Kreppumeðal dagsins: Lifa í myrkri

Leyfi mér að leggja eitt mjög svo ómálefnalegt innlegg í "umræðuna" hér:

Hin íslenska ríkisstjórn ætlar, að því er virðist, að beita kreppumeðali hér sem heitir: "Hættu að eyða peningum þínum í rafmagn - lifðu í myrkri og eigðu fyrir skattinum."

Ein leið til að ná fram slíku markmiði er að setja dýr og þvingandi lagaákvæði á framleiðendur rafmagns, sem þurfa þá að hækka verð til neytenda, sem munu þá sumir hverjir ekki hafa efni á að kaupa rafmagnið, og þurfa því að lifa í myrkri, nú eða afla sér ódýrra kerta.

Umdeilanleg hugmynd get ég ímyndað mér, en hví ekki að prófa þegar hin svokallaða umhverfissinnaða elíta fær áheyrn yfirvalda?


mbl.is Losunarmörk á jarðvarmavirkjanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Það þarf að hækka verð til neytenda, almennings ef búið er að læsa lágt verð í langtímasamningum til stóriðju.  Það dugar víst ekki til, eins og áður, því magnið til stóriðjunnar er orðið svo mikið.

Pétur Þorleifsson , 1.5.2009 kl. 10:25

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Pétur,

Þakka fyrir fræðslu um innihald stóriðjusamninganna. Ég hef lengi spáð í því hvaða kjör er verið að bjóða þar miðað við t.d. verð á kW-stund til annarra stórnotenda á rafmagni. Ertu með þá töflu einhvers staðar?

Geir Ágústsson, 2.5.2009 kl. 09:44

3 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Eins og þetta hefur verið eru hér upplýsingar og tölur.  Er ekki verðið í kringum 15 dollarar fyrir megavattstundina ?

Pétur Þorleifsson , 2.5.2009 kl. 10:00

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Pétur,

Takk fyrir tengla þína. Að vísu mjög óaðgengilegar upplýsingar en það er önnur saga.

Ég veit ekki hvaða forsendur eru á bak við þessar tölur, en geri ráð fyrir að enginn sé að tapa pening á þeim, nema auðvitað skattgreiðendur EF hið opinbera er að beita pólitískum áhrifum og þrýstingi á þær til að "skapa störf". 

Geir Ágústsson, 2.5.2009 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband