Hvar er sjálfsvirðingin?

Á nú enn aftur að mótmæla með því að sökkva sér niður á plan óláta, röskun á starfsfriði Alþingis og hrópum og köllum? Er ekki lengur til neitt sem heitir friðsamleg mótmæli?

Nú er ég alveg jafnreiður eða jafnvel reiðari en næsti maður yfir því að Íslendingum hafi, mótmæla- og dómsmálalaust, verið steypt út í skuldsetningu sem dugir mannsævi okkar flestra, og það á alveg bandvitlausum efnahagslegum forsendum, og alveg án þess að kanna réttarstöðu ríkisins fyrir dómstólum. Þeirri ákvörðun stjórnvalda á að mótmæla með öllum tiltækum, en friðsamlegum ráðum.  Nógu lítið tekst ríkisstjórninni að gera og gera það rétt með starfsfrið á Alþingi. Varla er ábætandi að raska nú ró Alþingis.

"Búsáhaldsbyltingin" var skipulagður áróður, skrílslæti og vitleysugangur. Sumir vilja jafnvel tala um valdarán forseta Íslands og vinstrivina hans á Alþingi. Skrílslæti hvort sem það stenst eða ekki. Ef Icesave-mótmælin ætla að þróast á svipaðan veg þá vil ég ekkert hafa með þau að gera, og mótmæli aðgerðum stjórnvalda þar með öðrum ráðum. Til dæmis notkun pennans. Pönnur eiga að notast til eldamennsku.

Sem aukaathugasemd: Mér finnst það vera pólitískt snilldar- og klækjabragð að fresta fyrstu afborgunum vegna Icesave fram til þarnæstu ríkisstjórnar þegar bæði Jóhanna og Steingrímur verða væntanlega komin í pólitíska gröf. Snilldar- og klækjabragð eins og það að setja sér "losunarmarkmið" á ákveðnum sameindum 10 ríkisstjórnir fram í tímann þegar flestir núsitjandi ráðherra verða hreinlega komnir í kirkjugarðsgröf.


mbl.is Berja í búsháhöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mig langar bara að segja að mér finnst færslan hjá þér í hróplegu ósamræmi við höfundarlýsinganna! Eru þetta ekki friðsamleg mómæli fólks eða hvað? Eða ertu að grínast með fólk?

Og kallar þá skríl! Ég áskil mér allan rét til að staðhæfa að þú veist lítið hvað sjálfsvirðing er...

Kv,

Óskar, einn af skrílnum...

Óskar Arnórsson, 8.6.2009 kl. 16:06

2 identicon

hahaha er þetta Stockholm syndrome hjá þér, ég hef ekki séð heimskulegri póst lengi :)

DoctorE (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 16:07

3 identicon

Hvar á að setja mörkin ?  Ef við horfum til nágrannalanda okkar, þá eru mótmælin hér hálfgert "kurteisishjal" 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 16:13

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Er þetta til mín eða h0fundar DoctorE? 'eg bý nefnilega í Stocholmi. Er ekki annars notað á bloggi, "pistill (höfundur) og komment? Skil ekki kommentið þitt Dr.E..

Óskar Arnórsson, 8.6.2009 kl. 16:15

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Nújæja ef þið segið mér að þetta séu friðsamleg mótmæli sem felast ekki í því að trufla störf Alþingis þá skal ég með mikilli ánægju draga stórar fullyrðingar um annað til baka.

Geir Ágústsson, 8.6.2009 kl. 16:32

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvaða störf Alþingis og truflanir ertu að tala um Geir? Ég hef orðið vitni að friðsamlegum mótmælum þar sem forsætisráðherum var steypt af stóli af íbúim landsins.

Fyrra skiptið var einn maðður skotin til bana og einn lögreglumaður. Seinna skiptið dó að vísu fleiri þar sem óeirðalögregla varð hrædd. Bæði þessi mótmæli voru samt í heildina tiltölulega friðsamleg. Fyrri Forsætisráðherra sem var sakaður af þjóðinni sem kaus hann til valda, um spillingu og geðþóttaákvarðanir, er nú eftirlýstur af Interpol. Þetta var í Tælandi. Landi eina mest friðsama lands í Asíu.

Eitt dæmi í frá Svíþjóð þegar Mona Shalin var á leiðinni að verða forsætisráðherra á eftir Göran Person, varð henni á að nota kort frá Ríkinu og keypti súkkulaði (Toblerone) og einhver leikföng handa börnum sínum. Það fór allt á annan endan.

Þetta endaði með að hún var frá stjórnmálum í 6 eða 7 ár. Annars hef ég ekki búið á Íslandi síðan 1988, fyrir utan tæp 3 ár á Íslandi og var með í öllum þessum hamagangi. Eina ástæðan fyrir veru minni þar, var að fylgja móður minni síðasta spölinn í hennar lífi.

Ég kann lítið um stjórnmál. Enn þess meira um glæpamæal eftir að hafa unnið með lögreglu í ýmsum löndum, í fangelsum með fanga, og með fanga utan þess.

Í alvöru lýðræðisríkjum eru Mafíur "underground" starfsemi. Enn á Íslandi stendur þetta á haus. Þar eru virkilegar Mafíuklíkur í Ríkisstjórn, mikilvægum embættum og eru enn í bönkum landsins.

Sumar klíkurnar vinna saman og aðrar á móti hver annari. Þeir eru í "munstri" og atferli eins og unglingahópar sem eru oft misjafnlega mikil glæpagengi ef ég nota Norðurlönd sem viðmiðun þar sem ég hef unnið með unglingalögreglu árum saman. 

Ég tek undir með Páli A. hér að ofan. Klapp á glugga alþingis og að kasta smápeningum. 

Það vill svo til að fólk í Danmörku og Svíþjóð eru að henda smápeningum til Íslendinga út á götu og leggja penainga á borð íslendinga inn á veitingastöðum. Svona fyrirlitningu hef ég ekki séð á Íslendingum síðan ég kom til Svíþjóðar og Danmörku 1988. Ég er fluttur aftur heim. Sem er Svíþjóð.

Ég hef bara enga áhuga á að búa í landi sem ég upplifi eins og geðdeild án starfsfólks.

Ég hef unnið á Réttargæsludeildum í Svíþjóð  og þar þykir það sjálfsagt eða alla vega æskilegt, að starfsfólkið sé heilbrigðara en sjúklingarnir. 

Það er leitun að fólki með einhverja sjálfsvirðingu á Íslandi. Enn þeir eru til. Enn þeir eru alla vega ekki í neinum áhrifastöðum.

Ef einhver ræðst á þig Geir, máttu trufla árásarmannin með því að klappa honum létt á öxlinna og byðja hann um að hætta þessu? Ég er ekki að krítisera þig sem persónu, heldur pistilinn sem er ótrúlega smekklaus. Kíktu frekar á heildarmyndina.

Það munu aukast glæpir, ofbeldi, skilnaðir, eiturlyfjaneysla, áfengisdrykkja, sjálfsmorð og fleira og fleira. Yngsta systir mín sem var með lítið fyrirtæki og framdi sjálfsmorð ekki fyrir löngu síðan, finnst mér bara ekkert fyndið.

En það er ekkert skrifað um svoleiðis mál í blöðum. Tilraunir unglinga til sjálfsmorða ekki heldur. 

Ég er engin samfélagsfræðingur, enn menntaður Psykoþerapisti, og hef séð svona þróun í mörgum löndum. 

Já, mér findist það skynsamlegt að þú dragir  þessar staðhæfingar þínar um "skrílslæti" til baka.

Þú mátt líka hrekja mínar staðhæfingar, og þá geri ég það sama ef þær reynast réttari. Það er ekkert mál fyrir mig. Ég hef oft og mörgum sinnum þurft að afsaka mig fyrir "Afglöp" bæði í orðum og verki.

Og viðurkenni líka að ég varð reiður þér fyrir þennan pistil þinn. Það stóð nú stutt yfir og vonandi fyrirgefur þú mér það. 

Kv,

Óskar Arnórsson, 8.6.2009 kl. 20:54

7 identicon

Ég beini titlinum á þessum pistli (spurningunni) að höfund hans.

Óskar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband