Hrói höttur er vinur skattgreiðandans

Hrói höttur hefur löngum verið dáð persóna í hugum fólks. Litlum börnum er kennt að hann "steli frá þeim ríku og færi þeim fátæku" og þetta sagt í slíkum aðdáunartón að engin leið er fyrir litla krakka að átta sig á afleiðingum aðgerða hans. Enginn bendir litlum börnum á að Lenín, Stalín, Maó og Hugo Chavez hafa allir verið einskonar holdgervingar Hróa hattar, og milljónir manna hafa dáið úr hungri, vosbúð og þjáningum sem afleiðing þess. Hversu margir ætli snúist snemma til vinstrimennsku og sósíalisma eftir innblástur frá sögum um Hróa hött?

Hins vegar er hægt að finna nútímalega nálgun á iðju Hróa hattar sem mér er mjög að skapi. 

Fyrst skal rifjað upp að á tímum Hróa hattar voru í grófum dráttum bara tvær stéttir - ríkur aðall sem lifði á skattfé, og fátækir bændur sem greiddu skattana. Nánast ómögulegt var að komast í námunda við auð aðalsins með heiðarlegri vinnu. Eingöngu þeir sem innheimtu skatt gátu efnast. Það voru þessir aðilar sem Hrói höttur rændi. Hann rændi skattneytendur og færði skattveitendum fé sitt aftur. Með þetta í huga kann ég vel að meta Hróa hött sem ævintýrapersónu.

Hver er svo Hrói höttur dagsins í dag? Allir sem svindla undan skatti, vinna svart, smygla, telja fram í skattaparadísum, berjast gegn skattahækkunum og berjast fyrir samdrætti ríkisvaldsins. Ég er einn af Hróum nútímans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband