Verðhjöðnun er góð

Fréttamaður ætti að láta eiga sig að leika hagfræðing. Hann segir:

Verðhjöðnun getur hamlað hagvexti vegna þess að hún dregur úr hagnaði fyrirtækja og fjárfestingum. Einnig leiðir hún til þess, að neytendur reyna að fresta kaupum á neysluvörum í von um að verð lækki enn frekar.  

Ég skal alveg gefa fréttamanni það að hann er einfaldlega að apa upp hið "viðtekna", þótt það sé rangt.

Hef ekki langan tíma núna og læt mér því nægja að vísa í lesefni - sjá hér.

In a free market, the rising purchasing power of money, i.e., declining prices, is the mechanism that makes the great variety of goods produced accessible to many people. It does not make much sense to be concerned about falling prices.


mbl.is Áfram verðhjöðnun í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En ánægjulegt að sjá að til eru menn, aðrir en ég, á moggablogginu sem eru að lesa fræði Hayek, Mises og fleiri.

Stefán Þ. (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 11:02

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Stefán P.,

Segjum tveir!

Annars þarf engan Hayek til að benda á að hlutir eins og tölvur hafa hrunið í verði undanfarin áratug eða svo, samtímis með að það er hagnaður í að framleiða tölvur, og þrátt fyrir að seðlabankar um allan heim hafi rýrt alla gjaldmiðla í kaupmætti með fjöldaframleiðslu. Tölvur hafa því "synt á móti straumnum" og tekist að hrapa í verð.

Hvað ætli blaðamanni finnist um þetta?

Geir Ágústsson, 9.7.2009 kl. 12:08

3 identicon

Þessi blaðamaður hefur augljóslega aldrei keypt sér tölvu eða farsíma, hann er alltaf að bíða eftir því að verðið lækkar.

Ingi Gauti (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband