Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Viðskiptatækifæri eða væl?
Nú tilheyri ég því miður þeim afgerandi meirihluta mannkyns sem er ekki að vinna á innkaupadeild íslensks olíufélags og gæti því haft rangt fyrir mér, en eru ekki gríðarlegar gengissveiflur í innkaupum á bensíni og olíu? Sveiflur sem gera það að verkum að bensínlíter seldur í dag var e.t.v. keyptur fyrir 3 mánuðum á heimsmarkaði, og bensínlíter keyptur í dag e.t.v. seldur eftir 3 mánuði eða meira.
Ég efast hreinlega um að ég sé hæfur í starf af þessu tagi.
Þýðir aukin álagning ekki að freisting nýrra aðila til að koma inn á markaðinn eykst, og þrýstir þar með á álagninguna niður á við? Er Landssamband kúabænda að íhuga stofnun samkeppnisaðila sem kaupir díselolíu í tunnum til stórnotenda? Eða einhver annar sem hefur náð að hrista af sér hugsunina um "samkeppniseftirlit"? Er stórgróðatækifæri hér á ferðinni, eða bara eðlileg afleiðing gríðarlegra verðsveiflna á hálum markaði? Viðskiptatækifæri eða væl?
Álagning olíufélaganna aukist mikið á árinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ætli einhver bóndin taki sig til með nágrönnum sínum og stofni kaupfélag til olíu kaupa, til minnka sinn kostnað?
Fannar frá Rifi, 24.8.2008 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.