BB: Að taka upp evru þýðir ekki innganga í ESB

Það að Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, deili um afstöðu til aðildar Íslands að Evrópusambandinu er sennilega stórfrétt fyrir marga.

Svo er hins vegar ekki, ef marka má þessa frétta. Þar segir:

Þorsteinn sagði m.a. brýnt að tekin verði afstaða til efnahagslegra sjónarmiða sem ráða muni miklu um afkomu okkar á næstu árum. Íslenska krónan sé ekki samkeppnishæf og við þurfum samkeppnishæfa mynt. 

 Af hverju vill Þorsteinn að Ísland gangi í Evrópusambandið? Ef það er eingöngu vegna frekari samruna við innri markað sambandsins (og þar með minni samruna við þá markaði sem Ísland á fríverslunarsamninga við, en ekki sambandið), þá er aðild vitaskuld málið (ef allt annað sem fylgir aðild er tekið hressilega út fyrir sviga). Hins vegar, ef það er evran sem heillar Þorstein, en fátt annað sem fylgir sambandi, þá er hann ekki að hlusta á Björn Bjarnason.

Hvað segir Björn svo, spyr hinn forvitni lesandi þessara orða? Björn bendir einfaldlega á að það er pólitísk ákvörðun (samkvæmt lagaumhverfi ESB) að taka upp viðræður við sambandið um myntsamstarf, rétt eins og með landamæragæslu (Schengen), EES-samninginn, samsköttunarákvæði, og ótal margt fleira. 

Það eru sem sagt stjórnmálamannanna (þú veist, þessir sem eru kosnir), en ekki kerfiskallanna (þú veist, þessir sem enginn kaus) að hefja umræður um myntsamstarf. 

Ef áhugi er á því að hefja slíkt samstarf við ESB, þá þarf frumkvæðið að koma frá stjórnmálamönnum, segir Björn.

Ég hef ekki séð neinn reyna vefengja þessa skoðun Björns, og sjálfur ætla ég hvorki að segja af né á um það, en mér sýnist Þorsteinn ekki hafa tekið á þessari nálgun Björns, ef marka má fréttina.


mbl.is Kapprætt um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er auðvitað óþolandi hvernig ESB-sinnar tengja stöðugt saman stuðning af erlendri mynt (Dollar, Evru) og inngöngu í Evrópusambandið. Þeir eru varla svo vitgrannir, að skilja ekki að þetta tvennt er ekki tengt. Þeir eru því að gera tilraun til að blekkja almenning. Það er ljótur leikur, sérstaklega núna þegar öllum kröftur ætti að beita til að koma okkur upp úr efnahags-feninu. 

Loftur Altice Þorsteinsson, 24.3.2009 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband