VG kyngir, Samfó frestar

Einhverjar undarlegustu stjórnarmyndunarviðræður seinni tíma eiga sér núna stað. VG hefur alltaf og eindregið lýst yfir andstöðu við aðild Íslands að ESB, og hefur ekki látið skoðanakannanir hreyfa sér í því máli. Samfylkingin er nánast orðin að eins-málsefnis-flokki með alla áherslu á að Íslandi gangi inn í ESB - að aðildarviðræður séu bara formsatriði og aðild aðalatriði.

Núna mætast þessir flokkar í stjórnarmyndunarviðræðum, án þriðja hjóls til að krefjast málamiðlunar í skiptum fyrir stuðning sinn.

Núna sest ég í spámannsstólinn, þótt valtur sé, og spái eftirfarandi röð atburða:

  • Flokkarnir sættast á að vera sammála um að verða að dæmigerðri vinstristjórn, og um að vera ósammála um ESB
  • Þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin, fljótlega, um "aðildarviðræður að ESB" (með feitletrun á "viðræður" og að hvergi sé talað um "umsókn")
  • Öllu púðri verður eytt til að ýta niðurstöðu þeirrar kosningar yfir 50% markið. Sjóðir Samfylkingar tæmast, öll ESB-hlynnt samtök og allir fjölmiðlar virkjaðir. Andstæðingar ESB-aðildar reyna að koma sínum málstað að líka, auðvitað, en hafa ekki allar stóru fréttastofurnar á sínu bandi, svo það verður á brattann að sækja
  • Ef 50% markinu verður náð, þá hefst "undirbúningur að aðildarviðræðum", sem VG mun reyna að tefja, og það mun takast fram að næstu kosningum
  • ESB-talið fellur niður, og báðir flokkar geta róað sig við það, en á gjörólíkum forsendum (VG vill frestun og fær hana, Samfylking getur sagt sínu fólki að allt sé í vinnslu)
  • Ef 50% markinu verður ekki náð, þá geta báðir stjórnarflokkar sagt, af Samfylkingu, að málinu sé "frestað" en að "enn sé unnið" að breytingum í samskiptum Íslands og ESB, og að aðild sé "ekki útilokuð", en þá bara "í framtíðinni", jafnvel "í náinni framtíð". VG þegir yfir slíku tali
  • Sama hvort það verður: Vinstristjórnin samhent og án ágreinings brennir Ísland til kaldra kola
  • Kosningar á ný

Ætla ekki að leggja neitt fé undir þetta, en held þetta, og raunar vona. Sjáum hvað setur.


mbl.is Ekki víst að langt sé í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Jónsson

Og raunar vonar? Varla vonar þú að Ísland brenni til kaldra kola? Aldrei hef ég vonað það, þrátt fyrir andúð á hægriöflum stjórnmála hér.

Ég ætla nú að vona að allir íslendingar geti í það minnsta samþykkt að við viljum þó ekki að land okkar brenni til kaldra kola undir neinum kringumstæðum, jafnvel til að sanna "point" með pólitíska andstæðinga.

Friðrik Jónsson, 27.4.2009 kl. 20:32

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Friðrík,

Ertu lögfræðingur? Gómaðir mig þarna. Vona ekki að Íslandi brenni til kaldra kola. Held samt að það sé komandi arfleifð komandi vinstristjórnar.

Jón,

Mbl-fréttin gefur ekkert slíkt til kynna. Málgagn VG meira að segja á því að enn eigi eftir að ganga yfir stóran þröskuld í þessum viðræðum hvað varðar ESB.

Geir Ágústsson, 27.4.2009 kl. 20:55

3 identicon

Þið getið þá notað hin einstöku samtök ungs fólks í sjávarútvegi.

Egill (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 21:16

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Egill,

Eða notað þau einstöku samtök sem ókeypis vinnuafl fyrir samtökin LÍU og aðra andstæðinga ESB-innlimunarinnar.

Allar ábendingar um notkun vinnuaflsins vel þegnar. Mæli t.d. með því við S-VG hlynnta að UVG sé beðið um að segja algjörlega ekkert svo Samfó móðgist ekki of mikið og hristi upp í stjórnarsamstarfinu. "Grasrótin" stundum óþæg, sjáðu til.

Geir Ágústsson, 27.4.2009 kl. 21:38

5 Smámynd: Sævar Finnbogason

Ég ætla að spá því að þau verði sammála um að vera í vinstristjórn eins og þú.

og að þau verði sammála um að vera ósammála um ESB....EN fara í aðildarviðræður enda muni þjóðin sjálf ráða hvort gengið verði inn í ESB, ekki Alþingi.

Samfylkingin getur ekki sæst á annað. Að ná ESB ekki í gegn (aftur og enn) væri pólitískt sjálfsmorð fyrir Samfylkingunna. Það verður að hafa í huga að Samfó fékk enga glimmrandi kosningu, aðeins 28% og mikið af því lánsfylgi frá Sjálfstæðisflokknum útá þetta mál.

Sævar Finnbogason, 27.4.2009 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband