Ástæður hinnar íslensku fjármálakreppu

Vefþjóðviljinn segir satt og rétt frá (ólíkt mörgum öðrum) um ástæður hinnar íslensku fjármálakreppu:

"Hvernig stendur þá á því að Íslendingar urðu svo hart úti? Ekki var lánsfé á útsölu hérlendis? Nei, stýrivextir Seðlabanka Íslands voru þvert á móti svimandi háir undanfarin ár. En Íslendingar höfðu aðgang að ódýru erlendu lánsfé og hinn mikli vaxtamunur við útlönd gerði innflutning lánsfjár afar girnilegan. Seðlabanki Íslands verðlagði krónuna út af markaðnum og inn streymdi lánsfé úr erlendum seðlabönkum á niðursettum vöxtum. Því miður bitu margir á agnið og eins og Sigríður segir tók við tímabil útlánaþenslu og offjárfestingar á nær öllum sviðum þjóðfélagsins. Við þetta bættist svo taumleysi í fjármálum ríkis og sveitarfélaga."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mér finnst greining Sigríðar fremur lausbeisluð og grunnfærin. Þótt það sé rétt sem hún segir, þá eru undirliggjandi orsakir ekki dregnar fram nægilega skýrum stöfum.

Vandamálið og orsök vandans um allan heim er flökt gjaldmiðlanna. Um nær allan heim hefur það verið í tísku að koma á fót Seðlabönkum, sem allir stunda "torskilda peningastefnu" (discretionary monetray policy) og þar af leiðandi umgangast peningamál af fullkominni léttúð. Seðlabankinn nefnir stefnuna "sjálfstæða peningastefnu".

Ef Krónan hefði ekki verið svona hátt skrifuð fyrir fall, hefði innstreymi fjármagns ekki verið jafn gífurlegt og raunin var. Ef fallið hefði síðan ekki verið jafn mikið, hefði verðbólgan ekki komist í hær hæðir sem hún er í.

Vandamálið er því ekki einstakir starfsmenn Seðlabankans, heldur það kerfi sem fylgir seðlabönkum og áhrifum stjórnmálamanna á gjaldmiðilinn. Koma þarf böndum á þessa lausung og til þess er bara ein leið, að taka upp Myntráð.

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.12.2008 kl. 08:44

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Satt og rétt, hún segir rétt frá en ekki af hverju það er rétt.

Myntráðshugmynd þína er ég ennþá að reyna melta. Hver er munur á Myntráði og einfaldri upptöku USD? USD sveiflast mikið gangvart evru, NOK, GBP og yeni sem eru einnig mikilvægir gjaldmiðlar fyrir íslenska inn- og útflytjendur - hvernig geta aðilar sem nota þessa gjaldmiðla búist við auknum stöðugleika með upptöku USD / USD-ISD 1:1? 

Sé samt fyrir mér að þessi umræða eigi betur heima við færslu þína um  Myntráð.  

Hér er önnur hugmynd;

"How might the United States go over to a 100 percent gold system? At the end of December 1981, total demand liabilities issued by the entire commercial banking system (that is, M-1), equaled $445 billion (including Federal Reserve notes and demand, or rather checkable, deposits). To go over immediately to 100 percent gold, the dollar would be newly defined at 1/1/696 gold ounce. Total gold stock at the Federal Reserve would then be valued at $445 billion, and the gold could be transferred to the individual holders of Federal Reserve notes as well as to the banks, the banks' assets now equaling and balancing their total demand deposits outstanding. They would then be automatically on a 100 percent gold system."

The Case for a Genuine Gold Dollar 

Geir Ágústsson, 29.12.2008 kl. 15:10

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hugmyndin um gullfót undir US Dollar er skemmtileg, það væri einnig skemmtilegt að slá gullfæti undir Íslendsku Krónuna, en er það raunhæf hugmynd við núverandi aðstæður ? Til að gullfótur sé mögulegur, þarf ekki aðeins að stýra framboði á gjaldmiðlinum heldur einnig stjórna markaðs-verði á gulli.

Munurinn á Myntráði og fullri Dollaravæðingu er einungis fólginn í framkvæmdinni, ekki afleiðingunum. Maður nær sama stöðugleika með báðum aðferðum. Hins vegar græðir þjóðin fé á Myntráðinu sem annars glatast. Á hundrað ára tímabili, miðað við 5% nettó-ávöxtun varasjóðs Myntráðsins, virðist mér myndast sjóður upp á 4.000 milljarða Króna.

Aukinn efnahagslegur stöðugleiki hlýtur að gagnast öllum, þó svo að þeir eigi viðskipti í öðrum gjaldmiðlum en USD. Hins vegar tel ég vafalaust að nær öll okkar viðskipti muni færast yfir í USD, ef sá gjaldmiðill er notaður til að skapa stöðugleikann. Í viðskiptum á milli þjóða er venjulega traustari gjaldmiðilinn valinn. Enginn mun hafna viðskiptum við okkur vegna þess að við viljum versla í Dollar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.12.2008 kl. 15:35

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Gullfótur er bara spurning um að taka pólitíska ákvörðun um að aðskilja ríkisvald og efnahagslíf / peningaútgáfu. Pólitísk mótstaða við slíka skerðingu á valdi ríkisins er samt mikil, skiljanlega (fyrir pólitíkusa og hagsmunahópa þeirra). Verð á gulli er ekki áhyggjuatriði. Þegar pappírspeningar eru fjölfaldaðir (sérstaklega USD) þá hækkar verð á gulli (í USD), og öfugt. Stöðugleiki (í kaupmætti hverrar peningaeiningar) "commodity money" er alltaf miklu meiri en nokkura "fiat money". Miklu frekar að jarðbinda ISK við þorskflök en ekkert, segi ég.

Geir Ágústsson, 29.12.2008 kl. 17:05

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er stærsta verkefni okkar daga, að taka vald til peninga-prentunar af stjórnmála-mönnum. Flest annað mega þeir leika sér með.

Ég er ekki viss Geir, að upptaka gullfótar sé bara spurning um pólitíska ákvörðun. Við getum auðveldlega eignast 30 milljarða Króna virði af gulli til að hafa sem baktryggingu Krónunnar, eða Íslendska Dollarsins. Hins vegar eigum við enga möguleika að hafa áhrif á gull-verðið með uppkaupum eða sölum á gulli.

Við yrðum því að minnka magn Króna í umferð, þegar gull-verð hækkaði, til að missa ekki allt gullið út. Þetta gætum við gert ef við ættum líka mikið af USD. Við myndum þá kaupa inn ISK með því að bjóða yfirverð fyrir hana. Samtímis yrði að minnka bindiskyldu bankanna, til að þeir gætu margfaldað ISK í umferð, til samræmis við fækkun ISK á markaði.

Ástandið væri þá þannig að menn gætu fengið lán ekki síður en áður, en ekki fengið það greitt út í seðlum, heldur ávísunum. Myndu menn ekki þá fara að nota USD eða annan erlendan gjaldmiðil til notkunar í almennum viðskiptum ?

Ég tek ekki ábyrgð á þessur hugleiðingum, en ætli enginn hafi hugsað þetta til enda ? Ekki nefna Seðlabankann, þar á bæ virðast menn ekki hugsa mikið og alls ekki leita sér ráðlegginga.

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.12.2008 kl. 18:22

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Geir, ég sé núna hvað maður myndi gera. Kaupa gull fyrir varasjóðinn, í stað þess að kaupa upp ISK, eins og ég gerði ráð fyrir. Þá myndi verðmæti ISK aukast og varasjóðurinn vera áfram varinn.

Þessar hugleiðingar eru samt ennþá án ábyrgðar. Kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.12.2008 kl. 18:34

7 identicon

Loftur, hvað meinarðu missa allt gullið út ? Ef ein króna skiptanleg í seðlabankanum fyrir 0.3mg af gulli. Afhverju ættum við að missa gullið út ef það hækkar?

Ef ein króna er skiptanleg í seðlabankanum fyrir 0.3mg af gulli og verðið á gulli fimmfaldast, á ég þá að hlaupa niðrí seðlabanka og fá gullið? Hvað græði ég á því þegar ein króna er hvort eð er skiptanleg fyrir 0.3mg af gulli. Hvar er hagnaðurinn af því að hlaupa niðrí seðlabanka og skipta?

Atli (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 19:14

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Athyglisverðar hugleiðingar. Jafnvel einsdæmi í íslenskri umræðu (svo ég líti svolítið stórt á athugasemdakerfi þessarar síðu minnar). 

Kannski það einfaldasta væri að fella niður 5. gr. laga um seðlabanka og gera fátt annað (allur I. kafli er hvort eð er meira og minna og í raun og veru fallinn úr gildi, enda eins og skrifaður af fólki á sterkum ofskynjunarlyfjum).

Fólk gæti þá byrjað að nota Liberty Dollar eða e-gold (eða hvað það vill) sem peninga án þess að hætta á ofsóknir ríkisvaldisins gegn frjálsum peningum. Ef óbakkaðir ríkispeningarnir eru svona æðislegir (versus til dæmis og sérstaklega 'commodity money') þá munu þeir bara sanna það með því að sigra aðra peninga í samkeppni um hylli fólks og fyrirtækja. Ella deyja út.

Geir Ágústsson, 29.12.2008 kl. 23:12

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Sorglegur endir virðist ætla skrifast á sögu svissneska frankans, eða eins og segir hér;

"The Swiss franc has historically been considered a safe haven currency with virtually zero inflation and a legal requirement that a minimum 40% be backed by gold reserves. However, this link to gold, which dates from the 1920s, was terminated on 1 May 2000 following a referendum regarding the Nazi gold affair with Swiss banks and an amendment to the Swiss Constitution. By March 2005, following a gold selling program, the SNB held 1,290 tonnes of gold in reserves which equated to 20% of their assets."

Geir Ágústsson, 29.12.2008 kl. 23:16

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Fyrirkomulag peninga"útgáfu" í Panama er athyglisverð - sjá t.d. greinina Panama Has No Central Bank;

"Fiscal policy has little room to maneuver since the treasury cannot monetize its deficit. Plus, fiscal policy does not influence the money supply; if the government tries to raise the money supply during a contraction period by obtaining debt in international markets and pumping it into the system, the banks compensate and take the excess money out of circulation by sending it offshore."

"There is no deposit insurance and no lender of last resort, so banks have to act in a responsible manner. Any bad loans will be paid by the stockholders; no one will bail these banks out if they get into trouble."

Höfundur segir að lokum;

"Clearly no government-forced fiat currency, no central bank, and the absence of high inflation are working quite well in this small country. Who can argue that these policies would not work in larger economies?"

Geir Ágústsson, 29.12.2008 kl. 23:20

11 identicon

Panama er tengt við USD. Þegar dollarinn hrynur mun Panama finna fyrir verðbólgu þetta er því algjört falsöryggi.

Seðlabankinn á að gera íslensku krónuna að gullkrónu en þó á lægra gengi en 0.3mg.

0.1mg væri fínn botn, allur botn er skárri en enginn, hún er nota bene botnlaus núna.

Atli (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 23:50

12 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Atli. Segjum að gullverð á heims-markaði verði hærra en verðmæti gulls í Krónum. Þetta skeður vegna þess að verðmæti Krónunnar sem gjaldmiðils hefur lækkað hlutfallslega. Þá er hægt að fá hagnað af að kaupa Krónur til að skipta í gull og selja síðan á heims-markaði.

Vegna þessa möguleika, að kaupa Krónur til að skipta í gull, hækkar væntanlega verðmæti Krónunnar, en þar sem gullforðinn minnkar lækkar verðmæti hennar um leið. Hvar lendir hún þá ?

Það var svona útflæði sem varð gullfæti US Dollars að falli. Skiptigengi únsu af gulli var sett á 35 USD, en 1944 þegar Bretton Woods samkomulagið var gert var það strax orðið hærra, hugsanlega 40 USD/únsu. Heimsmarkaðsverð gulls í USD hækkaði síðan mikið frá því verði og varð loks óbærilegt fyrir gullforða US.

Þú ert líklega að hugsa Atli, að Krónan fylgi nákvæmlega gullverðinu, en það er væntanlega ekki svo. Líklegra þykir mér að verðgildi Krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum ráðist af gullforðanum sem er baktrygging við hana. Ef seðlaprentun er stunduð ótæpilega, til dæmis þannig að baktryggingin er einungis 50%, þá er líklegt að verðmæti Krónunnar hrynji.

Það er sem sagt hægt að gera því skóna, að gjaldmiðill sé ávísun á baktryggingu hans og verðmætið því í samræmi við verðmæti baktryggingarinnar. Ef gjaldmiðillinn er þaninn út með seðlaprentun, minnkar verðmæti hverrar einingar sem því nemur.

Ef Krónan væri eini gjaldmiðill heimsins væri svona möguleiki á útstreymi gulls ekki fyrir hendi. Þá myndi ekki myndast annað verð á gulli, en það sem samsvaraði Krónu-verðinu.

Allt sagt með sama fyrirvara og áður. Ég hef ekki hugsað djúpt um þessa hluti áður.

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.12.2008 kl. 00:08

13 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Geir. Ég hef einmitt bent á, að stofnun Myntráðs getur farið fram samhliða útgáfu Seðlabankans á Krónum. Vi hefðum því 3 gjaldmiðla samtímis í landinu, ISK, ISD og USD.

Sá hæfasti myndi þá sigra og ég veit að það yrði ISD. ISK myndi deyja út og Seðlabankinn þar með, en USD myndi vera rólegur í varasjóð Myntráðsins.

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.12.2008 kl. 00:30

14 identicon

Ef krónan er skiptanleg í gull þá þarf baktrygging að sjálfsögðu að vera 100%, það þýðir lítið að koma á fót gullkrónu og falsa svo virði hennar með 50% baktryggingu.

Þá fer krónan aldrei niður fyrir verðið á gulli, nema fólk óttist rán gullhirslanna af erlendu árásarliði eða af ríkinu sjálfu. En ef hirslurnar eru öruggar. Þá fer krónan aldrei niður fyrir skiptiverð sitt í gulli, en getur hins vegar farið yfir skiptiverðið því jú lítil og skrítin þjóð notar hana í daglegum viðskiptum og nýtist hún í digital kortum og bankaviðskiptum á meðan gullið er erfiðara flutnings og reiknast þetta því inn í verðið. Einnig ef verðið á gulli gjörsamlega hrynur þýðir það ekki að verðið á gullkrónunni hrynji jafn mikið, því fyrir gullkrónuna fást jú eignir og starfskraftar sem hrynja ekki í verðgildi að sama skapi. Fyrir utan að oftast þegar gull hrynur í verði er það nú oftast vegna þess að það hækkar ekki jafn hratt og bólurnar í kringum það, en lækkar heldur ekki með bólunum þegar þær springa að lokum.

Það sem gullkróna gerir, er að hún bindur enda á blöðrugengi og peningaprentun, nema menn finni upp gullprentara.

Atli (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 00:35

15 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta er hárrétt athugasemd hjá þér Atli. Ég hef verið orðinn syfjaður í gærkvöld, því að ég gleymdi að geta þess, að umfjöllunin var um stjórnun seðlabanka á gullfætinum, ekki Myntráðs. Gullfótur Bandaríkjanna var undir seðlabanka og það skýrir hvers vegna hann fúnaði.

Ef Myntráð stjórnar gullfætinum, er ávallt 100% baktrygging í gulli fyrir gjaldmiðlinum. Þetta er nákvæmlaga sama dæmi og ef við tækjum upp Myntráð með baktryggingu í USD.

Ef einhverjum dettur í hug að kaupa Krónur til að skipta þeim síðan í gull, er það í góðu lagi og raskar ekki baktryggingunni. Ástæðan er sú að um leið og gullið er tekið úr kerfinu, þá tekur samtímis Myntráðið tilsvarandi Krónur úr umferð. Baktryggingin er því áfram 100%.

Kaup á Krónum er því ávallt 100% jafngilt kaupum á gulli. Enginn mismunur á því að skapast á milli gullverðs á markaði og gullverðs Krónunnar. Skiptigengi Krónu og gulls er bara tenging þar á milli, sem við getum hugsað sem einn seðill á móti einni þyngdar-einingu.

Textinn sem ég skrifaði gær, er sem sagt töluvert gallaður. Erum við sammála Atli, um það sem ég set inn í dag ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.12.2008 kl. 10:03

16 identicon

Sammála því Loftur.

Þetta eru mjög góðar hugmyndir hjá þér í heildina varðandi ISD.
og eru þær hugmyndir ljósárum á undan aulaherdeild stjórnmálamanna

fyrir utan einn smávægilegan hlut. Dollarinn MUN hrynja. og hér er ástæðan:
 

http://www.dailymotion.com/video/x2z49o_the-inevitable-collapse-of-the-doll_business


Atli (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 13:04

17 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hrun Dollars er mögulegt, en ég þarf tölulegar upplýsingar til að sannfærast.

Kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.12.2008 kl. 13:51

18 identicon

Hrun Dollars er garanterað eins og hrun alls fiat currency.

En hér koma tölulegar upplýsingar:
http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_foreign_exchange_reserves

Þetta er listi yfir dollara sem EKKI eru í notkun. Um leið og einhver ætlar að nota þá til að auka sín lífsgæði, mun hann lækka núverandi dollara verulega í verði. Um leið og núverandi dollarar lækka verulega í verði mun það auka enn hraðan á eyðslunni sem aftur mun hraða lækkun sem aftur mun hraða eyðslu á þeim, fólk vill jú fá eitthvað fyrir eign sína áður en hún verður að engu, ekki satt?

Atli (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 13:58

19 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Atli, þetta er listi yfir opinbera varasjóði í erlendum gjaldmiðlum, gulli og SDR. USD er bara einn þessara gjaldmiðla, þannig að þessi tafla segir ekki mikið um hugsanlegt fall Dollars.

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.12.2008 kl. 15:39

20 identicon

SDR er ekki tekið með á listanum, þannig að þetta er bara USD og svo GULL, heildarmagn gulls í hrislum seðlabanka heimsins er 1 milljarður únsa samkvæmt http://en.wikipedia.org/wiki/Official_gold_reserves  eða 900 milljarðar dollara, það skilur þá eftir litla 6.500 milljarða dollara, sem nota bene fara sívaxandi. Því lengra sem líður að fallinu því hærri verður þessi tala, ef hrunið á dollar verður ekki fyrr en eftir 1 ár þá er þessi tala komin upp í 13.000 milljarða dollara.

Ef hrunið á dollar verður ekki fyrr en eftr 2 ár verður tessi tala komin upp í 26.000 milljarða dollara, því lengur sem líður á hrun dollara því hraðar og harðara verður hrunið.

7,410,757

Atli (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 16:08

21 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Atli. Ég sé ekki betur en SDR sé líka með, ásamt raunar "IMF reserve position", enda segir þarna:

...the term foreign exchange reserves in popular usage (such as this list) commonly includes foreign exchange and gold, SDRs and IMF reserve position as this total figure is more readily available...

Bandaríkin eiga um 8.900 tonn af gulli sem mér sýnist að sé að verðmæti um 230 milljarðar USD. Þeir eiga þá gull á móti meira en 25% af Dollurum. Ég væri ekki ánægður með þetta, en 25% er samt meira en ég bjóst við. Þeir eiga líka erlendan gjaldeyri, en mjög lítið minnir mig. Um 25% allra Dollara eru í notkun í Bandaríkjunum.

Ég er ekki viss um að fallið sé yfirvofandi, en hef ekki stöðu til að neita því heldur.

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.12.2008 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband