Af hverju ekki að bannað auglýsingar?

Leyfi mér að leggja eitt mjög svo ómálefnalegt innlegg í "umræðuna" hér:

Ríkisvaldið ákvað fyrir löngu síðan að gera alla þá sem auglýstu hinn löglega neysluvarning, áfengi, að glæpamönnum. Í núverandi kreppuumhverfi er slík löggjöf alveg frábær fyrir fjárþyrst ríkisvald. Fleiri og fleiri leita í flöskuna eftir flótta frá raunveruleikanum. Allir sem hafa treyst á auglýsingatekjur eru að sjá þann tekjustofn þurrkast út. Áfengisframleiðendur eru ólmir að koma sínu vörumerki á framfæri.

Niðurstaðan er sú að aukin pressa er á birtingaraðila auglýsinga að grípa til þess ráðs að versla við þá auglýsendur sem enn eiga fé á milli handanna, og þar á meðal áfengisframleiðendur (eða -innflytjendur). 

Með því að refsa harkalega fyrir að birta áfengisauglýsingar, t.d. með sektum, hefur ríkið orðið sér úti um góða tekjulind.

Hví ekki það? Er ekki fjárhagslegt heilbrigði hins opinbera mikilvægara en fjárhagslegt heilbrigði áfengisneytendanna skítugu og ómerkilegu?


mbl.is Dæmdur fyrir áfengisauglýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marilyn

Þér tekst alltaf að finna undarlega vinkla á málunum.

Efast um að þetta sé að svara kostnaði hjá ríkinu. 

Hinsvegar, miðað við lítinn fjölda þess sem dæmt er fyrir borgar sig fyrir útgefendur að birta þessar auglýsingar, hvað sem sektunum líður.

Bann við auglýsingum á áfengi er samt sem áður fáránlegt. Alkar eru ekkert betur settir án þeirra og krakkar verða ekkert síður áfengisbölinu að bráð þótt ekki megi auglýsa það. Bara að setja einhverjar hömlur á t.d. sýningartíma auglýsinganna svo ekki sé verið að selja börnum gyllimyndir af drykkju. ÞAð er allra hagur að bann við áfengisauglýsingum verði aflétt, sérstaklega eins og ástandið er í dag. 

Marilyn, 30.4.2009 kl. 21:01

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Marilyn, elsku kæra vinkona,

Ég fann nú engann vinkil. Ég þykist vita að nú þegar ríkinu vantar fé þá fari það að kreista það út úr okkur með öllum þeim verkfærum sem það hefur í dag - láta fleiri hraðamæla okkur á vegum, sekta meira með auknu eftirliti með td fólki sem pissar fullt á húsvegg, og eitthvað meira. Reglum sem var ekki framfylgt mjög stíft verður nú keyrt á á fullu.

Mér gæti skjátlast vitaskuld, en sé freistingu ríkisvaldsins til þess að breytast í fasistastjórn.

Hjartanlega sammála með auglýsingabannið. Sé vel á minnst í ruslpósti mínum hér í Köben að ég get keypt kassa af Tuborg í dós á 89 danskar krónur í þessari viku. Ekki galið.

Geir Ágústsson, 2.5.2009 kl. 09:49

3 Smámynd: Marilyn

Ég meinti nú þína vinkla almennt - alltaf þegar ég les greinar eftir þig þá sé ég að eitthvað sem mér þykir auðséð mál getur þú séð einhverja óvænta hlið á og þeytt málinu á aðra hliðina fyrir mér (þetta er ekki ókostur ;) og ég nefni sem dæmi grein sem þú skrifaðir í moggann fyrir mörgum árum um það afhverju ríkið ætti ekki að kosta eða niðurgreiða gleraugnakaup (minnir mig)).

En málið með þessi sektarverkfæri sem ríkið hefur er að það þarf mannskap til að nappa lögbrjótana og mannskapurinn kostar peninga. Til að þetta svari kostnaði þarf því ríkið að treysta á óhlýðni borgaranna.

Reyndar eru hraðamælingar á vegum sér á parti því þar er hægt að treysta á myndavélar og rekja svo skráningarnúmer ökutækjanna til eigendanna og slíkt eftirlit hlýtur að borga sig (og ekki bara fyrir ríkið heldur líka öryggi okkar allra á vegum úti) slíkt er öllu erfiðara í framkvæmd þegar kemur að því að míga á veggi.

Reglur sem ekki hafa verið í hávegum hafðar hafa nú samt sem áður alltaf verið til staðar - það er ekki eins og verið sé að finna um nýjar til að nýðast á fólki. ÞEtta eru reglur sem alltaf átti að fara eftir og ef allir eru farnir að brjóta þær þá er það náttúrulega ekki ríkinu að kenna - lagaramminn er þegar til staðar svo hægt væri að tala um að ríkið hafi alltaf verið fasískt í eðli sínu.

Marilyn, 2.5.2009 kl. 15:26

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Marilyn,

Þótt eitthvað sé bannað með lögum, þá þýðir það ekki að það sé rangt. En það er önnur umræða og lengri sem t.d. fer fram hér.

Ríkið hefur nú þegar hundruðir starfsmanna sem hafa í raun ekkert að gera í dag, eða er að sinna verkum sem skila engum sektum í ríkiskassann (fjármála- og vinnueftirlit með hverju þegar Ísland er að fara á hausinn? til dæmis). Upplagt fyrir ríkið að breyta forgangsröðun þessa fólks í sektaráttina, og freistandi, og ég held að ríkið grípi tækifærið og mjólki þessa "tekjulind" sína nú þegar enginn getur borgað skatta eða útsvar lengur.

Þú tengir hraða á vegum við öryggi á vegum. Það máttu alveg, en ég sé það ekki gilda almennt og alltaf.

Geir Ágústsson, 2.5.2009 kl. 21:01

5 Smámynd: Marilyn

Hmm - man ekki til þess að ég hafi neitt farið út í umræðuna rétt og rangt hvað lögin varðar. Bara að þau séu til staðar - en líklega hljóta að vera einhverjar ástæður fyrir því.

Er ekki ríkið að draga úr allstaðar, minnka vinnuhlutfall starfsmanna osfrv. ? Sé ekki að hundruðir starfsmanna hafi ekkert að gera en það þarf nú líka að vinna verk sem skila engum sektum í ríkiskassann ;) Hvort ætli væri ódýrara að segja fólki sem er ekki að gera neitt upp eða láta það sinna því að leita uppi fólk sem brýtur smáreglur, sanna brotið, senda út sektina osfrv.? 

Sektir fyrir hraðakstur hafa hækkað umtalsvert á undanförnum 18 árum svo græðgin kemur ekki frá vinstri flokkunum (ef við erum eitthvað að spá í sektir sem græðgi) og jú ég tengi það að allir fari eftir umferðarreglunum og spái í hraðann við aukið öryggi á vegum (það versta er að vegakerfið á Íslandi er í sjálfu sér óöruggt - vegirnir eru lélegir og hættulegir og of lítið að gerast í þeim málum að mínu mati).

Marilyn, 3.5.2009 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband