Ríkiđ brýtur öll lög og allar reglur

Vínbúđin auglýsir Nú veit ég ađ áfengislöggjöf Íslands (eđa ólög öllu heldur) eru ekki heitasta máliđ í dag, en ef til vill má sjá auglýsingaherferđ Vínbúđar ríkisvaldsins í stćrra samhengi en blasir viđ í fyrstu.

Vínbúđin keyrir nú auglýsingaherferđ til ađ auglýsa heimsendingarţjónustu sína á vefverslun sinni. Ţćgindin í fyrirrúmi ekki satt? Jú vissulega. Ađgengi ađ áfengi hefur aldrei veriđ betra, né heldur úrvaliđ ţegar flakkađ er um heimasíđu Vínbúđarinnar. Nóg úrval, allskyns dómar um hinar og ţessar tegundir, og auđvelt ađ setja saman hagstćđa innkaupakörfu eftir smekk og fjárráđum hvers og eins. Og fá heimsent.

Í áfengislögum segir:

20. gr. Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannađar. Enn fremur er bannađ ađ sýna neyslu eđa hvers konar ađra međferđ áfengis í auglýsingum eđa upplýsingum um annars konar vöru eđa ţjónustu.
Međ auglýsingu er átt viđ hvers konar tilkynningar til almennings vegna markađssetningar ţar sem sýndar eru í máli eđa myndum áfengistegundir eđa atriđi tengd áfengisneyslu, svo sem áfengisvöruheiti eđa auđkenni, eftirlíkingar af áfengisvarningi, spjöld eđa annar svipađur búnađur, útstillingar, dreifing prentađs máls og vörusýnishorna og ţess háttar.
Banniđ tekur međ sama hćtti til auglýsinga sem eingöngu fela í sér firmanafn og/eđa firmamerki áfengisframleiđanda. Ţó er framleiđanda sem auk áfengis framleiđir ađrar drykkjarvörur heimilt ađ nota firmanafn eđa merki í tengslum viđ auglýsingu ţeirra drykkja, enda megi augljóst vera ađ um óáfenga drykki sé ađ rćđa í skilningi laganna og ekki vísađ til hinnar áfengu framleiđslu.

Einhverjar undanţágur eru tilgreindar, en ég sé ekki hvernig ţćr bjarga Vínbúđinni, međ litríkri og ađgengilegri heimasíđu sinni, auk óbeinna auglýsinga á henni, geti skotiđ sér undan ţví ađ hafa framiđ lögbrot, ítrekađ, og fremur enn. Ţađ má ekki einu sinni fćra fram umfjöllun um neyslu eđa "hvers konar ađra međferđ áfengis" án ţess ađ brjóta áfengisólögin.

Ţegar máliđ er skođađ í stćrra samhengi ţá ţykir mér ljóst ađ hér brjóti ríkisvaldiđ eigin lög, og ţađ međ glćsibrag. Ţetta virđist vera gegnumgangandi ţema hjá hinu opinbera. Norskur seđlabankastjóri er ráđinn í trássi viđ sjálfa stjórnarskránna. Upplýsingum er varđa ţingmál er haldiđ leyndum fyrir ţingmönnum. Ţjóđnýttar ritfangaverslanir, svo ekki sé talađ um ţćr sem ríkiđ beinlínis stofnađi, á og rekur, keppa viđ ţćr einkareknu, sennileg í stórkostlegu trássi viđ samkeppnislög svokölluđ. Ráđherrar ljúga úr rćđustóli Alţingis. Listinn er langur, og engan veginn tćmandi.

Lexían? Ef ríkiđ sjálft getur ekki framfylgt eigin lögum, er ţá ekki best ađ afnema ţau lög, og leyfa öđrum ađ vera memm? Ţađ getur varla veriđ verra en hinn óţolandi tvískinnungur sem nú viđgegnst.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Já, áttu nokkuđ til smyglađ eđa heimabruggađ áfengi? Ţađ vćri leiđinlegt ađ styrkja Vínbúđina í ţessum lögbrotum sínum.

Geir Ágústsson, 15.7.2009 kl. 17:04

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband