Hví ekki innan kjörtímabilsins?

Það er gott að sjá Jóhönnu Sigurðardóttur lýsa því yfir að ríkið eigi ekki að eiga bankana "deginum lengur" en "nauðsyn krefur". Sá dagur er að vísu í dag, og í gær, og í fyrradag, því ríkið hefði aldrei átt að þjóðnýta þá á sínum tíma, með þeim afleiðingum að skuldbindingar þeirra hafa sennilega verið þjóðnýttar í leiðinni, sem til lengri tíma litið mun skaða miklu fleiri Íslendinga miklu lengur en 2-3 vikur af hreinsun markaðar af gjaldþrota skuldbindingum, með tilheyrandi aðlögun fyrir eigendur og viðskiptavini bankanna.

Af hverju allt á næsta kjörtímabili? 

Hvað um það, Jóhanna nefnir 5 ár sem einhvers konar sólseturstímasetningu á ríkiseigu bankanna. Um daginn var sett 40 ára gróðurhúsalofttegundalosunarmarkmið. Icesave-samningurinn er með eitthvað 8 ára ákvæði á upphafi afborgana Íslendinga á skuldbindingum Landsbankans í Bretlandi. Allt virðist svo heppilega hoppa út fyrir kjörtímabil stjórnarinnar. Tilviljun?

Engan 'lánveitanda til þrautavara' takk

Hvað um það, bankana á vitaskuld að einkavæða í hvelli, og gjaldþrota eignasöfn eiga að fá að leysast upp. Gjaldþrot eru jafnmikilvægur hluti hins frjálsa markaðar og hagnaður. Einkavæddir bankar eiga aldrei aftur að fá að starfa í skjóli ríkisábyrgðar. Það er ríkisábyrgðin sem skapaði þann "moral hazarad" sem á endanum steypti íslensku bönkunum (flestum þeirra) niður í hyldýpi áhættusækni. Gróðinn var einkavæddur, en tapið þjóðnýtt. Slíkur er máttur ríkisábyrgðarinnar. Aldrei svoleiðis aftur!


mbl.is Bankar einkavæddir innan 5 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverjir eiga að kaupa???

Eiga kommar einhverja peninga?

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 14:05

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Bankarnir eru gjaldþrota og þá á að færa til gjaldþrotaskipta. Arðbærar einingar eru seldar (MP banki vildi t.d. kaupa netbanka SPRON) en óarðbærar leystar upp.  

Eða af hverju eiga að gilda önnur lögmál hér en með t.d. verktakafyrirtæki sem fara á hausinn vegna of mikillar skuldsetningar og of lítilla tekna?

Geir Ágústsson, 23.6.2009 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband