Græðgi vs. áhætta - bæði þarf til

Hér vantar ekki stóru orðin. Hin svokallaða "nýfrjálshyggja" (sem enginn veit hvað er) sögð ástæðan fyrir hruni hins alþjóðlega fjármálakerfis. Fjármálafyrirtækin sögð hafa eyðilagt kapítalismann. Þegar stóru orðin eru ekki spöruð, þá er oftar en ekki góður tími til að anda rólega og grafa höfuðið úr sandinum.

Nú er til eitthvað sem heitir græðgi og annað sem heitir áhætta í viðskiptum. Oftar en ekki er drifkraftur græðginnar að reyna auka hagnað og bæta afkomu sína eða fyrirtækis síns. Við það er nákvæmlega ekkert að athuga. Menn mega kaupa hvaða lottómiða eða hlutabréf sem er fyrir eigið fé, og gíra sig upp svo lengi sem einhver er tilbúinn að fjármagna slíkt, þá einnig með eigin fé. Við tökum öll áhættu af einhverju tagi í von um að bæta hag okkar, en stærð áhættunar er svo vitaskuld fólgin í því hversu miklu við erum tilbúin að leggja undir.

Græðgi og áhættusækni eru, í stuttu máli, tvö lóð sem vega upp á móti hvort öðru. Þeir sem vilja græða mikið eru "stilltir af" af óttanum við að tapa vegna of mikillar áhættu. 

Snúum okkur nú að bankakerfinu. Það er baðað í því versta sem hægt er að baða nokkurn rekstur í: Ríkisábyrgð. Ríkisábyrgðin virkar þannig að gróði vegna áhættu er einkavæddur, en tapið þjóðnýtt. Það er ekki erfitt að gera sér í hugarlund hvaða áhrif slíkt hefur á áhættusækni. Þessu átta sig ekki allir á, að því er virðist. 

Hvers vegna er ríkisábyrgð á bankastarfsemi? Fyrir því eru sögulegar ástæður, sem hvorki eru hagfræðilegar né skynsamlegar. Þessa ríkisábyrgð þarf að afnema hið fyrsta, og um leið seðlabankastarfsemi, einokun ríkisins á peningaútgáfu og opinbera blástimplun á fjármálafyrirtækjum (í skjóli ríkisábyrgðar). 


mbl.is Þeir eyðilögðu kapítalismann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Jón

Minn skilningur á nýfrjálshyggju er að beita öllum brögðum (sérstaklega lagaklækjum) til að hirða gróðann án þess að taka neina persónulega áhættu - ein leið er vissulega að þjóðnýta tapið. Vandamálin stafa einmitt af því að menn voru ekki að kaupa lottómiða fyrir eigið fé, heldur lánsfé sem ekki þurfti að endurgreiða.

Sjúklega háar arðgreiðslur og bónusar, skuldsettar yfirtökur (sem hreinsa eignir úr fyrirtækum og setja skelina á hausinn með skuldunum), einkahlutafélög sem hægt er að setja á hausinn án persónulegrar ábyrgðar eru öll dæmi um þessa sömu "nýfrjálshyggju". 800 milljóna skuld Bjarna Ármanns sem hann nennir ekki að borga og 312 milljarða gjaldþrot Baugs kemur ríkisábyrgð bankanna sáralítið við - þó vissulega lendi tapið á aðaleiganda bankanna, ríkinu.

Einar Jón, 12.9.2009 kl. 09:34

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þinn skilning á "nýfrjálshyggju" mætti þá alveg eins kalla "andfrjálshyggju", enda er þessi stefna einn á móti frjálshyggju. Kapítalistar fagna áhættusækni fyrir eigið fé, og vilja endilega að slíkt borgi sig fyrir snjalla og framsækna og framsýna fjárfesta, en fagna sömuleiðis því að gjaldþrota fyrirtæki fari sem hraðast á hausinn og hætti að draga að sér fé sem á heima annars staðar.

Hin gríðarlega mikla gírun sem átti sér stað bæði á Íslandi og um allan heim hefði aldrei verið möguleg án ríkisábyrgðar eða trúnni á að hún væri til staðar (sem sýnir sig að hafa oftar en ekki reynst vera rétt trú). Ríkisábyrgð veitti bönkum gríðarlega hátt lánstraust, og "ókeypis" peningur streymdi frá seðlabönkum heims og til þeirra, og frá þeim í allar áttir. Peningur sem var prentaður í miklu magni um allan heim til að halda fyrri bólum frá því að springa. En bólur springa á endanum, og seinasta bóla er ekki enn sprungin t.d. í Bandaríkjunum.

Geir Ágústsson, 13.9.2009 kl. 22:36

3 Smámynd: Einar Jón

Einkafélags/ekki-persónuleg ábyrgð hefur líka kostað okkur hundruðir milljarða.

Eru útráravíkingarnir, bankamennirnir og allir sem fengu kúlulán semsagt "andfrjálshyggjumenn" og kommúnistar? Verða hörðustu frjálshyggjumenn að að "andfrjálshyggjumönnum" um leið og fyrsta kennitöluflakkið verður að veruleika?

Þetta er bara ein aðferð til að að skara eld að sinni köku (skítt með alla aðra) sem frjálshyggjan lofaði allt fram að hruni. Er þér stætt á að afneita því svona gjörsamlega?

Einar Jón, 14.9.2009 kl. 03:06

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Er einfaldlega að segja að það dettur engum kapítalista eða frjálshyggjumanni í hug að kenna hugmyndafræði sína við ríkisábyrgðir af áhættusækni. Þeir voru líka margir sem héldu að engin slík ríkisábyrgð væri til - t.d. að búið væri að koma upp öllum fínu tryggingakerfum Brussel fyrir innistæðueigendur, tryggja sjálfstæði Seðlabankans (t.d. frá því að hlaupa undir bagga þegar framkvæmdarvaldið krefði), og svona má lengi telja.

Það er alveg allt í lagi að verða moldríkur á áhættusækni, og hluthafar virtust ekki sjá annað en gull og græna skóga og sáu milljarðabónusana renna til hinna miklu forstjóravíkinga. En það á þá að vera á reikning þessara sem gjaldþrotin lentu á. 

Tilgangur seðlabankastarfsemi er að "efla traust" á bankakerfinu með því að hafa einhvers konar "þrautalánara" sem getur alltaf prentað upp mismuninn. Kannski að þetta kerfi beri nú að endurskoða eftir 100 ára hörmungarsögu, nú eða kasta á haugana, og taka upp öllu vænlegra kerfi frelsis á peningamarkaði, þar sem fölsun er refsiverð og bankar eru véfengdir eins og hver önnur fyrirtæki.

Geir Ágústsson, 15.9.2009 kl. 13:11

5 Smámynd: Einar Jón

Ég var búinn að gleyma þessari bloggfærslu...

Þú talar um ríkisábyrgð eins og biluð plata, en það er bara brot af "einkavæða gróðann, ríkisvæða tapið" möntrunni, eins og ég benti á.

Svo mætti kannski benda þér á no true Scotchman rökvilluna. Geturðu nefnt 3 íslenska "sanna frjálshyggjumenn" (þ.e. milla og/eða útrásarvíkinga sem auðguðust á "áhættusækni með eigin fé" án þess að "einkavæða gróðann, ríkisvæða tapið" - t.d. setja skuldugt hlutafélag í gjaldþrot eftir að hafa komið eignum undan eða álíka trix)?

Einar Jón, 19.9.2009 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband