Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Hagfræði helvítis: Eyddu meira og meira

Sú hagfræði sem flestir "aðhyllast" og er hvað mest þulin upp fyrir almenningi og ráðamönnum er sú sem segir að skuldir séu betri en sparnaður, kreditkort betri en inneign á debetkortinu, óráðsía betri en aðhald og ráðdeild.

Þessi hagfræði hefur steypt hagkerfum flestra ríkja í gjaldþrot eða allt að því. 

Hvenær ætla menn að læra?


mbl.is Ósamið um fjárlög ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Predikað úr fílabeinsturninum

Er ég einn um að sjá gríðarlega kaldhæðni í því að menn haldi ræðu í Hörpu um hörmulega hagstjórn ríkisins?

Harpan er tákn bólunnar og hrunsins á Íslandi. Smíði hennar hélt áfram þótt allir sjóðir væru tómir og ekkert fé til staðar til að reka sjúkrahús og skóla. Hús elítunnar, sem lifir á seinustu blóðdropum íslenskra skattgreiðenda.

Núna predikar framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins úr ræðustól í Hörpu. Maðurinn er sjálfur tákngervingur þess sem er að á Íslandi. Hann studdi Icesave og styður áframhaldandi aðlögun Íslands að ESB, með tilheyrandi kostnaði sem þarf að fjármagna með skattheimtu. 

Á Íslandi gildir regluverk Evrópusbandsins í öllum meginatriðum, t.d. hvað varðar starfsemi fjármálafyrirtækja. Í Brussel eru menn núna að breyta lögum þannig að ríkissjóðir verði gerðir ábyrgir fyrir innistæðum hjá bönkum (ólíkt því sem nú gildir). Varla verður það til að bæta ástandið þótt það dugi kannski tímabundið til að viðhalda fölsku trausti á núverandi kerfi peninga (ríkiseinokun á peningaútgáfu í höndum ríkisreksins seðlabanka, eins og Marx stakk upp á á sínum tíma). 

Svo hversu mikið mark er hægt að taka á manni sem vill Ísland í ESB, Icesave á herðar íslenskra skattgreiðenda og aðhald í opinberum rekstri þegar það er sjálf Harpan sem hýsir atburðinn þar sem ræða mannsins er haldin?

Varla mikið.

En hann er samt að segja mjög skynsamlega hluti. Það má hann eiga.


mbl.is Getum komist út úr kreppu á þremur árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krugman er ringlaður

Paul Krugman er ringlaður maður. Núna bölvar hann Ítölum fyrir að hafa lánað of mikið, í "erlendri mynt". Krugman er almennt mjög hlynntur því að drekkja skattgreiðendum í skuldum hins opinbera, en þegar kemur að skuldadögum segir hann að skuldsetningin sé slæm. Hann er áfengisdrykkjumaður sem gerir sér ekki grein fyrir því að á eftir drykkju koma timburmenn. Og þegar timburmennirnir koma, þá er hann ráðalaus. En kennir vitaskuld ekki eigin neyslu um þá.

Krugman hefur skrifað margt og misvísandi og talað í kross um fjölmargt. Skuldsetning er engin undantekning. Árið 2010 skrifaði hann til dæmis, eftir að hafa leikið sér aðeins í Excel: "I’m not denying that high debt can be a problem; but I think we need to be careful in assessing simple correlations."

Hin djúpa speki Krugman (a.m.k. þá): "[I]t’s not so much that bad things happen to growth when debt is high, it’s that bad things happen to debt when growth is low."

Á mannamáli: Á meðan tekjur þínar fara hækkandi, haltu áfram að slá lán. Komi til þess að tekjur þínar hætta að vaxa eins hratt og skuldsetning þín, þá ertu í vandræðum. En það er sem sagt ekki slæmt að skuldsetja sig, bara á meðan þú gerir það hægar en vöxtur tekna þinna.

Að maðurinn hafi látið svona speki frá sér, og það eftir hrun þegar öllum átti að vera orðið ljóst að hröð skuldsetning á "uppgangs"tímunum var feigðarflan, er með ólíkindum. 

Morgunblaðið heldur áfram að vitna í blogg Krugman. Blaðið hefði gott af því að finna annan speking til að vitna í. Til dæmis einhvern sem spáir rétt, af réttum ástæðum, og áður en atburðirnir gerast.


mbl.is Líkir evrunni við erfðasyndina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattbyrðin mikilvægari en skattheimtuaðferðin

Mér sýnist stjórnarandstaðan vera komin í hlutverk aðstoðarmanns ríkisstjórnarinnar.

Auðvitað er það svo að einfaldara skattkerfi er skilvirkara en flókið. Þetta vita allir, meira að segja ráðherrar ríkisstjórnarinnar. Flókið skattkerfi er samt betra að mati vinstrimannanna, því slíkt kerfi þarf á stórri sveit eftirlitsmanna að halda til að rannsaka skattskil hvers einasta skattgreiðanda.  Flókið kerfi kallar á mikið eftirlit, og mikið eftirlit er eftirlæti þeirra sem tilbiðja stórt og mikið ríkisvald.

En með því að leggja til að skattkerfið verði einfaldað, án þess að stinga upp á skattalækkunum, er stjórnarandstaðan komin í hlutverk aðstoðarmanns ríkisstjórnarinnar. Á virkilega að hjálpa vinstristjórninni að verða "skilvirkari" í blóðtöku sinni á hagkerfinu?

Rothbard skrifaði á sínum tíma (feitletrun mín):

The crucial point is that the extent of the distortion of resources, and of the State’s plunder of producers, is in direct proportion to the level of taxation and government expenditures in the economy, as compared with the level of private income and wealth. It is a major contention of our analysis—in contrast to many other discussions of the subject—that by far the most important impact of taxation results not so much from the type of tax as from its amount. It is the total level of taxation, of government income compared with the income of the private sector, that is the most important consideration. Far too much significance has been attached in the literature to the type of tax—to whether it is an income tax, progressive or proportional, sales tax, spending tax, etc. Though important, this is subordinate to the significance of the total level of taxation.

Í stuttu máli: Það sem skiptir mestu máli er að huga að skattbyrðinni sem slíkri, en ekki einstaka tegundum skattheimtu. Með því að leggja til "skilvirkara" skattkerfi, án þess að leggja til stórkostlegan niðurskurð á skattheimtunni, eru menn að hlaupa frá vörninni á hinu frjálsa fyrirkomulagi.


mbl.is Rannsaki áhrif einfaldara skattkerfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreditkort notað til að borga af kreditkorti

Ríki og borg ætla að taka lán á háum vöxtum til að lána til Hörpu á lágum vöxtum.

Á tungumáli heimilisbókhaldsins heitir þetta að nota eitt kreditkort til að borga af öðru, eða nota kreditkortið til að greiða yfirdráttinn, eða yfirdráttinn til að greiða af kreditkortinu.

Ég ætla rétt að vona að þeir ráðamenn og embættismenn sem taka svona ákvarðanir láti ekki svona heima hjá sér. 


mbl.is Harpa vill 730 milljóna lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópa til sölu

Evrópumenn virðast hafa gleymt aðalatriði kapítalismans: Að leyfa gjaldþrota rekstri að fara á hausinn.

Með því að sópa þessu grundvallaratriði til hliðar gerist eftirfarandi:

  • Þeir sem drekkja sér í skuldum gera það í trausti þess að verða bjargað af öðrum þegar kemur að skuldadögum. Þeir drekkja sér því þar til engin von er til að synda í land.
  • Þeir sem taka að sér að bjarga skuldugum þurfa að skuldsetja sjálfa sig í rjáfur og skerða lífskjör þeirra sem kunna að fara með fé.
  • Þeir sem kunna að fara með fé sjá minni og minni ástæðu til að haga sér skynsamlega og annað hvort flýja yfir í "svarta" hagkerfið eða byrja sjálfir að fara illa með fé sitt og annarra.

Evrópubúar forðast nú gjaldþrota þeirra gjaldþrota eins og heitan eldinn. Í stað hreinsandi tiltektar gjaldþrotahrina þeirra gjaldþrota á að skuldsetja Evrópu. Í raun þýðir það að Evrópa er til sölu. Með því að gera Evrópu að skuldunauti annarra heimshluta eru Evrópumenn í sífellt verri stöðu til að standast pólitískan þrýsting, t.d. frá Rússum sem vilja olíu og gas og fisk í Norður-Atlantshafi, og Kínverja sem vilja siglingaraðgengi norður fyrir Asíu og í gegnum Norður-Atlantshaf. 

Evrópa er til sölu, og "hefðbundnir" hagfræðingar hrópa húrra og kalla flóttann frá gjaldþrotum þeirra gjaldþrota skynsamlegan.


mbl.is Rússar vilja leggja til fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danmörk: Vont að versna

Í þessari grein segir frá því vonda ástandi sem Danir eru í. Danir eru í niðursveiflu og það sem verra er, voru að kjósa yfir sig vinstrimenn. Það má því kannski segja að Danir séu í svipaðri stöðu og Íslendingar í byrjun árs 2009. Leiðin liggur því niður á við fyrir þá næstu misserin.

Í Danmörku er eitt og annað ólíkt því sem Íslendinga eiga að venjast (fyrir utan áfengisauglýsingarnar og möguleikanum á því að skreppa á barinn á aðfangadagskvöldi).  Hérna er velferðarkerfið svo þétt, að menn festast auðveldlega í því. Möguleikarnir til að skuldsetja sig og lifa umfram efni eru margir, og möguleikarnir til að velta sökina og byrðina yfir á aðra sömuleiðis. 

Ef þú niðurgreiðir fátækt og óráðsíu, þá skaltu eiga von á því að fá meira af hvoru tveggja.

Það sem heldur lífi í danska hagkerfinu er ekki hið opinbera, heldur sá litli og minnkandi hluti Dana sem nennir að mennta sig í einhverju nothæfu og vinna við verðmætaskapandi störf þrátt fyrir auðvelt aðgengi að ölmusa og námi í einhverju sem skilar engum neinu. Að auki er nokkuð auðvelt að komast í ýmsan varning og ýmsa þjónustu á hinum "svarta markaði" og spara þannig ríkinu nokkrar skattkrónur sem það mundi hvort eð er bara nota til að taka veð í og skuldsetja skattgreiðendur.

Sjálfur fór ég t.d. í klippingu hérna í Danmörku um daginn fyrir 100 danskar krónur, sem er um fjórðungur af því sem "lögleg" klipping kostar. Kosovo-albaninn sem klippti mig kvartaði sennilega ekki yfir því, enda með börn á heimilinu til að brauðfæða. 

Á Íslandi þarf sennilega að ganga langt í átt að því að leggja niður allt velferðarkerfið til að grafa hagkerfið úr þeirri holu sem menn hafa grafið seinustu 10 ár eða svo, og sérstaklega seinustu 2-3 árin. Ástandið í Danmörku er kannski ekki orðið svo slæmt ennþá, en stefnir í það, hratt.

[Uppfært 7. nóv. 2011:] Ég bið lesendur afsökunar á framlagi Jóns nokkurs í athugasemdum við þessa færslu. Vonandi slá þær ekki neinn út af laginu. Ég held þeim inni sem minnisvarða um umræðuna eins og hún þróast oft á netinu þegar menn þurfa ekki að horfa framan í aðra. 


mbl.is Fátækum Dönum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Belgía: Dæmi um að stundum er ekkert betra en eitthvað

Það er ákveðin kaldhæðni í því að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra verstu ríkisstjórnar Íslandssögunnar sem hefur það eina markmið að halda völdum, sé á leið til fundar við starfandi forsætisráðherra Belgíu, en þar í landi hafa stjórnarmyndunarviðræður árangurslaust átt sér stað í yfir 500 daga.

Belgía er dæmi um það að stundum er ekkert betra en eitthvað - stundum er engin ríkisstjórn betri en einhver. Þökk sé "stjórnleysinu" hefur ekki tekist að skuldsetja, eyða um efni fram og hækka skatta í Belgíu. 

Um Belgíu hefur þetta verið skrifað:

A country in such political limbo is often said to be "in crisis". Yet Belgium managed the whole of its six-month presidency of the European Union last year with a caretaker government. It has set out a budget and even dispatched fighter jets to help police the no-fly zone over Libya. Local government carries on; the refuse is collected and public transport works. The financial markets, far from taking fright at this rudderless ship, continue to lend to Belgium at more favourable rates than most of the rest of the EU. Taxes have not gone up because no agreement can be made on debt restructuring. As a result, business and consumer confidence is high.

Einnig:

Belgium has found a sure-fire way to restrain public expenditure: by stopping the politicians getting their hands on the money in the first place. 

Spurningin er því bara þessi: Ætlar Jóhanna Sigurðardóttir að fá ráð hjá Belgum um hvernig hún getur komið ríkisstjórn sinni frá og skilið Ísland eftir "stjórnlaust" með það að markmiði að bæta stöðu landsins frá því sem nú er?

Við getum bara vonað það.


mbl.is Jóhanna fundar í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðist á einkennin, ekki sjúkdóminn

Atvinnuleysi er eins og sjúkdómur á hagkerfinu sem má hæglega líkja við sjúkdóm á mannslíkamann. Sá sem fer ítrekað illa klæddur út í vond veður verður lasinn. Hvað á að ráðleggja slíkum manni? Að klæða sig betur, taka lýsi og halda sig innandyra.

Atvinnuleysissjúkdómurinn er afleiðing þess að laun fá ekki að lækka, starfsfólk er of dýrt (t.d. vegna opinberra og launatengdra gjalda), skattar á veltu og hagnað fyrirtækja of háir, hindranir á viðskiptum við útlönd of margar (tollar, gjaldeyrishöft), og svona má lengi telja.

Ef menn vilja lækna hagkerfið af þessum sjúkdómi þá eiga menn að ráðast á orsakir sjúkdómsins, en ekki einkenni. Menn eiga að reyna minnka atvinnuleysið með læknandi aðgerðum, en ekki bara gera sjúkdóminn bærilegri fyrir fórnarlömb hans. 

En nú vita í sjálfu sér allir að pólitískt markmið ríkisstjórnarinnar er ekki að koma fólki úr atvinnuleysi, heldur koma sem flestum á spena hins opinbera til að tryggja sér tryggja kjósendur í næstu kosningum (næsta ríkisstjórn á óhjákvæmilega eftir að herða að bótakerfinu, og þá getur vinstrið, sem þá verður í stjórnarandstöðu, kallað hana allskyns illum nöfnum).


mbl.is Togast á um lengingu bótatíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægt að ÓSÁTT ríki

Nú liggur mikið á því að stjórnarandstaðan kyndi undir eins mikla ósátt við kvótafrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og hægt er.

Víglínur Alþingis eru alltof dauft dregnar. Sá vægðarlausi sósíalismi sem ríkir í Stjórnaráðinu verður að lenda í eins miklum mótbyr og hægt er.

Góður vinur minn tók íslensk stjórnmál saman í einni setningu með eftirfarandi orðum (um þessa frétt: Klukkunni breytt í nótt):

Þetta er lúxusvandamál í Evrópu. Á Íslandi var klukkan færð aftur um 30 ár þegar vinstriflokkarnir tóku við.

Ég er hjartanlega sammála!


mbl.is Vill sátt um kvótafrumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband