Eftirlits-Ísland stækkar

Netlögregla SJSEnn eflist Eftirlits-Ísland. Nú eru netmiðlar eins og amx.is, eyjan.is og pressan.is orðnir þyrnir í augum yfirvalda þegar fréttastofur útvarps- og sjónvarpsstöðvanna, auk dagblaðanna, voru loksins orðnar að einum halelúja-kór fyrir Eftirlits- og ESB-Íslandssinnana. Hina óþægu netmiðla þarf því að setja undir sérstakt eftirlit.

Ég tel að enginn eigi að láta þetta útspil koma sér á óvart. Bönnum er að fjölga, eftirlit er að aukast, skattar eru að hækka, ríkið er að sjúga að sér fleiri og fleiri verkefni og fyrirtæki og fjölga höftum og reglum á það fáa sem enn þrífst utan hins opinbera. Þetta er einfaldlega leiðin til ánauðar sem Hayek skrifaði um á tímum seinni heimstyrjaldar. Á þeim tíma var ástæða útþenslu ríkisvaldsins stríð við vopnaða óvini. Núna er það stríð við hinn frjálsa markað sem mjög ranglega fengið stöðu blórabögguls fyrir efnahagsástandinu í dag.


mbl.is Fjölmiðlastofa hafi eftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það styttist í netlögguna!

Offi (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 15:18

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Góður punktur. Uppfærði færsluna með mynd af vel þekktum ummælum SJS. Hann hafði að vísu bara klám í huga á þeim tíma, en nú virðist sem fjölmiðlar, blogg og annað slíkt sé líka á leið í eftirlit.

Geir Ágústsson, 25.9.2009 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband