Ríkisábyrgð hér, ríkisábyrgð þar

Kristján Gunnarsson hefur rétt fyrir sér - tilraun seinustu tveggja áratuga mistókst. Það mistókst að vilja eiga kökuna en jafnframt borða hana. Það mistókst að aðskilja ríki og hagkerfi - bankar voru einkavæddir en skuldbindingar þeirra voru ríkisvæddar og -ábyrgðar (þótt regluverk ESB banni í raun slíkt).

Núna virðist næsta tilraun vera hefjast, og hún felst í því að ríkisvæða allt. Þetta er vel þekkt tilraun með vel þekktum niðurstöðum: Hækkandi skattar, fleiri haftir, vaxandi ríkisvald, minnkandi einkageiri. Henni lýkur fljótlega, í seinasta lagi við lok þessa kjörtímabils.

Tilraunin sem þá skal hefjast, að mínu mati, er algjör aðskilnaður ríkis og hagkerfis. Til þess þarf að leggja niður Seðlabanka Íslands fyrst og fremst. Hvort einhver nenni að gefa út íslenskar krónur eða ekki kemur svo bara í ljós. Íslendingar ættu að rifja upp árið 1922, þegar íslenska krónan stóð jafnfætis þeirri dönsku, og báðar á gullfæti, en slíkur fótur er einhver öflugasta vörn markaðarins gegn peningaprentun hins opinbera og annarra peningafalsara.

Tilraun ríkisábyrgðar á einkavæddum skuldbindingum hefur mistekist. Senn lýkur tilraun ríkisábyrgðar á öllu sem hreyfist. Eftir það má gjarnan hefjast tilraun einkavæðingar á bæði áhættu og gróða.


mbl.is „Tilraunin mistókst“ með herfilegum afleiðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband