Bloggfærslur mánaðarins, desember 2015

Fréttamenn hafa líka skoðanir

Bandaríski fjölmiðillinn Huffington Post hefur ákveðið að Donald Trump sé ekkert skemmtiefni. Héðan í frá verður ekki fjallað um forsetaframboð hans á síðum dægurmála hjá HuffPost. Kornið sem fyllti mælinn voru nýleg ummæli Trumps um múslima. 

Þetta er áhugaverð áminning. Við erum hérna minnt á að fréttamenn hafa líka skoðanir og jafnvel sterkari skoðanir á ýmsum málefnum en annað fólk enda einstaklingar sem lifa og hrærast í dægurmálaumræðunni og þurfa oft að kynna sér mál vel. Þeir velja hverjir koma í viðtöl, ákveða hvað telst fréttnæmt og draga það fram sem þeim finnst sjálfum athyglisverðast. 

Þeir velja líka að fjalla ekki um ákveðna hluti, ræða ekki við ákveðna menn og ákveða hvaða punktar koma ekki fram í fréttaflutningi þeirra.

Óháð því hvað Donald Trump segir eða segir ekki eru fréttamenn Huffington Post búnir að ákveða að fjalla ekki um kosningabaráttu hans. Það er alveg sjálfsagt mál enda eiga einkareknir fjölmiðlar bara að fá að fjalla um það sem þeim sýnist. Lesendur Huffington Post vita sennilega að þeir þurfa bara að leita annað til að fá fyllri frásögn af kosningabaráttunni og allt í lagi með það.

Við erum hérna minnt á að fréttamenn hafa skoðanir eins og aðrir og að oftar en ekki litar það fréttamat þeirra og stundum alveg heilmikið (sérstaklega ef þeir búa ekki við neitt aðhald frá fréttaneytendum heldur geta bara þegið sín laun óháð frammistöðu í starfi). Hinn hlutlausi fréttamaður er ekki til. Hins vegar eru sumir fréttamenn sanngjarnari en aðrir og þar má gera upp á milli. 


mbl.is Huffington Post rekur Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar óvopnað fólk er brytjað niður

"Sala á byssum eykst í Bandaríkjunum í hvert skipti sem skotárás sem vekur athygli á sér stað."

Það er ekkert skrýtið.

Það sem er skrýtið er að viðbrögðin við því að óvopnað, saklaust fólk er skotið niður eru þau að: Afvopna fólk enn frekar!

Lögreglan getur ekki verið viðstödd allt, alltaf. Úti um allan heim eru á ferli menn sem útvega sér skotvopn með einum eða öðrum hætti og nota til að drepa saklausa borgara. Hvernig á að verjast þeim? Með því að afvopna fórnarlömb þeirra? Með því að stinga þeim borgurum í steininn sem vilja geta varið sig? Með því að herða löggjöfina þannig að eingöngu siðlausir glæpamenn geti útvegað sér byssu?

Þetta er allt svo öfugsnúið. Glæpamenn virða ekki lög um skotvopn. Þeir krækja sér í byssur og nota þær. Þeir sem líða fyrir skotvopnalögin eru hinir saklausu og löghlýðnu. 


mbl.is Byssusala snareykst eftir árásir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bati þrátt fyrir ríkisstjórnina, ekki vegna hennar

Það sem kom fyrir Ísland eftir seinustu kosningar var ríkisstjórn sem einfaldlega einbeitti sér að fáum verkefnum frekar en mörgum. Það er mín tilfinning að ríkisstjórnin reyni að vinna það vel sem hún tekur sér fyrir hendur frekar en að æða áfram og gerir helst ekki neitt í varfærni sinni. Sem dæmi má nefna áætlunina um afnám gjaldeyrishaftanna sem vonandi sér bráðum fyrir endann á.

Andstæðan er fráfarandi ríkisstjórn. Hún var eins og hvirfilbylur sem sópaði að sér öllu og skildi það eftir í rjúkandi rústum.

Enn betra væri auðvitað að hafa ríkisstjórn sem æddi hiklaust áfram í að skera ríkisvaldið niður í brot af því sem það er í dag. Því miður virðist það samt ekki vera raunin.

Það má því segja að sá efnahagsbati sem á sér stað á Íslandi í dag sé að eiga sér stað þrátt fyrir ríkisstjórnina en ekki vegna hennar. Menn eiga því að fara varlega í að tjá sig úr ræðupúlti Alþingis þegar þeir hrósa sjálfum sér. Hérna væri örlítil hógværð við hæfi. 

Ég vil í leiðinni hvetja ríkisstjórnina til að afnema sem flesta skatta og einkavæða eða leggja niður í ríkisrekstrinum sem svarar til sparnaði við slíkar aðgerðir. 


mbl.is Hraðasta kjarabót um áratugaskeið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útblástur á annarra manna fé

Hann er frekar reiður þessi verkfræðingur sem fær í dag birta grein eftir sig á bls. 34 í Fréttablaðinu.

frbl 3-des-2015


Holl lesning: Hverju megum við ráða?

Myndin stækkar í fulla stærð við að smella á hana og opna, og smella síðan á það sem opnast. Gæðin eru kannski ekki frábær á myndinni en innihaldið er gott.

(Grein úr Morgunblaðinu í dag)

Hverju megum við ráða? Morgunblaðsgrein 1. des. 2015


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband