Blóðbað á kostnað skattgreiðenda

Heldur fólk að "gjaldeyrishöft" séu bara einhver tilskipun frá forsætisráðuneytinu? Heldur fólk að það að viðhalda þeim sé bara spurning um að taka pólitíska ákvörðun um slíkt?

Think again.

Seðlabanki Íslands er á hverjum degi að sprauta gjaldeyrisforða sínum á eftir niðurgreiðslum á íslenskri krónu. Þessi gjaldeyrisforði er tekinn að láni. Í hvert skipti sem 24 íslenskum krónum er skipt fyrir eina danska krónu (svo dæmi sé tekið), þá hellist erlendur gjaldeyrir sem svarar til 18 íslenskra króna á markaðsgengi út úr gjaldeyrisforða landsins (útlendingar vilja fá um 42 íslenskar krónur fyrir hverja danska - spurðu yahoo). 

Þessi gjaldeyrishöft eru skattgreiðslur framtíðar. 

Að halda á lífi skuldbindingum og ábyrgðum gjaldþrota banka er skattur til framtíðar. Að halda þessum bönkum frá gjaldþrotaskiptum er misskilin pólitísk góðmennska.

Það kæmi mér ekkert á óvart ef heiðarlegt fólk myndi í auknum mæli byrja að líta til svarta markaðarins þegar kemur að því að afla tekna og lífsnauðsynja. Kæmi það einhverjum á óvart?


mbl.is Gjaldeyrishöft hugsanlega nokkur ár í viðbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Þetta er hárrétt athugað, Geir. Niðurgreiðslur Seðlabankans á gjaldeyri út úr landi halda grimmt áfram á meðan höftin eru. Skattgreiðendur (við fáu sem erum eftir) halda áfram að borga mismun gengisins þar til höftunum verður aflétt.

Ívar Pálsson, 14.7.2009 kl. 22:03

2 Smámynd: Einar Jón

Yahoo er því miður að ljúga að þér, en restin er hárrétt athuguð.

Dagsgengi ISK á Yahoo og Google er oft margfalt, en ef  maður skoðar graf yfir lengri tíma sést að þetta er bull gildi fyrir bull gjaldmiðil. Þetta "verðbólguskot" dagsins á sér enga stoð í raunveruleikanum.

Graf yfir lengri tíma: http://www.google.com/finance?q=DKKISK

Mæli með XE til að fá rétt gildi á íslensku krónunni.

Einar Jón, 17.7.2009 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband