Staðið við loforðin

Til hamingju, Ísland, með nýja vinstristjórn. Hún mun nú taka til hendinni við að skuldsetja ríkissjóð og skattgreiðendur á bólakaf og hækka skatta. Þessu hefur verið lofað og við það verður staðið.

 Þetta skrifaði ég um miðjan maí og sé að hið viðbúna verður bráðum raunin. Öllu nýlegri ummæli mín eru svo á þennan veg:

Er Ísland eitthvað nær því að komast út úr erfiðleikum sínum? Nú er hafinn landflótti, skattar eru hækkaðir, ekki er skorið niður í ríkisrekstrinum, gjaldmiðlahöft halda áfram að lama útflutningsgreinarnar og skuldabyrði landsmanna aukin með þjóðnýtingum á skuldbindingum fyrrverandi einkafyrirtækja. Hvenær á að segja stopp?

Stoppið virðist ætla að láta standa á sér. Stjórnarandstaðan er klofin og hrædd. Stjórnarliðar að vísu klofnir, en hafa engan áhuga á að missa völdin og standa því saman gegn öllum öðrum, þá sérstaklega skattgreiðendum. Þetta er einkennilegt ástand. 

Ríkisstjórnin hefur lofað að hækka skatta og herða tökin á bæði hagkerfi og samfélagi. Við þessi loforð verður staðið. Öll önnur loforð verða sett á hliðarlínuna. Þetta er mjög fyrirsjáanleg ríkisstjórn, og enginn þarf að láta sér bregða við eitt né neitt sem hún tekur sér fyrir hendur.

Hvenær á að segja stopp?


mbl.is Miklar skattahækkanir í farvatninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru reyndar þínir líkar sem bera höfuðábyrgð á ástandinu eins og það hefur verið síðasta ár. Mjög einföld spurning um orsakir og afleiðingar. En það er auðvitað miklu þægilegra að rausa yfir því síðarnefnda frekar heldur en að gera upp heiðarlega það fyrrnefnda.

En gott og vel, hvernig myndir þú mæta fjárlagahallanum?

hgsajllhasljk (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 09:06

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Herra nafnlaus,

"Mínir líkar" eru hverjir? Þeir sem tvöfölduðu útgjöld hins opinbera á innan við áratug? Gott og vel, lof mér þá að vera sá sem mæli með því að útgjöld ríkisins séu helminguð og færð til ársins 2003 til að byrja með. 

Eða munu "þínir" líkar finna leið til að skella skuldinni á alla aðra? Til hvers að vera við stjórnvölinn þegar maður varpar frá sér allri ábyrgð? 

Geir Ágústsson, 21.9.2009 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband