Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Dugir ekkert minna

Bjarni Benediktsson hefur verið vinsæll (meðal fjölmiðlamanna og ekki-Sjálfstæðismanna) síðan hann tilkynnti alþjóð á fjésbókar-síðu sinni að hann væri genginn Icesave-máli VG og Samfylkingarinnar á hönd.

Bjarni þarf skiljanlega að eyða miklum tíma í að útskýra afstöðu sína, enda er hún óskiljanleg. Í gær var hann í löngu viðtali í Kastljósi, og var boðskapur hann þessi:

  • Kröfur Breta og Hollendinga eru löglausar - þetta var og er afstaða landsfundar Sjálfstæðisflokksins og henni er Bjarni sammála
  • Bretar og Hollendingar vita að lagaleg staða þeirra er veik 
  • Þess vegna voru þeir tilbúnir að bjóða upp á svona "hagstæðan samning"
  • ...sem Íslendingar eiga ekki að reyna vefengja fyrir dómstólum í ljósi veikrar lagalegrar stöðu Breta og Hollendinga, að mati Breta og Hollendinga, heldur samþykkja hann!

Bjarni boðar nú til fundar þar sem hann mun enn á ný reyna að greiða úr þessari garnaflækju sem afstaða hans er. Hann á núna í fullu fangi við að samræma áhuga sinn á Evrópusambands-aðild og formannsstöðu sína í Sjálfstæðisflokknum. Þetta tvennt verður ekki samræmt nema Bjarni boði til landsfundar OG fær landsfund til að samþykkja Icesave-kröfurnar og samrunaferlið við ESB, OG fær endurnýjun á formannssætinu í leiðinni.

Í vinstri-grænum hafa menn núna gefist upp á því að minna formann sinn á samþykktir landsfundar flokks síns. Ég vona að Sjálfstæðismenn sýni aðeins meiri þrautseigju. 


mbl.is Bjarni með fund í Valhöll um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litlar líkur á málshöfðun frá Bretum og Hollendingum

Úr Vefþjóðvilja dagsins:

******************

Núverandi forysta Sjálfstæðisflokksins virðist telja áhættu fólgna í því að málið verði lagt fyrir dómstóla. En það er nú ekki eina og ekki versta áhætta málsins.

Það má hugsa sér tvenns lags atburðarás:

  • Í þeirri fyrri lækkar gengi íslensku krónunnar 2% á ársfjórðungi til 2016. Fyrsta greiðsla úr þrotabúi berst ekki fyrr en 1. apríl 2012 ásamt því að innheimtur úr þrotabúi lækki um 10% frá áætlun skilanefndar. Kostnaður ríkissjóðs Íslands verður 233 milljarðar króna.
     
  • Í þeirri síðari taka Bretar og Hollendingar þá áhættu að leggja kröfur sínar fyrir dómstól, vitandi það að tap í málinu gæti þýtt að allt bankakerfi þeirra kæmist í uppnám, fólk sæi vanmátt innstæðutryggingakerfisins í hendi sér og stórfelld áhlaup hæfust á evrópska banka. Þrátt fyrir þessa áhættu fara Bretar og Hollendingar í málið og þrátt fyrir að engin lagaleg skylda hvíli á Íslendingum, þá vinna þeir málið.

Hvor atburðarásin er nú líklegri? Og hvaða afleiðingar hefði nú hvor um sig? Sú fyrri myndi, ef Icesave-ánauðarfrumvarpið verður samþykkt, kosta íslenska skattgreiðendur um tvöhundruð milljarða króna í erlendum gjaldeyri. Sú síðari myndi þýða að Íslendingum bæri að greiða sömu kröfu og ríkisstjórnarflokkarnir þrír vilja semja um, en hugsanlega á hærri vöxtum.

Af einhverjum ástæðum virðist forysta Sjálfstæðisflokksins hafa miklar áhyggjur af síðari atburðarásinni en engar af þeirri fyrri. Þó ættu flestir að sjá að það er einmitt sú fyrri sem er mun líklegri.

****************** 

Einnig úr Vefþjóðviljanum: Nokkuð sem menn gleyma oft og gjarnan og jafnvel viljandi (af pólitískum ástæðum):

******************

Það er vert að hafa í huga að í raun vilja Bretar og Hollendingar njóta þrefaldrar tryggingar:

Í fyrsta lagi nutu þeir trygginga hjá Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins. Allir gátu kynnt sér hversu burðugur sá sjóður var.

Í öðru lagi færðu neyðarlögin innstæðueigendum mjög aukinn rétt við uppgjör á þrotabúi Landsbankans, á kostnað annarra kröfuhafa. Við þann skuggalega verknað var ríkissjóður Íslands settur í stórhættu.

Í þriðja lagi vilja svo Bretar og Hollendingar að íslenskir skattgreiðendur taki ábyrgð á öllum kostnaði sem ekki fæst bættur með tryggingunum hér að ofan við þá ákvörðun þeirra sjálfra að greiða í óðagoti sparifjáreigendum bætur strax haustið 2008.

En fjárlaganefnd Alþingis heldur áfram að reikna og hefur af skiljanlegum ástæðum fengið aðstoð við það verk því margir þættir hafa áhrif á hvað íslenskir skattgreiðendur þyrftu að punga út ef nýjasta útgáfan af kröfum Breta og Hollendinga yrði samþykkt.

****************** 


mbl.is Ýta á alla takka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótímabært

Endurskoðun á stjórnarskránni er ótímabær. Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að láta Samfylkinguna um að móta stefnu sína. Sjálfstæðisflokkurinn á að róa öllum árum gegn stefnu Samfylkingarinnar, t.d. í Evrópusambands-málum og skattamálum.

Góð regla fyrir Sjálfstæðisflokkinn: Að segja allt öfugt við það sem Samfylkingin segir.


mbl.is Alþingi hefji endurskoðun stjórnarskrár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband