Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2017

Íslendingar fćrast nćr norrćna módelinu

Á Norđurlöndunum eru margir einkaspítalar. Flestir ef ekki allir eru međ einhvers konar samning viđ hiđ opinbera. Allir starfa ţeir međ tryggingafélögum sem bjóđa upp á heilbrigđistryggingar. Ţeir starfa sem valkostur viđ hiđ opinbera kerfi og ekki endilega í samkeppni viđ ţađ en innbyrđis eru einkaspítalar auđvitađ í samkeppni. Ţessa samkeppni nýtir hiđ opinbera sér til ađ ná fram betri nýtingu fjármuna svo allir geti fengiđ viđeigandi međhöndlun.

Ţetta er hiđ norrćna fyrirkomulag heilbrigđisţjónustu.

Á Íslandi er eitthvađ allt annađ í gangi. Hiđ opinbera situr eitt ađ spítalarekstri. Samkeppni er beinlínis bönnuđ nema međ sérstöku leyfi yfirvalda. Ţetta má kannski kalla hiđ sovéska fyrirkomulag.

Ef heilbrigđisráđherra vill taka upp norrćna fyrirkomulagiđ á Íslandi ţá er tćkifćri núna. Annars verđur hiđ sovéska fyrirkomulag ofan á. 


mbl.is „Ekki neitt annađ en einkarekiđ sjúkrahús“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Pólitíkus undrast pólitíkina í pólitíkinni

Ríkisvaldiđ innheimtir skatta og deilir út til bćnda svo ţeir geti stundađ óarđbćra framleiđslu á neysluvarningi.

Eđli málsins samkvćmt er nokkuđ mikiđ yfirbragđ stjórnmála yfir svona fyrirkomulagi. Stjórnmálamenn skipa í nefndir og ráđ til ađ fylgjast međ fyrirkomulaginu. Ţeir skammta fé skattgreiđenda til málaflokksins. Opinberar eftirlitsstofnanir fylgjast međ framleiđslunni. 

Mér finnst furđulegast af öllu ađ bćndur sćtti sig viđ ţetta fyrirkomulag. Af hverju vilja ţeir ekki vera sjálfstćđir atvinnurekendur međ allt ţađ svigrúm sem ţví fylgir?

Jú, vissulega myndi ţađ ţýđa ađlögun ađ markađsađstćđum og ekki er víst ađ allir kćmu vel út úr henni en úti í heimi eru til fordćmi ađ slíku sem ćttu ađ vera ađlađandi. Hér hef ég fyrst of fremst Nýja-Sjáland í huga. Ţar eru bćndir sjálfstćđir atvinnurekendur og ţeir ţrífast vel. Áđur voru ţeir í sömu stöđu og íslenskir bćndur: Geymdir á bak viđ tollamúra og pólitíska afskiptasemi, lifđu á ríkisstyrkjum og rétt tórđu fyrir vikiđ. 

Ef bćndur vilja ríkisstyrkina og tollamúrana ţá verđa ţeir ađ sćtta sig viđ ađ í pólitísku fyrirkomulagi komi pólitíkusar ađ málinu. Ţannig virkar jú pólitíkin!


mbl.is Gagnrýnir skipan í nefnd
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Allt nema lćgri skatta, ekki satt?

Ţegar stjórnmálamenn reyna ađ hunsa lögmál hagfrćđinnar dettur mér alltaf í hug lítil saga sem ég heyrđi frá manni sem ţekkti til í Sovétríkjunum sálugu (og vann raunar fyrir miđstjórnina ţar til hann gat flúiđ land). 

Sagan segir ađ dag einn voru sovésk yfirvöld ađ ákveđa hvađ hlutir ćttu ađ kosta og hvers vegna. Ţau komust ađ ţví ađ barnamatur vćri góđur. Hann ćtti ţví ađ vera ódýr. Vodki vćri hins vegar slćmur. Hann ćtti ađ vera dýr.

Afleiđingin var sú ađ hvergi var hćgt ađ kaupa barnamat en vodki var alstađar til sölu. 

(Ţađ borgađi sig jú ekki ađ framleiđa barnamat á međan vodki var mjög arđbćr.)

Nú er enginn ađ segja ađ íslensk yfirvöld séu á svipađri vegferđ (nema ţegar kemur ađ verđlagi peninga og landbúnađarvarnings). En eitt eiga ţau sameiginlegt međ ţeim sovésku: Ţau reyna ađ breyta lögmálum hagfrćđinnar međ valdbođi.

Tökum heilbrigđisţjónustu sem dćmi. Hún er niđurgreidd. Sá sem fer illa međ líkama sinn, t.d. međ feitmeti, hreyfingarleysi og reykingum, er litlu verr staddur gagnvart heilbrigđisţjónustunni og sá sem skokkar reglulega, borđar mikiđ af grćnmeti og neytir hvorki áfengis né tóbaks. Reykingamađurinn fćr niđurgreidd lungnaţembulyf. Skokkarinn fćr niđurgreidda ađgerđ á slitnum krossböndum. Niđurgreidd ţjónustu nýtur meiri eftirspurnar en sú óniđurgreidda. Eftirspurnin eykur álag. Ţví er mćtt međ biđlistum og skömmtunum. Menn halda samt áfram ađ ganga í ţjónustuna. Svo furđa menn sig á ţví af hverju kostnađur viđ heilbrigđiskerfiđ vex stjarnfrćđilega. 

Annađ dćmi er menntun. Hún er niđurgreidd. Fyrir vikiđ er meiri eftirspurn eftir menntun en annars vćri. Ekki skiptir máli hvort mađur lćrir kynjafrćđi eđa klíníska sálfrćđi. Fólk velur sér ekki nám út frá verđlagi ţess eđa vćntum tekjum. Eftirspurnin eftir menntun leiđir til offrambođs af menntuđum einstaklingum í leit ađ ţćgilegri innivinnu. 

Og svo eru ţađ skattarnir. Ţeir eru hćrri en flest fólk er tilbúiđ ađ sćtta sig viđ. Ţađ nennir enginn ađ borga hálfan handlegg fyrir klippingu eđa ađstođ viđ flutninga. Menn hafa engu ađ síđur áhuga á ţjónustunni og eru tilbúnir ađ borga fyrir hana. Málamiđlunin er ţví svört atvinnustarfsemi. Siggi málar stofuna fyrir Lúlla lćkni svo hann geti fariđ í vinnuna og gegn hagstćđara verđi vill hann fá borgađ í reiđufé og án pappírsvinnu. Allir vinna, bókstaflega. En nei, nú mćta yfirvöld á svćđiđ og vilja banna reiđufjárviđskiptin. Í leiđinni banna ţau viđskiptin alveg. Lúlli lćknir tekur sér frí frá lćknavaktinni á spítalanum til ađ mála stofuna. Siggi situr heima hjá sér og spilar á Playstation. Allir tapa. 

Ég vil hvetja fjármálaráđherra til ađ verđa sér úti um eintak af bókinni Hagfrćđi í hnotskurn. Sú bók gćti sparađ honum margan hausverkinn. 


mbl.is Vill banna launagreiđslur í reiđufé
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband