Völvuspá Geirs: Fyrsti hluti

Úr seinustu færslu minni:

  • Flokkarnir sættast á að vera sammála um að verða að dæmigerðri vinstristjórn, og um að vera ósammála um ESB

Hér skjátlaðist mér ef til vill. Kannski VG muni standa í hárinu á Samfylkingunni þrátt fyrir allt! Ef svo er, þá gleðst ég mikið yfir því að hafa lesið vitlaust í spilin.

VG eru fullkomlega sátt við að fresta ákvörðun um afstöðu til annars vegar ESB og hins vegar svokallaðrar "stóriðju". Enginn stjórnarsáttmáli mun fæðast á næstunni, jafnvel ekki fyrr en að loknu sumarfríi þingmanna, nú eða bara aldrei eins og raunin var með 100 daga borgarstjórn Dag B. Eggertssonar - borgarstjórn þar sem djúpstæður ágreiningur var um ýmis mál og því auðveldara að sleppa því að ræða þau fremur en að setja eitthvað formlegt og skriflegt niður á blað.

Sjálfum er mér alveg sama. Í raun fagna ég því að vinstriflokkarnir dragi lappirnar og taki sér sem lengsta tíma til að "ræða saman", og það í "starfshópum". Líkur aukast þá á því að eitthvað smámál verði til að sprengja stjórnina, enda þarf ekki stóra öldu til að ýta vélarvana og stefnuleysi skipi á hliðina.

Steingrímur, gangi þér sem allra best við að standa í hárinu á ESB-stefnu Samfylkingarinnar! 


mbl.is Ekkert liggur á stjórnarsáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þau geta ekkert þetta er sógun á tíma  þvílík sköm.Þau eru orðinn allt of gömul til að standa í þessu.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband