Grísirnir teknir af spenanum

Flestir nema menningar-snobb-elíta landsins virðist skilja að allir sjóðir á Íslandi eru tómir. Þegar kemur að rekstri safna, leikhúsa, tónlistarhúsa og annarrar slíkrar starfsemi er ríflegt pláss til hagræðingar og niðurskurðar. Já, svona rétt eins og gildir um fyrirtæki á Íslandi almennt sem hafa þanist út í bólunni og þurfa nú að aðlagast nýjum aðstæðum.

"En þá hrynur menning á Íslandi" kveinar þá einhver listamaðurinn á ríkisspena. Ónei, það gerir hún ekki. Það vantar nefnilega ekki áhuga á menningu ýmis konar hjá mörgum Íslendingum. Þeir sem hafa slíkan áhuga eiga vitaskuld að greiða fyrir hann sjálfir, og láta sárþjáða skattgreiðendur í friði.


mbl.is Óperan undir Þjóðleikhúsið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á þá ekki að hætta að styrkja íþróttir, þar er jú einmitt verið að henda stórfé í hyldýpi spillingar íþróttamafíunnar ...

Örvar Már Kristinsson (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 14:17

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæl öll,

Einstaklingar á Íslandi í dag hafa ekki efni á því að niðurgreiða menningarstarfsemi sem aðrir en þeir sjálfir njóta. Hrópið eins hátt og þið viljið, og já endilega málið heimsendaspá á þetta athugasemdakerfi, en þetta er ískaldur raunveruleikinn.

Geir Ágústsson, 25.6.2009 kl. 15:17

3 identicon

Já, rétt.

Þú misstir samt af aðalfréttinni... þegar englabossinn Júlíus Vífill Ingvarsson var að réttlæta milljarðana sem fara í tónlistarhúsið.

Hann tryggði annaðhvort að hann fær eina útstrikun í næstu borgarstjórnarkosningum, eða eitt færra atkvæði. Síðari kosturinn er líklegri.

Ástandið hérna hvetur mann ískyggilega til að fara að leita útfyrir landsteinana. Ég er orðinn þungur yfir framtíðarhorfunum hérna á landi.

Þrándur (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 16:54

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Sigga,

Þú veist mætavel að sú tegund menningar sem ríkið niðurgreiður er bara áhugamál hjá hluta skattgreiðenda. Aðrir kjósa frekar neyslu menningar sem ríkið hefur ekki blessað með fé skattgreiðenda, hvort sem það eru bíóferðir, tónleikar á Gauk á Stöng, áhugamannaleikhús, graffiti, og svona má lengi telja.

Þú virðist telja að sú menning sem nýtur ríkisstyrkja í dag muni ekki eiga sér langa lífdaga án slíkra styrkja. Ég er ekki svo svartsýnn. Þvert á móti þá mun afnám styrkja sennilega vekja upp samkeppnisandann í listaspírum sem áður lifðu á skattgreiðendum.

Það er alveg ljómandi að þú persónulega ert hlynnt því að skattgreiðendur niðurgreiði ákveðna tegund menningar. Láttu þér hins vegar ekki detta í hug að tala fyrir hönd annarra en þín og eingöngu þín.

Þrándur,

Júlíus á heima í Samfylkingunni, nema hún og Nýji-Sjálfstæðisflokkurinn séu loks orðnir einn og hinn sami?

Geir Ágústsson, 26.6.2009 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband