Álit aðallögfræðings Seðlabankans ekki velkomið

Nú þegar ríkisstjórn Íslands vill taka pólitíska ákvörðun um að samþykkja skuldbindingar umfram það sem kveðið er á í tilskipun Evrópusambandsins og íslenskum lögum um tryggingar innistæða, þá virðist ekki mega gagnrýna þá pólitísku ákvörðun án þess að vera stimplaður skósveinn fyrrverandi seðlabankastjóra, eða svo sýnist mér.

Álit þessa lögfræðings virðist vera óvelkomið í máli því bréfsefnið er ekki merkt Seðlabanka Íslands. Gott og vel. Þessi lögfræðingur ætti e.t.v. að hætta að reyna tala við ríkisstjórnina beint, og einbeita sér að blaðaskrifum, úr því ekki er hlustað á viðkomandi í utanríkismálanefnd. 

Einu sinni tjáði sig maður nokkur, þingmaður og nú ráðherra, sem "líffræðingur" en ekki vel tengdur pólitíkus í valdamikilli stöðu innan stjórnsýslunnar. Sá maður hafði í hótunum sem auðveldlega mátti skilja sem svo að ríkisvaldinu ætti að siga á ónefnt fyrirtæki eða einstaklinga. Sá maður situr núna í ríkisstjórn sem hefur engan áhuga á áliti lögfræðings sem starfar hjá Seðlabanka Íslands á einhverjum mestu umrótartímum íslensks fjármálalífs nokkurn tímann. Af því viðkomandi er að segja sitt álit. Já, en ekki álit hvers?

Ekki sama Jón og séra Jón.


mbl.is Ekki formleg umsögn Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Árni heldur auðvitað að Davíð Oddsson hafi átt Seðlabankann eins og Árni taldi sig eiga Faxaflóahafnir. Þarna er hann auðvitað að segja við lögfræðinga bankans ´´mældu rétt strákur´´.

Einar Guðjónsson, 14.7.2009 kl. 10:22

2 identicon

Með "líffræðingur" áttu Þá ekki við að það er ekki sama Össur og séra Össur....

Magnús (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 11:06

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Steinrímur J. eða „what's here name“ forsætisráðherrann leituðu ekki einu sinni álits lögfræðinga Seðlabankans á Icesave „samningnum“ sem þau létu Svavar skrifa undir. Þau sendu heldur ekki samninginn til lögfræðideildar Seðlabankans fyrir undirskrift!

Loksins núna þegar lögfræðingarnir hafa náð að kynna sér efnið til hlítar og Alþingi krefst umsagnar, þá segir ríkisstjórnin álitið lykta af pólitík! Síðan er reynt að gera lítið úr lögfræðingunum, sem fengu ekki að vera með í Svavars klúðrinu, heldur einungis maður úr markaðsdeild Seðlabankans!

Ívar Pálsson, 14.7.2009 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband