Sparnaðarráð fyrir ríkisstjórn í þröng

Hinu íslenska ríki vantar niðurskurðarhugmyndir þessa dagana, og virðist eiga í einhverjum erfiðleikum með að láta sér detta þær í hug. Ég vil leggja mitt af mörkum, og skal meira að segja passa mig á að snerta ekki við hinum heilögu og að því er virðist ósnertanlegu "velferðarmálum", þótt vissulega sé hægt að hnýta í ýmislegt (allt?) þar.

  • Einkavæða RÚV að fullu (ef enginn vill kaupa þá leggja niður RÚV), og leggja niður hin illræmdu og óvægu "afnotagjöld". Ef ríkið vill að eitthvað ákveðið sjónvarpsefni sé sýnt þá er mun hreinlegra og miklu ódýrara að bjóða slíkt sjónvarpsefni út (dæmi: táknmálsfréttir, heimildamyndir um íslenska torfbæi, Gettu betur, osfrv) heldur að reka heila sjónvarpsstöð sem sýnir það sama og allar hinar, fyrir utan þetta ákveðna sjónvarpsefni. Sparnaður: Einhver hundruð milljóna á ári.
  • Hætta rekstri safna, leikhúsa og þess konar starfsemi og lækka skatta sem nemur rekstrarkostnaði þessara stofnana. Ef ríkið vill að eitthvað sé í boði fyrir almenning að sjá þá er mun hreinlegra og miklu ódýrara að bjóða þær sýningar út (dæmi: þjóðminjar, handrit, Kardimommubærinn) heldur en að reka heilu húsin með fullu starfsliði sem mjólka láglaunafólk af launum sínum til þess eins að laða alla aðra að því að góna á eitthvað ákveðið. Sparnaður: Einhver hundruð milljóna á ári.
  • Hætta rekstri sendiráða með öllu, hvar sem þau er að finna. Ef ríkið vill bjóða íslenskum ríkisborgurum að kjósa þar sem þeir búa þá er hægt að bjóða slíkt út. Ef ríkið vill hafa "einhvern" til að mæta í fínar veislur fyrir hönd íslenska ríkisins að bjóða slíkt út líka. Þetta er mun hreinlegra og miklu ódýrara en að halda úti fullu starfsliði Íslendinga út um allan heim, sem gerir ekki annað en að lesa pappírsvinnu frá fólki í sömu stöðu í öðrum löndum. Sparnaður: Einhver hundruð milljóna á ári.
  • Hætta niðurgreiðslu landbúnaðarvara með öllu. Ef ríkið vill bjóða upp á eitthvað ákveðið magn af íslenskri kjöt- eða grænmetisframleiðslu þá er hreinlega og miklu ódýrara að kaupa þá miklu eða litlu framleiðslu sem verður til staðar eftir afnám landbúnaðarstyrkja, t.d. í mötuneyti ríkisstofnana og skóla, en að neyða alla til að blæða úr tómu veski í nafni einhvers konar þjóðarstolts og "fæðuöryggis", en hafa svo ekki efni á íslenskri framleiðslu sem er markaður fyrir og fær því að deyja út vegna fjárskorts og skattpíningar í nafni hins íslenska lambs. Sparnaður: Einhverjir milljarðar á ári.

Fleiri hugmyndir boðnar hjartanlega velkomnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband