Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013
Fimmtudagur, 27. júní 2013
Sumarhefti Þjóðmála komið út
Sumarhefti Þjóðmála er komið út. Það eru góðar fréttir. Þetta er eina íslenska tímaritið sem ég nenni að lesa (og skrifa fyrir) og ég er auðvitað áskrifandi. Íslendingar mega kalla sig heppna að geta gengið að nýju hefti þessa tímarits fjórum sinnum á ári. Margir hafa reynt að gefa út þjóðmálatímarit á Íslandi en hafa yfirleitt þurft að gefast upp.
Ég hvet alla til að kaupa sér áskrift eða ná sér í nýjasta heftið í næstu bókabúð (t.d. Eymundsson).
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 25. júní 2013
Kínverjar að sjá fram á hið óumflýjanlega?
Góðar fréttir koma nú frá Kína. Þar á að hægja á peningaprentvélunum og leyfa vöxtum að hækka. Það er gott. Þá hætta fjárfestingar að vera knúnar af ódýru og nýprentuðu fé. Sparnaður eykst. Fjárfestingar geta þá sótt í þann sjóð. Þannig flyst fé frá neyslu í sparnað og fjárfestingar, og vextir fara á ný að endurspegla framboð og eftirspurn eftir lánsfé. Þetta er gott.
Á meðan þessu ástandi er komið á er lítil "kreppa" nauðsynleg og óumflýjanleg til að skola í burtu öllum þeim fjárfestingum sem þola ekki hærri vexti. Þetta hefur í för með sér einhverja gjaldþrotahrinu. Gjaldmiðillinn á einnig eftir að styrkjast, valda einhverri verðhjöðnun og senda þá sem tóku mikil lán á hausinn, því tekjur þeirra lækka á meðan skuldirnar standa í stað. Almenningur mun njóta vaxandi kaupmáttar gjaldmiðils síns í stað þess að vinna baki brotnu til að senda Vesturlöndum hluti og fá til baka pappírsmiða sem kallast dollarar og evrur og er hvorki hægt að borða né klæðast.
Nú er auðvitað ekkert víst að Kínverjar ætli sér að taka tiltektina á hagkerfi sínu alla leið. Kannski verða þeir hræddir við hræðsluáróður þeirra sem vilja að Kínverjar eyði lánsfé í glórulausar fjárfestingar og pumpi nýprentuðu fé áfram í þaninn húsnæðismarkað sinn. Kínverjar ætla nú samt ekki að fara grísku eða spænsku eða írsku leiðina sýnist mér. Til lengri tíma litið er það gott fyrir alla sem fá næringu úr hinu kínverska hagkerfi.
Tími ódýrs fjármagns í Kína er liðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 24. júní 2013
Líkönin eru vandamálið
Markmiðið er að bæta hefðbundin líkön hagfræðinnar sem margir telja ekki nógu góð til að hjálpa til í glímunni við fjármálakreppur.
Þegar ég les svona texta er mér skapi næst að vísa í margra áratuga gamlar tilvitnanir í menn (hagfræðinga og aðra) sem sáu fyrir þróun hagfræðinnar úr yfirvegaðri rökhugsun í átt að líkanagerð og stærðfræðileikfimi.
Hvað er það nákvæmlega sem er að meintum líkönum? Þurfa þau að taka inn fleiri breytur? Þarf að þróa í þau gervigreind af einhverju tagi? Þarf að eiga við forsendurnar? Eru stærðfræðilýsingarnar af hegðun og atferli fjárfesta rangar?
Heimurinn hefur breyst hratt undanfarna áratugi. Núna eru allir gjaldmiðlar heims undir stjórn seðlabanka sem prenta peninga eins og óðir og hafa gert lengi. Til að reyna temja hina nýju peninga eru settar á reglur í pappírstonnatali. Seðlabankar vilja prenta til að fresta timburmönnum fyrri peningaprentunar svo stjórnmálamenn geti náð endurkjöri og geti endurkjörið yfirmenn seðlabankanna. Vítahringurinn er á fljúgandi ferð og versnar með hverjum deginum. Í stað þess að greina gerendur og þolendur í þessu hræðilega kerfi eru smíðuð líkön. Þau eiga að aðstoða stjórnmálamenn og aðra spekinga í afskiptasemi þeirra af hagkerfinu og fiktinu með peningana. Líkönin eru skálaskjól þeirra sem lifa á því að rústa kerfinu.
Líkanagerð komst í tísku hjá hagfræðingum snemma á 20. öld og hefur aldrei gefist vel. Líkanaliðið hefur ekki séð neitt fyrir sem máli skiptir. Líkönin eru vandamálið.
„Erfitt að gera líkan af áhættu“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 21. júní 2013
Ríkið selji landið
Í stað þess að setja land í "flokka", af hverju selur ríkisvaldið ekki bara allt land sem það situr á? Hvar segir stjórnarskráin að það sé hlutverk ríkisins að flokka land í flokka? Hvar eru fyrirmæli stjórnarskrár um að ríkið eigi að ráða yfir öllu hálendi Íslands og fjármagna stöður landvarða til að passa upp á það?
Ríkisvaldið ætti að selja allt land í sinni eigu, helst á morgun. Sé eitthvað land vel fallið til ferðaþjónustu þá uppgötva landeigendur það. Sé eitthvað land verðmætast sem uppistöðulón að hluta og gæsavarp að hluta þá uppgötva landeigendur það.
Verðmæti lands á ekki að ráðast af huglægu mati einhverra einstaklinga sem sóttu sér frama í stjórnmálum og vilja vera með nefið ofan í hvers manns koppi. Slíkt er ávísun á spillingu, sóun, skrifræði og handahófskenndar ákvarðanatökur frá einstaklingum sem hafa engra persónulegra hagsmuna að gæta. Þeir fara heim til sín á ráðherrabílum og borða fínar steikur fyrir laun úr vösum skattgreiðenda, sama hvað þeir hringla mikið með landsvæði ríkisvaldsins.
Loks má beina þeim orðum til stjórnarandstöðunnar að núverandi ríkisstjórn er ekki bundin af ákvörðunum fráfarandi ríkisstjórnar. Þannig virkar þrátt fyrir allt lýðræðið.
Segir vinnubrögðin fúsk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 20. júní 2013
Vúdú-hagfræði eða Excel-hagfræði?
Orðið "vúdú-hagfræði" hefur nú skotið upp kollinum yfir þá hagfræði sem boðar aukna verðmætasköpun með lækkun og fækkun skatta. Hin aukna verðmætasköpun á, að sögn vúdú-hagfræðinga, að leiða til "breiðari" og "stærri" skattstofna, sem á endanum skila ríkisvaldinu aukinni skattheimtu af hinum lægri skatthlutföllum. Þetta kalla sumir "vúdú" og spyrja: Hvaða trygging er fyrir því að lækkun skatta muni skila sér í aukinni verðmætasköpun? Gefið að aukin verðmætasköpun eigi sér stað, hvaða trygging er fyrir því að hún muni skila af sér í aukinni skattheimtu? Gefið að engar tryggingar eru til staðar, er þá lækkun skatta ekki óábyrg leið til að reka ríkissjóð, og nánast örugg leið til að auka á skuldir hins opinbera?
Spurningar af þessu tagi eru eðlilegar. Engar tryggingar er heldur hægt að gefa fyrir því að lækkun skatta skili ríkisvaldinu á endanum auknum fjármunum. Segjum að skattur á starfsemi A sé lækkaður en haldist óbreyttur á starfsemi B. Flytjast umsvif ekki bara frá starfsemi B yfir í starfsemi A og svipta þar með ríkisvaldinu "skattstofni" sem áður mjólkaði mjög vel? Kannski.
Rökin fyrir því að lækkandi skattar skili ríkisvaldinu að lokum auknum skatttekjum eru sterk - mjög sterk. Hinn svokallaði "Laffer-bogi" virðist oft birtast þegar gögn eru skoðuð yfir tímabil þar sem skattar eru að breytast: Lækkandi skattar veita hagkerfinu svigrúm til að vaxa og lægri skatthlutföll af stækkandi köku leiða á endanum til aukinnar skattheimtu.
Hvað sem því líður er ekki hægt að gefa út neinar tryggingar.
Hvað bjóða gangrýnendur "vúdú-hagfræði" þá upp á í staðinn? Þeir boða það sem ég vil kalla Excel-hagfræði: Gera ráð fyrir að allar stærðir séu óbreyttar og að hækkandi skatthlutföll af hinum óbreyttu stærðum skili sér í aukinni skattheimtu. Excel-hagfræðingar gera ekki ráð fyrir breytingum í hegðun. Þeir sjá ekki verðmætin sem urðu ekki til vegna hinnar auknu skattheimtu (t.d. vegna frestun framkvæmda). Ef Excel-hagfræðingar eru spurðir hvers vegna hækkandi skattar hafi ekki skilað sér í eins mikilli aukningu skatttekna og líkanið spáði fyrir um hafa þeir engin svör. Þeir skilja ekki að á bak við allar tölurnar eru einstaklingar sem eru að reka heimili, fyrirtæki, bíl og svo framvegis, og að þessir einstaklingar bregðast við þegar skattheimta er aukin (eða minnkuð).
Bæði vúdú-hagfræðin og Excel-hagfræðin eru svo, þegar allt kemur til alls, ekki annað en leikur að tölum, eða fikt á tilraunastofu. Rökin fyrir skattalækkunum eiga að vera réttlætisrök. Rökin fyrir lækkun og afnámi skatta eiga að grundvallast á þeirri staðreynd að ríkisvaldið er blóðsuga og að þorsta hennar eigi að temja. Auðvitað á meiri verðmætasköpun sér stað þegar ríkisvaldið er minnkað, en það er bara bónus.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 19. júní 2013
Allar skattalækkanir eru góðar
Mörgum finnst skrýtið að ríkisstjórnin sé að lækka ýmsa skatta eða ætli sér að gera það. Er ekki halli á ríkissjóði? Þarf ekki að "brúa bilið" með því að halda skatttekjum a.m.k. jafnháum og ríkisútgjöldum?
Svarið er: Nei.
Allar skattalækkanir eru góðar. Þær leiða til þess að örlítið minna af verðmætum ríkisins renna í vasa stjórnmálamanna eða þá sjóði sem þeir ráða yfir.
Hallarekstur á ríkissjóði er engu að síður slæmur. Opinberar skuldir þarf að greiða niður (nema ríkið gangi til nauðasamninga). Gegn hallarekstrinum á samt ekki að sporna með því að mótmæla skattalækkunum heldur með því að krefjast stórkostlegrar lækkunar á ríkisútgjöldum (helst niður í núll).
Rothbard gaf frjálshyggjumönnum á sínum tíma leiðbeiningar fyrir umræðu af þessu tagi (feitletrun mín):
Should we agree to a tax cut, even though it may well result in an increased government deficit? ..[S]ince taxation is an illegitimate act of aggression, any failure to welcome a tax cut any tax cut with alacrity undercuts and contradicts the libertarian goal. The time to oppose government expenditures is when the budget is being considered or voted upon; then the libertarian should call for drastic slashes in expenditures as well. In short, government activity must be reduced whenever it can: any opposition to a particular cut in taxes or expenditures is impermissible, for it contradicts libertarian principles and the libertarian goal.
(úr kafla 15 í For a New Liberty: The Libertarian Manifesto)
Frjálshyggjumaðurinn á í stuttu máli að berjast fyrir skattalækkunum og fagna í hvert skipti sem þær nást fram (að því gefnu að einhverjir aðrir skattar hækki ekki bara "í staðinn"). Hann á líka að berjast fyrir gríðarlegri minnkun ríkisútgjalda.
Ríkisútgjöldin lækka ekki ef skatttekjur "duga" fyrir þeim. Skattalækkanir eru eins og megrunarkúr fyrir ríkisvaldið sem fjarlægja matinn af hlaðborðinu og gera hinu opinbera erfiðara fyrir að taka neyslulán til að fjármagna meira át.
Þriðjudagur, 18. júní 2013
Viðbúið
Svo virðist sem einhverjir stjórnmálamenn, sem núna mynda meirihluta á Alþingi, hafi látið slæma stöðu ríkissjóðs koma sér á óvart. Sömu stjórnmálamenn átta sig e.t.v. á því í dag að kosningaloforð þeirra eru með öllu innistæðulaus. Þeir létu "spár" hinna sprenglærðu sérfræðinga blekkja sig.
Viðbúið er að eftir því sem dýpra er kafað í rekstur ríkisins, þeim mun meiri óreiðu sé að finna. Beinar skuldbindingar eru bara hluti vandans. Undir niðri liggja yfirvofandi gjaldþrot ýmissa eininga ríkisins sem munu kalla á milljarða úr vösum skattgreiðenda ef þeim á að halda á lífi. Lífeyrisskuldbindingar ríkisins eru líka gríðarlegur vandi. Slíkar skuldbindingar eru uppáhaldsútgjaldaliður stjórnmálamanna því þær koma ekki fram sem bein útgjöld fyrr en mörgum árum liðnum, þegar sömu stjórnmálamenn eru jafnvel lagstir í helgan stein.
Ég hef ekki heyrt neinn ráðherra lofa því að hnífnum verði nú óspart beitt til að skera ríkisbáknið upp og einkavæða eða leggja niður í stórum stíl. Ráðherrar ætla því að freista þess að fleyta vandanum á undan sér enn frekar. Næsta ríkisstjórn þarf þá líka að láta slæma stöðu ríkisrekstursins koma sér á óvart.
Stjórnmálamönnum má treysta fyrir einu og bara einu: Að þeir standi vörð um sína eigin stöðu.
Sérstakar umræður um ríkisfjármál í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 6. júní 2013
Kenning: Þeir hafa fylgst með kosningabaráttunni
Vogunarsjóðurinn Burlington Loan Management, írskt skúffufyrirtæki sem er stýrt af bandaríska sjóðsstýringarfyrirtækinu Davidson Kempner, eignaðist kröfur á hendur þrotabúi Glitnis fyrir um 100 milljarða króna í mars.Sjóðurinn er stærsti einstaki kröfuhafi Glitnis samtals nema almennar kröfur hans nú um 240 milljörðum og á hann um 10% allra samþykktra krafna í búið.... Í umfjöllun um þetta mál í viðskiptablaði Morgunblaðsins, sem út kom í morgun, segir, að það veki óneitanlega athygli að sjóðurinn sé að auka stöðu sína í Glitni um jafnmikla fjárhæð ekki síst þegar haft er í huga að skammt er síðan Burlington seldi 56 milljarða samþykktar kröfur á Glitni.
Í ljósi þess að verðtryggðar skuldir hækkuðu og eignaverð lækkaði, m.a. vegna áhrifa af gjaldþroti fjármálafyrirtækja og áhættusækni þeirra í aðdraganda hrunsins, er rétt að nýta svigrúm, sem að öllum líkindum myndast samhliða uppgjöri þrotabúanna, til að koma til móts við lántakendur og þá sem lögðu sparnað í heimili sín, rétt eins og neyðarlögin tryggðu að eignir þrotabúanna nýttust til að verja peningalegar eignir og endurreisa innlenda bankastarfsemi. Ríkisstjórnin heldur þeim möguleika opnum að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð til að ná markmiðum sínum.
Eykur stöðu sína í Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |