Afstaða Svandísar liggur fyrir

Það skiptir engu máli þótt öllum íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps yrði smalað saman í "endurmenntunarbúðir" og þeir þvingaðir til að lesa mörg hundruð blaðsíður um skipulagsbreytingar í hreppnum sínum - afstaða Svandísar liggur fyrir.

Næst mun hún sennilega finna upp á því að vefengja allt það umhverfismat sem hefur farið fram. Þar næst að tala um hagkvæmni fyrirhugaðra framkvæmda. Hún getur teygt lopann endalaust ef hún vill, og það vill hún.

Í stað þess bara að neita að skrifa undir af "hugsjóna"ástæðum þá vill hún sóa miklu fé og mörgum manntímum í pappírsvinnu sem mun ekki hagga við afstöðu hennar, sama hvað.

Af hverju að fela hugsjónir sínar undir fjalli af pappírsvinnu þegar það er svo miklu einfaldara - fyrir alla, og þá sérstaklega í þessu tilviki - að bara segja frá þeim og taka ákvarðanir út frá þeim?


mbl.is Neitar að staðfesta breytingar á skipulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband