Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Mánudagur, 26. maí 2008
Verðbólga rétt skilin
Ég gat ekki varist að hugsa til eftirfarandi orða þegar ég las þessa frétt og kunnugleg viðbrögð við henni:
"To consider just one example, look at the concept of inflation. For most people, it is seen the way primitive societies might see the onset of a disease. It is something that sweeps through to cause every kind of wreckage. The damage is obvious enough, but the source is not. Everyone blames everyone else, and no solution seems to work. But once you understand economics, you begin to see that the value of the money is more directly related to its quantity, and that only one institution possesses the power to create money out of thin air without limit: the government-connected central bank."
Þessi orð eru tekin héðan. Á öðrum stað í sama pistli stendur:
"The state thrives on an economically ignorant public. This is the only way it can get away with blaming inflation or recession on consumers, or claiming that the government's fiscal problems are due to our paying too little in taxes. It is economic ignorance that permits the regulatory agencies to claim that they are protecting us as versus denying us choice. It is only by keeping us all in the dark that it can continue to start war after war violating rights abroad and smashing liberties at home in the name of spreading freedom."
Já, það skal engan undra að ríkisvaldið heldur hagfræðikennslu kyrfilega fjarri námsskrá skólakerfisins. "Verðbólga" í huga almennings verður þannig bara að einhverju vondu afli sem kemur og fer eftir einhverju óskýrðu munstri, og stjórnarandstaðan hverju sinni getur kennt sitjandi stjórnvöldum hverju sinni um. Ekki satt?
Mesta verðbólga í tæp 18 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 22. maí 2008
Aukin samkeppni kraumar undir, eða hvað?
Verðlagskannanir og verðsamanburður er yfirleitt af hinu góða. Aðhaldið sem fæst með gerð slíkra kannana er gott og neytendur eiga auðveldar með að velja á milli þess að versla ódýrar á hefðbundnum opnununartímum í lágvöruverðsverslunum með takmarkað úrval, eða dýrar seint á kvöldin eða jafnvel nóttunni.
Hins vegar hafa verðkannanir einnig óheppilega hliðarafleiðingu sem er sú að allt í einu breytist þorri landsmanna í sérfræðinga í innkaupum og matvælasölu. Orð eins og "græðgi" og "okur" þeytast um og verslunareigendum bölvað fyrir að voga sér að misnota græskulausa neytendur.
Á Íslandi er allt að því engin hagfræðikennsla í skólum. Það sést. Fólk gleymir því að það þarf bara að sannfæra fjárfesti eða tvo um að gríðarleg álagning plagi kaupendur matvæla og annars varnings á Íslandi, að hana megi lækka en engu síður skila hagnaði (t.d. með styttri opnunartímum eða minna úrvali), að neytendur muni flykkjast inn í hið nýja lága verðlag, og allir eru sáttir nema þeir aðilar á markaði sem voru fyrir.
Það er að segja ef í raun og veru er verið að leggja mikið á kaupendur matvæla á Íslandi og meira en gengur og gerist annars staðar.
Klukkubúðir hækka mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 20. maí 2008
Er núna von á stórri sprengju í opnun nýrra matvöruverslana?
Samkeppniseftirlitið hefur nú komist að þeirri niðurstöðu (óbeint) að á Íslandi sé stórkostlegt pláss fyrir gríðarlega fjölgun matvöruverslana sem hafa gríðarlegt rými til að leggja ríflega á vörur en samt minna en lagt er á í matvöruverslunum í dag, og græða vel á straumi viðskiptavina í leit að betri kjörum.
Eða hvað? Við sjáum hvað setur. Miðað við hanagalið í þeim sem hrópa "einokun", "fákeppni" og "samráð" þá er ekki annað að sjá en að sprengja verði mjög bráðlega í opnun nýrra matvöruverslana á Íslandi. Mér segir samt hugur að hanagalið sé ekkert meira en ...hanagal! Á meðan þurfa þeir sem stunda innkaup og reka matvöruverslanir að sitja undir þungum ákúrum sem enginn vill láta reyna á með því að hefja samkeppni við þá.
Íslendingar hrósa sér gjarnan fyrir að láta verkin tala. Aðdáendur Samkeppniseftirlitsins láta orðin tala, ekki verkin. Um þjóðerni þeirra vil ég því ekkert fullyrða.
Verð á mat 64% hærra en í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 19. maí 2008
Mega íslenskir dómarar bera hakakrossinn eða kristinn kross utan á embættisklæðum sínum?
Á Íslandi ber dómurum að ganga í ákveðnum embættisklæðum. Sama gildir um lögregluþjóna og fleiri opinbera starfsmenn. Mega þeir bera tákn og klæði utan á þessum embættisklæðum? Ekki að mér vitandi.
Í Danmörku eru einnig ákveðin embættisklæði sem fylgja ákveðnum opinberum embættum. Engum hefur dottið í hug að "leyfa" sérstaklega að dómarar og lögregluþjónar beri hakakrossinn, gyðingastjörnuna eða Jesús á krossi utan á embættisklæðum sínum. En, viti menn, múslímar vilja allt í einu að kvenfólk í þessum opinberu stöðum megi bera höfuðklút! Og viti menn, öll umræðan snýst á haus eins og um "mannréttindamál" sé að ræða!
Er að furða að margir óttist að múslímar séu að þvinga skíthrædda pólitískt rétttrúandi Vesturlandabúa út í horn með hótunum og útúrsnúningum út úr mannréttindasáttmálum sem Vesturlönd virða en múslímsk ríki ekki?
Danskur ráðherra rýfur umdeilda þögn sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 19. maí 2008
Obama varar við sterkum lífeyrissjóðum
Það er ekki lítið athyglisvert að fylgjast með Íslendingum taka undir viðvörunarorð Barack Obama gegn lífeyrissjóðakerfi að hætti Íslendinga, þar sem einstaklingar leggja í lífeyrissjóði, í stað þess að borga í kerfi þar sem greiðslur inn í kerfið í dag eru notaðar til að fjármagna greiðslur úr kerfinu í dag.
Vantar hagfræðikennslu í íslenskt skólakerfi? Ó já!
Obama hjólar í Bush og McCain | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 15. maí 2008
Sviss norðursins
Það var kominn tími til að Íslendingar hætti að grýta höfnina sína með því að refsa fyrirtækjum fyrir að hagnast á sölu hlutabréfa. Ísland er nú fyrir alvöru byrjað að blanda sér í baráttuna um að laða til sín stór og sterk alþjóðleg fyrirtæki sem auka enn úrval vel launaðra starfa á Íslandi. Tími til kominn.
Vitaskuld munu einhverjir undrast á þessari skattaniðurfellingu og tala um "forgangsröðun" og dekstur við hina ríku, en slíkt tal á ekki að taka of alvarlega. Það er enginn verr settur ef Ísland byrjar að draga að sér fjármagn, störf, höfuðstöðvar stöndugra fyrirtækja og allskyns sjóði og fjármálafyrirtæki. Jú, vissulega eru þeir enn til sem telja að á frjálsum markaði sé hagnaður eins ígildi taps hjá öðrum, en slíku fólki má benda á lesefni til að leiðrétta þann misskilning.
Megi nú ríkisstjórnin halda áfram að vinna að því að fækka þjófnuðum ríkisvaldsins og minnka þá. Næsta skref gæti t.d. verið að afnema skatt á hagnað fyrirtækja, lækka tekjuskattinn niður í 10-15% í einum rykk (og fella niður persónuafsláttinn í staðinn) og fella niður erfðaskattinn, svo fátt eitt sé nefnt. Ef á móti vantar tillögur um niðurskurð á ríkisbákninu þá er af nægu að taka þar!
Söluhagnaður fyrirtækja vegna hlutabréfa skattfrjáls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 11. maí 2008
Sérhagsmunasamtökin óttast samkeppnina
Hin íslenska bændastétt sér fram á harðnandi samkeppni. Eðlilega óttast hún hana. Hin íslenska bændastétt er vön því að starfa bak við stóra og þykka varnarmúra tolla og annarra viðskiptahindrana og þiggja að auki ríkulega styrki úr vösum skattgreiðenda, og geta um leið selt afurðir sínar á nánast hvaða verði sem er. Bændastétt sem elst upp í umhverfi eins og þessu er ekki sérstaklega vel í stakk búin til að takast á við aukna samkeppni að utan og óttast því hina óvissu framtíð.
Þegar neytendum er gefin von um að nú eigi að losa tök íslensku bændastéttarinnar er hættan alltaf sú að frelsi á einum stað verður að auknu helsi á öðrum stað. Neytendum verður kannski gefinn kostur á að spara örlítið við matarinnkaupin en kostnaðurinn verður sennilega aukin útgjöld skattgreiðenda til að halda íslenskum bændum á floti. Slíkar björgunaraðgerðir verða stjórnmálamenn að forðast.
Málið er nefnilega að það er ekkert víst að sá landbúnaður (tegund, stærð, fjöldi bænda) sem er stundaður á Íslandi í dag eigi alltaf að vera stundaður! Markaðslögmálin eru þau einu sem geta skorið úr um hvernig á að nýta takmarkaðar auðlindir. Kannski er Ísland heppilegra landsvæði fyrir sumarbústaði, stóra þjóðgarða, hestaræktun eða herragarða en það er fyrir hefðbundna sauðfjárrækt eða svína- og kjúklingaeldi. Kannski er landbúnaður á Íslandi eingöngu hentugur til að framleiða rándýrar og "hreinar" landbúnaðarvörur sem seljast í sérstökum sérvöruverslunum í Bandaríkjunum. Kannski þarf bara örlítið hugmyndavit, lægri skatta, afnám ríkisstyrkja og færri hömlur til að ýta íslenskum landbúnaði í átt að hinum nýsjálenska þar sem óhefluð markaðslögmálin hafa gert mjög góða hluti.
Kannski, og kannski ekki. Ég get ekki séð fyrir afleiðingar þess að frelsa íslenska neytendur og skattgreiðendur frá núverandi, ríkistryggðri einokun íslenskra bænda á vöruúrvali íslenskra verslana, og frelsa bændur frá afskiptum og miðstýringu ríkisvaldsins á verðlagi, framleiðslu og nýtingu takmarkaðra gæða. En skortur á spádómshæfileikum mínum á ekki að vera farartálmi fyrir frelsið. Frelsið er gott. Væntanleg breyting á matvælalöggjöf verður góð ef hún er í átt til frelsis.
Bændur uggandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 8. maí 2008
Hver er glæpurinn?
Þegar lögreglan "leggur hald á" varning sem gengur kaupum og sölum í óþvinguðum frjálsum viðskiptum spyr ég mig iðulega: Hver er glæpurinn? Ég veit að verslun og viðskipti með óskattlagðan smyglvarning er ólöglegt, en ég sé ekki að um neinn glæp sé að ræða, frekar en þegar ég kaupi notað rúm skattfrjálst sem ég sá auglýst í smáauglýsingunum.
Nú gæti einhverjum e.t.v. dottið í hug að segja að "glæpur" sé það sem er ólöglegt, og þar við situr. En sinn er siðurinn í hverju landi. Í Þýskalandi er löglegt að auglýsa tóbak, á Íslandi ekki. Á Írlandi er ólöglegt (nema gegn ströngum skilyrðum) að fara í fóstureyðingu, á Íslandi ekki (að ég held). Í Danmörku má auglýsa áfengi, á Íslandi varðar slíkt fésektum og öðrum refsingum. Í Malasíu mega konur ekki (lengur) ferðast til útlanda án fylgdar (væntanlega karlmanns), á Íslandi banna engin lög slík ferðalög. Það að eitthvað sé "ólöglegt" er því afskaplega slæmur mælikvarði á hvort eitthvað sé glæpur.
Einhverjum gæti þá e.t.v. dottið í hug að kalla eitthvað glæp sem "svíkur" skattkerfið um pening sem það fengi ef viðskiptin væru "lögleg". Enn og aftur er um slæman mælikvarða að ræða. Ég hef bæði keypt og selt notaðan varning, og unnið launalaust (bæði í skiptum fyrir greiða og hreinlega án nokkurrar umbunar af neinu tagi). Ég hef einnig þegið skattfrjáls laun fyrir viðvik og greitt fé fyrir viðvik án þess að greiða nokkurn skatt - viðvik sem stendur til boða að kaupa af skattskyldum fagmönnum. Vafalaust hafa margir "löghlýðnir" borgarar (sem fordæma hin frjálsu viðskipti við Rússana) stundað eitthvað álíka "ólöglegt" athæfi.
Spurning mín stendur því enn: Hver er glæpurinn hjá hinum rússnesku togarasjómönnum og hver er glæpur hinna íslensku viðskiptavina þeirra?
Svar mitt: Enginn glæpur er til staðar, heldur er um handahófskennda afskiptasemi ríkisvaldsins að ræða, í sama flokki og fóstureyðingabann Íra og ferðafrelsisskerðing malasískra kvenna.
Lögregla á Húsavík lagði hald á smygl úr rússnesku skipi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 6. maí 2008
Gömlu fólki haldið í gíslingu
Greyið þeir Danir sem hafa ekki tryggingar sem hleypa þeim inn á einkareknar stofnanir í Danmörku. Vinnuveitandinn minn hér í landi sér sig meðal annarra knúinn til að tryggja starfsmenn sína svo þeir séu ekki upp á náð og miskunn danskra verkalýðsfélaga (með digra verkfallssjóði) komnir þegar útblásið og fjárþyrst ríkisvaldið dansar ekki eftir þeirra höfði.
Á meðan verkfræðingar og fleira skrifstofufólk vinnur þann 1. maí í Danmörku þá sitja aðrir í dönsku grasi og hella sig blindfulla og hrópa ókvæðisorð að því kerfi sem hefur lyft lífskjörum mannkyns hærra en nokkurt annað kerfi. Hvaða kerfi er það? Jú kapítalismi vitaskuld.
Nú hafa flest dönsk verkalýðsfélög sem betur fer ákveðið að segja meðlimum sínum að byrja á ný að vinna fyrir laununum sínum og hætta þiggja greiðslur úr digrum verkfallssjóðum, fjármagnaðir með háum iðgjöldum (sem greiðast af launum fyrir skatt, svona til að kóróna vitleysuna).
Gamalt fólk getur nú aftur komist í bað. Gíslunum hefur verið sleppt.
Hjúkrunarfræðingar standa enn á sínu í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |