Skattgreiðendur og atvinnubótarvinna

Vitur maður sagði eitt sinn að munurinn á góðum og slæmum hagfræðingi væri sá að sá slæmi hugleiddi bara sýnilegar afleiðingar ákveðinna aðgerða, á meðan sá góði sér fyrir sér neikvæðar afleiðingar þess sýnilega og getur ímyndað sér allt hið góða sem varð ekkert úr, vegna tiltekinnar aðgerðar.

Dæmi: Ríkisvaldið byggir brú. Brúarsmíðin veitir mörgum vinnu þegar á henni stendur. Brúin rís tignarlega upp úr landslagi sínu og ráðamennirnir sem börðust fyrir smíði hennar geta bent á hana og sagt: "Núna getur fólk ferðast yfir þessa á, vegna aðgerða sem ég barðist fyrir."

En um leið og fé var tekið af skattgreiðendum og fyrirtækjum gerðist nokkuð annað: Ýmsar fjárfestingar og ýmiskonar neysla datt dautt til jarðar. 

Störf, greidd af hinu opinbera, og fjármögnuð með skattheimtu eru annað dæmi um eitthvað sem hefur sýnilegan árangur strax, en neikvæðar og skaðlegar afleiðingar þegar skyggnst er undir yfirborðið. Fé er tekið úr vösum skattgreiðenda og fyrirtækja og sett í hendurnar á fólki sem þá fær störf, en á kostnað alls þess sem féð hefði annars verið notað til. 

Nú getur vel verið að einhverjum finnist að hið opinbera eigi að ráðstafa fé fólks til að búa til flottar og áberandi fyrirsagnir. Ég er ekki einn af þeim.

 


mbl.is Tæplega 140 störf í gegnum Starfsorku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband