Áhersla á hraða umræðu?

Árum saman hefur Samfylkingin talað um að á Íslandi vantaði "umræðu" í þjóðfélaginu um ESB - að með "umræðu" tækist að fá þá sem vilja ekki að Ísland gangi í ESB til að skipta um skoðun. Að þeir sem væru andsnúnir aðild Íslands að ESB væru það einfaldlega vegna þess að þeir hefðu ekki rætt málið við neinn - væru bara búnir að skella í lás án þess að hafa allar staðreyndir á hreinu.

Gott og vel. Hvað gerist svo þegar Samfylkingin er komin í ríkisstjórn? Hún setur þingheimi fyrir lokadagsetningu á alla umræðu!

Auðvitað getur Samfylkingin gert þetta, því svo virðist sem þingmenn VG ætli að kyngja landsfundaráliti sínu um ESB-aðild ótuggðu niður til að sprengja ekki hina langþráðu vinstristjórn í loft upp. Þeir sem sögðu að Framsóknarflokkurinn hefði verið þægilegur samstarfsflokkur fyrir Sjálfstæðismenn ættu að tjá sig núna! Framsókn gortaði sig a.m.k. aldrei af "stefnufesti" eða "málefnalegum heilindum" eða öðru slíku. Framsókn tók hvert mál fyrir sig, vó og mat í pólitísku umhverfi hverju sinni, og tók síðan ákvörðun. Ekki uppáhaldsaðferðafræði mín, en aðferðafræði sem VG virðist hafa vanið sig á mjög hratt.

Það verður engin aukin áhersla á "umræðu" og "vilja þjóðarinnar" í málefnameðferð núverandi ríkisstjórnar. Það verður og hefur verið aukin áhersla á að knýja fram vilja ráðherra og þvinga einstaka þingmenn til að kjósa tafarlaust fyrir vilja þeirra. Sama hvað hver segir.


mbl.is ESB-umræða heldur áfram á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband