Svona á að bregðast við þrengingum

Hvernig bregðast einstaklingar við þegar tekjur minnka? Þeir forgangsraða útgjöldunum, losa sig við sum, skera niður þar sem það er hægt, og reyna þannig að láta enda ná saman.

Hvernig mæla stjórnmálamenn með að einstaklingar bregðist við tekjuskerðingu? Þeir boða að fólk sýni aðhald og forgangsraði útgjöldum sínum með minna sukki og auknu aðhaldi.

En hvernig bregðast stjórnmálamenn svo við tekjuskerðingu hins opinbera? Þegar litið er til Alþingis þá er það með mjög takmörkuðum niðurskurði á sumum sviðum, en glórulausri eyðslu á sumum, og þess töfraráðs að sækja sífellt meira og meira og meira í tóma vasa sárþjáðra skattgreiðenda.

Reykjavíkurborg virðist ætla sýna gott fordæmi hér, með forgangsröðun, aðhaldi og niðurskurði í rekstri. Að vísu um bara lítil 6%, en ágætt engu að síður.


mbl.is Skatttekjur dragist saman um 2,5 milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband