Henni verður komið inn á þing einhvern veginn

Ég trúi nú ekki svo mikið á lýðræðisást Vinstri-grænna að ég haldi að Kolbrún Halldórsdóttir verði utan þings lengi. Hún fær einfaldlega ráðherrastól úthlutuðum og kemst þannig inn á þing aftur. Enda ekki til betra efni í umhverfisráðherra en sprenglærður leikari, því það þarf leiklistarhæfileika til að segja - án þess að gefa nokkuð upp með svipbrigðum sínum - að náttúra Íslands sé að fara til fjandans við hverja skólfustungu.

Rammasta vinstristjórn Íslandssögunnar er nú svo gott sem fædd. Vonandi byrjar hún á að fara í langt og mikið sumarfrí. Það er ódýrara fyrir skattgreiðendur að borga þingmönnum fyrir að sitja heima en að halda þeim við vinnu við að eyða seinustu krónum þjóðarbúsins, og skuldsetja það 100 ár fram í tímann.

Þeir sem vilja læra meira um hvernig á að lækna kreppur ættu að hlusta á eftirfarandi fyrirlestur, sem ber kreppuna 1920-1921 í Bandaríkjunum saman við Kreppuna miklu sem hófst formlega árið 1929:

Why You've Never Heard of the Great Depression of 1920 (MP3-skrá)


mbl.is Ráðherra féll af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Tími Kolbrúnar er liðinn. Hún sá til þess sjálf og tók líklega fleiri með sér í fallinu.

Björn Birgisson, 26.4.2009 kl. 13:15

2 identicon

Gott að vera laus við hana. Farið hefur fé betra. Verst að Ögmundur fylgdi henni ekki.

Haraldur (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 13:18

3 Smámynd: Bumba

Já mikið rétt hjá þér Björn. En það er vel að hún er farin. Það hefðu svo sem fleiri mátt fara fara með henni það er ekki það. Með beztu kveðju.

Bumba, 26.4.2009 kl. 13:19

4 identicon

Ég nú í mörg ár séð þig spá fyrir um hræðilegar afleiðingar þess að vinstri menn næðu völdum. Þú hefur ekkert sparað stóru orðin. Samt held ég að staðan nú eftir 18 ára valdasetu hægri manna sé eiginlega verri en allt það svartnættisfjas þitt.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 15:47

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Óli,

Lengi getur vont versnað. Uppnefndu og skítkastaðu að vild, en lengi getur vont versnað.

Geir Ágústsson, 26.4.2009 kl. 16:15

6 identicon

Skítkast og uppnefni? Ég held að það sé orðið svoltið kalt í þínu glerhúsi.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 16:48

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Óli,

Það að ég kasti steinum (að þér finnst), og þú kastir steinum (að mér finnst), þýðir ekki að það að þú segir að ég kasti steinum þýði að þú sért ekki að kasta steinum.

Aukaatriði, hvað sem öðru líður. Vont getur lengii versnað. Það er mín spá. Sjáum hvað setur.

Geir Ágústsson, 26.4.2009 kl. 20:46

8 Smámynd: Heimir Tómasson

Krakkar mínir, slakið á.

Hinsvegar eru einu góðu fréttirnar úr þessum kosningum einmitt þær um Kolrugluðu Halldórsdóttur.

Bittinú.

Heimir Tómasson, 27.4.2009 kl. 01:04

9 identicon

Kannski börnin fái nú loksins að hitta feður sína?

Sjá ræðu Kolbrúnar á Alþingi
http://www.althingi.is/raeda/135/rad20080115T143920.html

Frétt um málið
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/01/18/krefa_thingmann_um_afsokunarbeidni/

Kolbrún Halldórsdóttir og hennar klíka hefur unnið markvisst gegn rétti barna til foreldra sinna.
Þetta hefur valdið miklum erfiðleikum hjá mörgum ungmennum og skaðað samfélagið.
Það er fagnaðarefni fyrir alla jafnréttissinna á Íslandi að hún og hennar Talibanfeministaklíka sé farin frá.
 
Sjá fréttir um þessi mál:
Aðskilnaður barns frá öðru foreldri sínu
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/02/10/skilnadur_skadar_bornin_til_langs_tima/
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item250244/
Skýrsla Stefaníar Karlsdóttur:
http://www.foreldrajafnretti.is/FileLib/skjalasafn/A%C3%B0skilnadur_barns_fra_odru_foreldri_sinu_stytt.pdf
eða
http://ruv.is/servlet/file/A%C3%B0skilnadur_barns_fra_odru_foreldri_sinu_stytt.pdf?ITEM_ENT_ID=250243&COLLSPEC_ENT_ID=32

Talibanfeministi í aksjón!:
Fyrirspurn til heilbrigðisráðherra frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.
http://www.althingi.is/altext/135/s/0318.html
Mbl:
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2007/11/28/ekki_meira_blatt_og_bleikt/

Jón (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband