Steingrímur J. duglegastur að mjólka spenann

Það vantar ekki sporslurnar og aukagreiðslurnar sem okkar aumingja þingmenn fá fyrir að þurfa vinna hið erfiða starf að rífast og skammast hvor í öðrum. Bankastarfsmaður árið 2007 þyrfti að hafa verið ansi hátt settur til að sjá eitthvað í líkingu við hinar ýmsu uppbætur, endurgreiðslur og aukagreiðslur sem Alþingismenn sjá í dag, í komandi dýpstu og verstu kreppu Íslandssögunnar sem á að gera enn verri en vonda.

Kóngurinn í þessu samhengi hlýtur að vera Steingrímur J., a.m.k. þegar tekið er tillit til eftirfarandi texta úr fréttinni:

Þeir þingmenn sem eru formenn stjórnmálaflokka sem hafa fengið a.m.k. þrjá þingmenn kjörna og eru ekki jafnframt ráðherrar fá greitt 50% álag á þingfararkaup, 780.000 krónur.

Skraddarasaumar, einhver? 

Hér hefur Steingrími J. tekist að mjólka skattgreiðendur um yfir 15 milljónir á örfáum árum, eða síðan hið svokallaða "eftirlaunafrumvarp" var samþykkt og Steingrímur J. segir, án þess að blikna, að hann sé á móti.

„Eftirlaunafrumvarpið“ tók gildi 30. desember 2003. Frá þeim tíma hafa verið 61 mánaðamót. Allan þann tíma var Steingrímur J. Sigfússon formaður vinstrigrænna. Hann hefur því 61 sinni fengið þingfararkaup með 50% álagi vegna „eftirlaunafrumvarpsins“. Sumir hafa hins vegar aldrei þegið þau eftirlaun sem þeim hafa boðist. Davíð Oddsson hefur til dæmis aldrei gert það, en hann hefur frá október 2005 átt rétt á eftirlaunum. Síðan hann öðlaðist þann rétt eru liðin 40 mánaðamót.

Steingrímur J. - sporslukóngur Alþingis. Engin samkeppni þar, að því er ég best veit.


mbl.is Kostnaðargreiðslur bætast við kaupið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir kunna sitt fag þessir karlar.  "Hugsjónamaðurinn" Steingrímur vill nú fá sína aura. 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 16:08

2 identicon

Vildi að ég væri með svona góðan kjarasamning.  Skítt með grunnlaunin því aukasporslurnar eru aðalmálið.  Fá gommu af aurum fyrir að búa einhversstaðar; fá gommu af aurum fyrir að fara í vinnuna og heim aftur; fá gommu af aurum aukalega fyrir að hafa embætti, sem ekki endilega krefst meiri vinnu; fá gommu af aurum fyrir símanotkun; fá gommu af aurum fyrir ferðalög; eru í vinnu 7 mánuði ársins og fá kaupið sitt samt og alla hina gommupeningana; ofaní kaupið er þetta fólk með aðstoðarfólk til hægri og vinstri á fullum launum til að vinna vinnuna sína fyrir sig.

Afsakið, get ekki skrifað meira í bili - þarf að æla !

Stefán (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 17:10

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Stefán,

Þú gleymir svo að ofan í þennan fína graut hella margir hræsni og tvískinnung, eins og Steingrímur J. sem hrópar sig hásan til að mótmæla lagafrumvarpi sem hann samþykkir engu að síður að helli stórfé í vasa hans í hverjum mánuði.

Geir Ágústsson, 18.5.2009 kl. 18:20

4 Smámynd: Halla Rut

Ekki gleyma svo aðstoðarmanninum er Steingrímur fær. Sá aðstoðarmaður býr í Reykjavík en er með lögheimili í hans umdæmi svona til að fá greiðsluna.

Halla Rut , 18.5.2009 kl. 19:19

5 identicon

Þú ert ekki með öllum mjalla , enda sjalli í afneitun.

Farðu og skeindu þig áður en þú drullar yfir aðra.

Sveinn Elías Hansson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 22:27

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Sveinn,

Ég þakka ómálefnalega athugasemd þína, þótt ég óski ekki eftir fleiri slíkum.

Óska svo eftir hinni málefnalegu hér með.

Geir Ágústsson, 19.5.2009 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband