Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2017

Þingmaður talar ekki í takt við pólitískan rétttrúnað

Brynjar Níelssen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er um margt skeleggur þingmaður og segir skoðanir sínar umbúðalaust. Þetta hefur oft komið honum í klípu. Hann á t.d. mjög erfitt með að aðlagast stífustu kröfum pólitísks rétttrúnaðar. Það hefur orðið mörgum fréttamanninum tilefni til að skrifa eitthvað niður. 

Brynjar segir t.d. að það sé ekkert sjálfgefið í hans huga að ráðherrar af kvenkyni séu jafnmargir og ráðherrar af karlkyni. Hann vill líta til annarra þátta eins og hæfni, reynslu og umboðs frá kjósendum.

Hvernig dirfist hann!

Þekking og reynsla er "harðar" kröfur sem tilheyra fortíðinni. Núna eiga aðrar kröfur við. Í dag ber að líta til kynferðis fyrst og fremst og til vara húðlitar. Kynhneigð kemur líka sterk inn. 

Það sem sjálfstæðismönnum vantar á þing er svört, samkynhneigð kona sem er hægt að setja í ráðherrastól. Ekki væri verra ef þessi kona er fyrrverandi karlmaður, þ.e. kynskiptingur. Og sé í hjólastól, þ.e. fötluð. Þannig getur Sjálfstæðisflokkurinn uppfyllt alla kvóta í einu. 

Er eftir einhverju að bíða?


mbl.is Hefur ekkert á móti konum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afþreying styrkt á kostnað lífsviðurværis

Höfum eitt á hreinu:

Þegar yfirvöld veita skattfé í íþróttir, tölvuleikjagerð, kvikmyndagerð, leikhús eða aðra listsköpun eru þau að niðurgreiða afþreyingu með lífsviðurværi fólks.

Fólk þarf að sætta sig við verri klæði, bíla, hús og matvæli til að fjármagna aukna afþreyingu.

Með slíkum niðurgreiðslum eru yfirvöld að ákveða að í stað þess að borða góða steik eigi fólk að láta tímann líða yfir glápi á einhverja afþreyingu, hvort sem hún er á striga, leiksviði, skjá eða í íþróttahöll.

Og gott og vel, sumir vilja sjálfsagt að fólk fórni fríinu sínu til að góna á niðurgreidda kvikmynd á sjónvarpsskjá svo greyins leikarastéttin hafi eitthvað að gera og eru hreinskilnir með þá afstöðu sína.

Og margir hugsa sjálfsagt með sér að á meðan almenningur er vel búinn í afþreyingardeildinni þá geri hann ekkert af sér eins og að fara á fyllerí eða sólbrenna sig á erlendri sólarströnd.

Og margir hugsa sjálfsagt með sér að niðurgreidd afþreying sé góð því annars er engin leið að láta allan þennan frítíma líða.

Og svo eru þeir eflaust til sem telja að sumt verði bara að vera til hvort sem einhver markaður sé fyrir því eða ekki og fela ekkert þá afstöðu sína. 

Persónulega finnst mér ekki að ríkið hafi rétt á því að ráðskast svona með tíma og eigur annarra - að niðurgreiða tímaeyðslu og afþreyingu með lífsviðurværi fólks - en vonandi er ég ekki einn um þá afstöðu. 


mbl.is Þetta verður algjör bylting
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi bara stuttur sprettur

Því miður virðist ætla að takast að mynda ríkisstjórn. Dofna þá svolítið væntingar mínar um að kosið verði aftur í vor til að fá skýrari línur á Alþingi.

Þetta verður vonandi verklítil ríkisstjórn sem einsetur sér að vinna fá mál vel frekar en mörg mál illa. Vonandi fá ESB-flokkarnir ekki að gera neitt sem veldur varanlegum skaða. Vonandi fær útgerðin vinnufrið. Vonandi fá skattar að halda áfram að lækka þótt ekki sé nema um einhverjar kommur til að aðgreina hægri- og miðjumenn frá vinstrinu.

Vonin um að ríkisvaldið dragi sig út úr einhverjum rekstri eða eignarhaldi er dauf. Það sem er starfrækt með fyrirkomulagi ríkiseinokunar í dag heldur sennilega áfram að vera ríkiseinokun. Kannski sleppur bjórinn inn fyrir dyr matvöruverslana svo menn taki nú yfirleitt eftir því að vinstrimenn eru í stjórnarandstöðu. 

Þetta verður hin bragðlausa starfsstjórn sem lítur vonandi bara á sig sem bráðabirgðastjórn fyrir kosningar í vor. 


mbl.is Ný ríkisstjórn líklega kynnt í vikulok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband