Kenning: Þeir hafa fylgst með kosningabaráttunni

Vogunarsjóðurinn Burlington Loan Management, írskt skúffufyrirtæki sem er stýrt af bandaríska sjóðsstýringarfyrirtækinu Davidson Kempner, eignaðist kröfur á hendur þrotabúi Glitnis fyrir um 100 milljarða króna í mars.

Sjóðurinn er stærsti einstaki kröfuhafi Glitnis – samtals nema almennar kröfur hans nú um 240 milljörðum – og á hann um 10% allra samþykktra krafna í búið.
 
... Í umfjöllun um þetta mál í viðskiptablaði Morgunblaðsins, sem út kom í morgun, segir, að það veki óneitanlega athygli að sjóðurinn sé að auka stöðu sína í Glitni um jafnmikla fjárhæð – ekki síst þegar haft er í huga að skammt er síðan Burlington seldi 56 milljarða samþykktar kröfur á Glitni.
 
Ég er með kenningu: Stjórnendur þessa sjóðs hafa fylgst með kosningabaráttunni á Íslandi og lesið stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar. Í henni stendur:
 
Í ljósi þess að verðtryggðar skuldir hækkuðu og eignaverð lækkaði, m.a. vegna áhrifa af gjaldþroti fjármálafyrirtækja og áhættusækni þeirra í aðdraganda hrunsins, er rétt að nýta svigrúm, sem að öllum líkindum myndast samhliða uppgjöri þrotabúanna, til að koma til móts við lántakendur og þá sem lögðu sparnað í heimili sín, rétt eins og neyðarlögin tryggðu að eignir þrotabúanna nýttust til að verja peningalegar eignir og endurreisa innlenda bankastarfsemi. Ríkisstjórnin heldur þeim möguleika opnum að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð til að ná markmiðum sínum.
 
Með öðrum orðum: Ríkisstjórnin er nú þegar búin að lofa því að eyða fé sem kemur úr þrotabúum bankanna. Þetta setur óneitanlega pressu á íslensk yfirvöld og rýrir samningsstöðu þeirra gagnvart kröfuhöfum. Kröfuhafar sjá því tækifæri í að auka kröfur sínar enn frekar og búast við að græða vel á því. 

mbl.is Eykur stöðu sína í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband