíl og deyr einfaldlega úr einhverju sem hefđi veriđ hćgt ađ koma í veg fyrir. Hiđ sama gildir um krabbamein og ađra lúmskari sjúkdóma. 

Ţađ er margt sem viđ vitum ekki um COVID-19 en um leiđ margt sem viđ vitum ágćtlega. Látum nú ţađ sem viđ vitum ráđa gjörđum okkar, ekki ţađ sem viđ vitum ekki.


mbl.is Ţrír á gjörgćslu, ţar af tveir í öndunarvél
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fjölbreytni og frjáls markađur

Veganbúđin byrjađi sem lítil netverslun í Hafnarfirđi en hefur á ađeins tveimur árum eignast stóran hóp viđskiptavina. Eigendurnir anna nú vart eftirspurn.

Ţetta er ánćgjuleg frétt. Vonandi gengur Veganbúđinni sem best. Neytendur eiga skiliđ alla ţá fjölbreytni sem ţeir eru tilbúnir ađ fjármagna.

Viđ tökum ţví sem sjálfsögđum hlut ađ geta keypt ţađ sem viđ viljum. Ţađ er óvarlegt. Fjölbreytni, úrval, ađlögun og frjáls viđskipti eru drifkraftur sem hvetur frumkvöđla og fyrirtćki áfram. Ţar sem önnur lögmál gilda, t.d. í menntakerfinu ţar sem ein afurđ - námsskrá hins opinbera - er í bođi, er stöđnun og jafnvel afturför. Ţetta kemur ágćtlega fram ţegar niđurstöđur hinnar svokölluđu PISA-rannsóknar eru skođađar: Allir flokkar eru "negative" eđa "stable". Er ekki hćgt ađ krefjast meira fyrir alla peningana?

Fullorđiđ fólk ţekkir ţarfir sínar betur en stjórnmálamenn. Fullorđiđ fólk á ađ hafa valiđ. Ţá fá fleiri en grćnmetisćturnar möguleika á ađ gera kröfur og halda fyrirtćkjum og frumkvöđlum á tánum, og stjórnmálamönnumum í löngu sumarfríi fram ađ jólafríi.


mbl.is Veganbúđin er í miklum vexti
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband