Verðlisti neytenda langt YFIR væntingum

Þeir eru ekki öfundsverðir, íslenskir bændur, svona læstir inn í kerfi sem einfaldlega getur ekki, hefur aldrei og mun aldrei skila þeim neinu nema þjáningum og lélegum kjörum. Verndaðir fyrir markaðsöflunum en um leið svona háðir þeim. Á ríkisspenanum sem um leið tekur úr þeim blóð. Háðir verðlagi sem er ákveðið af örfáum fyrirtækjum sem halla sér þétt upp að bændasamtökum sem ráða öllu öðru.

En er bændum ekki pínulítið um að kenna líka hvernig fyrir þeim er statt? Eru það ekki þeir sjálfir sem neita að sleppa munninum af ríkisspenanum og sjá heiminn handan tollamúranna og viðskiptahindraninna? Þótt vissulega sé gaman að ákveða sjálfur hvaða verð eigi að fást fyrir afurðir sínar þá hefur það mikla vankanta í för með sér. 

Fyrir vinstrimanninn er það hinn æðsti draumur að skrúfa upp og niður á verðlagi eftir því sem hann telur vera "réttlátt". Í Sovétríkjunum var ákveðið að barnamatur væri góður og ætti því að vera ódýr, en að vodki væri slæmur og ætti því að vera dýr. Fyrir vikið fylltist allt af vodka, en hvergi var barnamat að fá. Á Íslandi hefur verið ákveðið að kindakjöt eigi að niðurgreiðast á eitthvað sem kallast viðráðanlegt verð, en að grísakjöt geti átt sig á hinum frjálsa markaði. Sögukennsla, einhver? 


mbl.is Verðlisti Norðlenska er langt undir væntingum bænda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég þakka þér góðan pistil Geir


Ekki nóg með það að þá hindrar þessi stefna að frjálst fjármagn geti leitað til landbúnaðar. Það er mikil þörf á ný-fjárfestingum í landbúnaði og kjör bænda eru einnig slæm. Mikil vinna og lélegur afrakstur erfiðis þeirra. Það er kominn tími til byltingar svo Íslenskur landbúnaður verði leystur úr álögum og fái að njóta sín. Það er sorg í hjörtum bænda og neytenda.

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.8.2008 kl. 21:47

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Gunnar,

Góðir punktar og vitaskuld rétt. Á Íslandi er mikið og lítið nýtt landflæmi og kjöraðstæður fyrir allskyns landbúnað frá hrossarækt til sauðfjárræktunar sem væri hægt að selja sem "hreina" framleiðslu ef einhver hefði virkilega hvatann til að standa undir sjálfum sér í greininni (allir hafa viljann, en kerfið kæfir hvatann).

Fyrir örfáum árum var því haldið fram

  • að sementsframleiðsla gæti ekki staðið undir sér án ríkisins
  • að hér gæti bara þrifist eitt símafyrirtæki
  • að framtíðin lægi í laxeldi og loðdýrarækt
  • að bankar og fjármálastarfsemi gæti ekki starfað án eigendaafskipta ríkisins
  • að færri erlendar fjárfestingar væru betri en fleiri

osfrv. Af hverju að óttast um íslenskan landbúnað án afskipta ríkisins?  

Geir Ágústsson, 14.8.2008 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband