Bloggfærslur mánaðarins, september 2017

Útgjaldaráðherra talar um efnahagsbólu

Óttarr Proppé segir að íslenska hagkerfið sé á toppi efnahagsbólu og að það sé ábyrgðarhluti að stjórna í slíku ástandi.

Það, út af fyrir sig, er rétt.

Það sem er líka rétt er að Óttarr talar aldrei fyrir minni ríkisútgjöldum og aldrei gegn auknum ríkisútgjöldum. Skattar, sem nú þegar eru í hæstu hæðum, geta ekki lækkað. Ríkið sópar til sín hverri krónu af uppsveiflunni og spennir útgjaldabogann fastar og fastar. Ekkert svigrúm er til annars er að moka fé í ríkisreksturinn. 

Talar Óttarr gegn betri vitund? Hann væri þá ekki sá fyrsti. Þeir sem vinna við að eyða fé annarra missa oft vinnunna þegar þeir tala um að eyða minna af fé annarra. Freistingin er því alltaf sú að lofa því að eyða meira af fé annarra. Kjósendur verðlauna slíkt ábyrgðarleysi, því miður. 


Stjórnmál hindrana

Donald Trump er harðákveðinn í að byggja múrinn sinn. Verði honum að góðu! Þessi múr mun valda miklu tapi fyrir bandarískan almenning og hagkerfið allt. 

En þeir eru fleiri sem stunda stjórnmál sem snúast um að hindra.

Ýmis konar viðskiptahindranir eru auðveldlega sambærilegar við múra Trump. Viðskiptahindranir geta verið af mörgu tagi:

  • Tollar og aðrir skattar á innflutta vöru og þjónustu
  • Umfangsmikil pappírsvinna
  • Viðskiptabönn
  • Flóknar reglur, t.d. um öryggi, gæði og merkingar
  • Þung skilyrði fyrir atvinnu- og búsetuleyfi

Kannast einhver við dæmi? Það er ég viss um.

Þeir leyndast víða, Trumpar heimsins og múrar þeirra. 


mbl.is Fjórir sýnishornamúrar í bígerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loftslagsbreytingar herja á allt og alla, alltaf

Bara svo því sé haldið til haga þá herja loftslagsbreytingar á allt og alla, alltaf. Þetta gilti fyrir milljón árum, 10000 árum og 10 árum og gildir í dag og mun gilda um alla framtíð.

Þá er spurt: Er maðurinn að hafa áhrif á þessar loftslagsbreytingar?

Ef já, er þá hægt að fullyrða að áhrif mannsins séu eingöngu neikvæð?

Ef já, eru þau áhrif mikil eða lítil?

Ef nei, hvað ræður þá loftslaginu?

Koltvísýringur er hlutfallslega alveg rosalega, rosalega lítill hluti af andrúmsloftinu og sem gróðurhúsalofttegund miklu, miklu veikari en t.d. vatnsgufan. Þarf að hafa áhyggjur af aukningu hans? Það er hæpið.

Koltvísýringur skiptir vissulega máli. Plöntur þurfa á honum að halda til að vaxa og eftir því sem styrkleikinn er meiri, því meira vaxa plöntur.

Hann stjórnar hins vegar ekki loftslagi Jarðar.

Í opinberri umræðu er sjaldnast fjallað um loftslaglíkönin, en þau eru rosalega flókin og í stanslausri þróun (en hefur ekki tekist að spá fyrir um neitt rétt ennþá).

Loftslagslíkan

Í opinberri umræðu er miklu frekar talað um að koltvísýringur sé það eina sem skiptir máli. Sólin er jafnvel sett til hliðar! Það er eins og sumir trúi því að hitastig, veðurfar og loftslag sé línulegt fall af styrkleika koltvísýrings í andrúmsloftinu. Þá verður til jafna:

T = k*CO2, þar sem k er einhver fasti

Berið saman þessa jöfnu við myndina hér að ofan. Vantar ekki eitthvað?

Nei, kæru spámenn, trúverðugleiki ykkar er á þrotum því miður. Þið gáfust upp á vísindunum og fóruð út í hræðsluáróður sem rættist ekki að neinu leyti. 


mbl.is Loftslagsbreytingar herja á Ástralíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband