Miđvikudagur, 7. október 2009
Áhrif tillagna VR
VR ályktar sem svo:
Stjórn VR skorar á ríkisstjórnina og alţingi ađ nota tćkifćriđ nú til ađ leiđrétta óréttlćti fyrri stjórna, ađ hćkka skattleysismörk verulega og hćkka skattprósentuna á móti. Ţannig má laga skattbyrđina og fćra upp á viđ í tekjustiganum. Einnig bendir VR á ţá leiđ ađ taka upp fastskattavísitölu sem drćgi úr áhrifum neysluskatta á vísitölu til verđtryggingar og ađ frekari áhersla verđi lögđ á beina skatta. Ţannig má forđast óţarfa hćkkun á höfuđstól og afborgunum verđtryggđra lána almennings ţrátt fyrir nauđsynlega tekjuöflun ríkisins.
Segjum sem svo ađ ţessum tillögum yrđi fylgt eftir. Hverjar yrđu afleiđingarnar?
Hćkkun skattleysismarka og hćkkun skattprósentu
Hér er gerđ tilraun til ađ flytja skattbyrđina "upp tekjustigann" í stađ ţess ađ lćkka hana. Eru til einhver gögn sem benda til ţess ađ ţetta hafi gerst viđ seinustu hćkkun skattleysismarka? Ađ vísu var ţá einnig fariđ í lćkkun skatthlutfallsins sem ćtti ađ draga úr tilhneigingu ţeirra sem geta til ađ lćkka sig í beinum launatekjum og hćkka viđ sig annars konar tekjur, t.d. vegna svartrar vinnu. Ţegar múrinn milli núll-skatts og einhvers skatts er hćkkađur, ţá er hćtt viđ ađ fćrri vilji og nenni klifra yfir hann. Ţegar ţađ borgar sig varla ađ vinna fyrir meira en sem nemur tekjum upp ađ skattleysismörkum, ţá er hćtt viđ ađ fćrri muni nenna ţví.
Áhrif hćkkandi neysluskatta reiknuđ út úr vísitölu neysluverđs
Hvert er hlutverk vísitölu neysluverđs? Á einum stađ segir: "Vísitala neysluverđs er viđmiđunarkvarđi milli tímabila og lítur til verđbreytinga á vörum og ţjónustu sem eru á útgjaldaliđ heimilanna."
Af hverju er ţessi vísitala reiknuđ út? Ţađ er međal annars gert til ađ lánveitendur geti fengiđ vísbendingu um kaupmátt útlána sinna ef ţeir hefđu peninginn í höndunum í dag og ćtluđu út í búđ og versla fyrir ţá. Kaupmáttur ţessi hangir ágćtlega saman viđ magn peninga í umferđ (í tiltekinni mynt).
Ef verđlag er hćkkađ međ skattahćkkunum, ţá minnkar kaupmáttur peninga - fleiri peninga ţarf til ađ eignast sama varning. Segjum nú sem svo ađ ég láni út 1000 kr. sem í dag duga til ađ kaupa eina DVD-mynd (DVD-vísitala upp á 1). Segjum svo ađ á morgun setji ríkiđ á afţreyingarskatt upp á 10% sem hćkkar verđ á DVD-myndum upp í 1100 kr (DVD-vístalan fer í 1,1). Ég sem útlánandi sé kaupmátt útláns míns minnka, en hafđi sem betur fer sett ákvćđi í lánasamninginn um ađ kaupmáttur lánsins eigi ađ vera fastur, mćlt í DVD-vísitölunni. Höfuđstóll ţess hćkkar ţví í 1100 kr, samkvćmt ţeim samningi.
En nú setur ríkiđ lög sem segir ađ afţreyingarskattur eigi ekki ađ reiknast inn í DVD-vísitöluna. Ţađ sé hreinlega bannađ. Ég sem útlánandi ţarf ţví ađ sjá á eftir ţeim kaupmćtti sem skatturinn ylli á útláni mínu. Hvernig bregst ég viđ ţví, ef ég lögsćki ríkiđ hreinlega ekki fyrir ţessa árás á gildan lánasamning minn viđ lántakanda? Ég hćtti ađ nota DVD-vísitöluna sem viđmiđun, fer t.d. ađ styđjast viđ gullverđ eđa einhverja ađra vísitölu sem er ekki búiđ ađ brengla.
Og ţannig er ţađ nú einfaldlega.
VR: Ótrúverđug framkoma stjórnvalda | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:18 | Facebook
Athugasemdir
Mig langar ađeins ađ gera smá athugasemd. Viđ ţetta.
"Af hverju er ţessi vísitala reiknuđ út? Ţađ er međal annars gert til ađ lánveitendur geti fengiđ vísbendingu um kaupmátt útlána sinna ef ţeir hefđu peninginn í höndunum í dag og ćtluđu út í búđ og versla fyrir ţá. Kaupmáttur ţessi hangir ágćtlega saman viđ magn peninga í umferđ (í tiltekinni mynt)."
Ţetta er ekki rökrétt. Ţetta er ţjóđhagslega skađlegt og andstćtt kenningum um frjálsann markađ. Ef ţú ađhyllist ţćr. Ef ekki ţá vil ég benda ţér á annan vinkil. Ţetta er vatn á millu Samfylkingar sem er búin ađ selja ţjóđinni ţađ ađ verđtrygging sé vegna krónunnar. Ţađ er ósönn fullyrđing. Verđtrygging lánsfjár međ vísitöluútreikningum neysluverđs er langt frá ţví ađ vera eđlileg leiđ til ađ tryggja ávöxtun lánsfjármagns.
Ţetta skapar ójöfnuđ. Ţađ er ekki gott ađ fjármagn sé tryggt á ţennan hátt. Ţađ eru til mikiđ betri leiđir.
Verđtrygging er skađleg fyrir allt hagkerfiđ.
http://www.smugan.is/pistlar/nr/2337
Viđ viljum ţađ sama...kröftugt skapandi fjármálalíf.
Vilhjálmur Árnason (IP-tala skráđ) 7.10.2009 kl. 17:42
Sćll Vilhjálmur,
Ég ţakka fyrir ágćta ábendingu.
Ţú segir: "Afnám verđtryggingar og lćkkun vaxta sem leiđir til verđmćtasköpunar í hagkerfinu. Ţá lćkka skuldir og verđgildi krónunnar styrkist."
Međ öđrum orđum, ađ skapa umhverfi ţar sem verđmćtasköpun er ađ minnsta kosti ekki eftirbátur krónufjölgunar, ef ég skil ţig rétt.
Verđtrygging verđur samt ekki afnumin si svona, nema hćtta á ađ lánveitendur streymi til dómstóla og lögsćki ríkiđ fyrir ađ ógilda lánasamninga sem byggjast á tilteknum grundvelli, sem gjarnan er vísitölumćling neysluverđs, framkvćmd af Hagstofu Íslands.
Einnig, ađ af hagstjórnarhugmynd ţín ber árangur, krónan styrkist, verđmćtasköpun eykst, fjölgun króna í umferđ hćgist, ţá í raun "hverfur" verđtrygging einfaldlega međ ţví ađ vísitala neysluverđs stendur í stađ.
Sjálfur er ég stuđningsmađur ţess ađ binda peningaseđla, myntir, innistćđur og önnur peningaígildi viđ gull og silfur ţannig ađ ekki sé hćgt ađ fjölga peningum í umferđ nema međ ţví ađ stćkka gullgeymslur peningaútgefenda, sem vel á minnst verđa fleiri en ríkisvaldiđ eitt. Betri agi í peningamálastjórn hefur ekki fundist í gjörvallri sögu peninga á ţessari jörđ.
Geir Ágústsson, 8.10.2009 kl. 13:53
...og leggja niđur Seđlabanka Íslands, vitaskuld.
Geir Ágústsson, 8.10.2009 kl. 13:54
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.