Fimmtudagur, 30. apríl 2009
Jóhanna neitar að sjá sig á ensku
Leyfi mér að leggja eitt mjög svo ómálefnalegt innlegg í "umræðuna" hér:
Jóhanna svarar ekki neinu nema í samskiptum sem fara fram á íslensku. Hún fer hvorki á mikilvæga ráðherrafundi erlendis á vegum stofnana sem Ísland er aðili að, eða svarar erlendum blaðamönnum.
Hinir hollensku sparifjáreigendur vita þetta kannski ekki. Kannski það útskýri bæði ákafa þeirra til lögsóknar í dag, og opinská ummæli þeirra um hugsanlega lögsókn.
![]() |
Kæra Ísland vegna Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jóhanna er mjög rög við að tala ensku og það litla sem ég hef heyrt af henni er slakt. Mér finnst það mjög skrítið þar sem hún er jú fyrrverandi flugfreyja og ég hélt að þeir ættu að kunna a.m.k. 3 tungumál. Getur Geir Haarde ekki verið túlkurinn hennar? Hann var nú ansi misjafn í ýmsu en fjandi góður í ensku kallinn...
En án gríns þá er þetta slæmt mál, Jóhanna þarf að tala fyrir orðspori Íslands og ég myndi telja það best ef forsætisráðherra þessa lands gæti tjáð sig sjálfur á ensku.
Jon Hr (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 22:44
Jónanna er með lausn ´þessu máli, sömu lausn og í öllum öðrum málum þ.e. að ganga í ESB.
Sigurður Þórðarson, 1.5.2009 kl. 06:45
Kristbjörn Árnason, 1.5.2009 kl. 07:54
Og hvað ætti Jóhanna að segja við hollensku sparifjáreigendurna?
Einar Karl, 1.5.2009 kl. 08:11
Má bjóða ykkur nýbakaðar kleinur?
Kristbjörn Árnason, 1.5.2009 kl. 10:04
Og hvad med thad? Mér finnst ekki skipta nokkru máli hvort besti stjórnmálamadur landsins geti tjád sig á erlendu tungumáli eda ekki.
Thú aettir ad skammast thín fyrir thannan bjánalega pistill thinn. FUSS OG SVEI
Hrottalegt (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 11:47
Ég þakka Kristbirni fyrir að minna mig á að Jóhanna er búin að sitja á þingi í yfir 3 áratugi, og er núna forsætisráðherraefni ríkisstjórnar "endurnýjunar.
Annars kemur þessi lögsókn örugglega tungumálakunnáttu Jóhönnu við. Það var meira skot, og meira að segja yfirlýst ómálefnalegt skot af minni hálfu.
Geir Ágústsson, 2.5.2009 kl. 09:42
"...öruggulega EKKERT við" ...vildi ég sagt hafa.
Geir Ágústsson, 2.5.2009 kl. 09:43
Ég þakka Geir, þessi sending var auðvitað send til gamans. En það leynist í henni smá broddur.
Kristbjörn Árnason, 2.5.2009 kl. 12:14
Kristbjörn,
Þakka innlegg þitt.
Túlka-skortur er arla ástæða til þess að sleppa því að geta talað við helstu ráðamenn heims um aðstæður á Íslandi, og væntanlegt gjaldþrot Íslands. Ef eitthvað þá er offramboð á túlkum á Íslandi, enda öll fyrirtæki á Íslandi að fara á hausinn, og búin að senda túlka sína á atvinnuleysisbætur.
Geir Ágústsson, 2.5.2009 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.