Málsvörn Íslands: Tilskipun ESB

Sjá seinustu færslu á þessari síðu um tilskipana- og lagalegar ástæður þess að íslenskir skattgreiðendur skulda breskum og hollenskum innistæðueigendum ekki krónu með gati.

Fyrirhugaðri málsókn hollenskra innistæðueigenda verður væntanlega auðvelt að hrinda, gefið að einhver íslenskur lögfræðingur kynni sér tilskipun ESB frá 1994 um tryggingarfyrirkomuleg innistæða, og íslensk lög frá 1999.

"Samninganefnd" Íslands í Icesave-málinu hefði haft gott af því að kynna sér tilskipanir ESB og íslensk lög um tryggingar innistæða. Kannski niðurstaða "samningaviðræðnanna" hefði þá ekki verið sú að lúffa í einu og öllu fyrir öllum kröfum Breta, án hiks, og skuldsetja Ísland á bólakaf til næstu áratuga.


mbl.is Hollensk stjórnvöld afneita afskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málið snýst reyndar ekki í þessu tilviki um innistæðutryggingarsjóð, heldur mismunun viðskiptavina eftir þjóðerni. Hollensk stjórnvöld greiddu innistæðueigendum inneignir upp að 100.000€ að frádregnum innistæðutryggingum (sem þeir ætlast til að Íslendingar greiði). Íslensk stjórnvöld greiddu íslenskum innistæðueigendum Landsbankans aftur á móti allar inneignir og það segja þessir viðskiptavinir bankans að sé ólögleg mismunun. Ekki veit ég hvort þessi rök haldi fyrir dómstólum, en það þýðir víst lítið að heimta í einu orðinu að mál sé lagt fyrir dómstóla til að skera úr um réttaróvissu og hrópa í hinu að ekki verði greidd króna með gati.

Pétur (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 17:54

2 Smámynd: Sigurgeir Gíslason

Ég er ekki sammála því að um að viðskiptavinum sé mismunað eftir þjóðerni, þar sem allra þjóða kvikindi hafa fengið/geta fengið allar innistæður sínar svo framarlega sem að þeir hafi sitt útibú á íslandi. Hér er því ekki um þjóðernislega mismunun að ræða, heldur landfræðilegrar. Var það ekki það sama sem Bretar voru að gera gagnvart nágrönnum sínum í Guernsey?

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/10/24/guernseybuar_osattir_vid_breta/

Sigurgeir Gíslason, 8.7.2009 kl. 20:26

3 identicon

Þetta er því miður ekki spurning um það sem þér finnst, Sigurgeir. Bankar sem eru skráðir á Guernsey eða Isle of Man falla ekki undir breska ábyrgð, því að þessi svæði eru ekki hluti af breska ríkinu, heldur sjálfstjórnarhéruð undir drottningu. Viðskiptavinir Kaupþings á Guernsey voru því ekki tryggðir af berksa kerfinu -- og ekki heldur hinu íslenska. Landsbankinn starfaði á Bretlandi sem íslenskur banki og því var hann undir íslensku eftirliti og laut íslenskri ábyrgð. Það er ekki þjóðerni viðskiptavinanna sem skiptir máli hér heldur heimaþing bankanna og fyrir það líða nú viðskiptavinir útibúa íslenskra banka sem voru skráðir á Guernsey.

Pétur (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 22:23

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Pétur,

Íslensk stjórvöld eiga vitaskuld að leita réttar síns og láta reyna á orðalag ESB tilskipunarinnar til að forðast skuldafangelsi allra Íslendinga næstu áratugi.

Hvernig í ósköpunum lestu út úr mínum skrifum að ég sé á einhvern hátt á móti lögsókn Hollendingana? Þeir telja sig vera leitar réttar síns, og ég held því fram að hann sé enginn, og að því verði um létta lagavörn að ræða.

Minni svo á að samkvæmt lögum nr. 98 frá 1999, þá er "íslensk ábyrgð" ekkert annað en aðild að Tryggingasjóði innistæða í gegnum aðild banka síns að sjóðnum. Íslenskir skattgreiðendur sem ábyrgðaraðilar innistæða er pólitísk uppfinning.

Geir Ágústsson, 9.7.2009 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband