Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
Föstudagur, 3. september 2010
Hvað veit Steingrímur ekki í dag?
Ég fæ það á tilfinninguna að innan ríkisstjórnarinnar tali menn voðalega lítið saman, og þá sérstaklega um mikilvægu málin. Hinir og þessir ráðherrar segjast ekki vita hvað fer fram innan ráðuneyta þeirra. Ráðherrar vita ekki hvað aðrir ráðherrar eru að gera eða lesa. Steingrímur J. er eflaust að segja satt þegar hann segist ekki hafa hugmynd um lögfræðiálit frá Seðlabankanum. En þessi skortur fjármálaráðherra á upplýsingum um stór fjárhagsleg mál innan ríkisstofnana er varla góður og vitneskjuskortur Steingríms er alvarlegt mál.
Mér hefði sennilega liðið betur að lesa að Steingrímur J. léti ekkert mikilvægt framhjá sér fara, en gæfi einstaka ráðherrum samt ákvörðunarvaldið um hvað skal gera við upplýsingar innan sinna ráðuneyta.
Steingrímur J. ber hins vegar við upplýsingaskorti.
Og það er vont mál, því hvað er að gerast í hinum ýmsu ráðuneytum í dag (t.d. hans eigin) sem hann veit heldur ekki af en skiptir miklu fyrir fjármál ríkisins?
Vissi ekki um lögfræðiálit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 3. september 2010
Eyðsla á neyslulánum = hagvöxtur?
Hugtakið "hagvöxtur" eins og það er skilgreint af hagfræðingum þýðir, á tungutaki leikmannsins, neysla. Eyðsla og neysla ríkisins + eyðsla og neysla einstaklinga og fyrirtækja = hagvöxtur.
Nú segja hagfræðingar og stjórnmálamenn að "hagvöxtur" sé að mælast á Íslandi. Það þýðir einfaldlega að Íslendingar eru að eyða meira í ár en í fyrra. Á sama tíma eru skuldir að vaxa. Eyðslan er skuldsett neysla. Og er skuldsett neysla einhverjum holl? Nei. Það tel ég ekki vera.
Ætla leyfa mér að vitna í sjálfan mig núna:
Viðbrögð hins opinbera við hruninu hafa verið einföld: Hækka skatta og auka skuldir. Bæði ríkisstjórnin og flest sveitarfélög hafa gripið til þessa ráðs. Hugsunin er sú að með því að taka lán til að halda veisluhöldunum áfram þá megi koma í veg fyrir timburmenn fyrri veislunnar. Skuldsett neysla með notkun fleiri og fleiri kreditkorta er eina ráð íslenskra stjórnmálamanna til að bregðast við tekjumissinum eftir hrunið.
Einmitt það.
Betri staða efnahagsmála en búist var við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |