Hvað með mínar skuldir?

Þá varð Alþingi loks einhuga um að henda íslenskum skattgreiðendum ofan í hyldýpi skuldbindinga einkafyrirtækis í útlöndum. "Glæsileg niðurstaða" er enn og aftur hrópað. Enginn lögfræðingur fékk að reyna á málstað Íslendinga fyrir dómstólum. Sjálfum lagatexta Evrópusambandsins, sem kveður á um að ríki geti ekki ábyrgst skuldbindingar vegna innistæða hjá banka, er sópað til hliðar. Af hverju? Því það er metið sem svo að innlimun Íslands í Evrópusambandið gangi greiðar fyrir sig með þæga Breta og Hollendinga til að eiga við.

Gott og vel. En hvað með mínar skuldir og skuldbindingar? Nú er ég að vísu ekki vel tengdur í pólitík, og á fáa vini inni á Alþingi, en það sakar ekki að spyrja: Ætlar íslenska ríkið ekki að ábyrgjast mínar skuldbindingar líka? Ég er einstaklingur, með eigin kennitölu, og hef alveg nóg af skuldum sem ég get ekki bara ákveðið að vanrækja án afleiðinga. Með nýjasta útspili Alþingis er komið fordæmi fyrir því að ég geti

  • safnað skuldum
  • vanrækt afborganir
  • fengið stóran bónus
  • skipt um kennitölu og byrjað upp á nýtt

Eða hví ekki það?


mbl.is „Góð lending fyrir Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband