Föstudagur, 1. ágúst 2008
Ánægjuleg ummæli gamla kommans
Kannski að ég eigi að skipta um skoðun á Ólafi Ragnari Grímssyni - sú skoðun að hann sé, að mínu áliti, einn ósvífnasti pópúlisti landsins, mann sem veður í mótsögnum og talar í kross við sjálfan sig án þess að depla auga. Nú eða að álíta hin nýju ummæli hans um auðlindir Íslands vera enn eitt merkið um að hann skiptir um skoðun frá degi til dags.
Hvað sem því líður þá finnst mér ummæli Ólafs um auðlindir Íslands vera ánægjuleg tilbreyting nú þegar fiskinn má varla veiða lengur, enga orku má virkja, enga verksmiðju reisa og landbúnaður er kæfður í ríkisafskiptum og viðskiptahindrunum.
Að sjálfsögðu eiga Íslendingar að nýta auðlindir sínar - koma þeim í hendur athafnamanna sem nýta þær til að skila hámarksarði og gera þær þannig að styrkum stoðum íslensks hagkerfis. Ég vona að ýmsir stjórnmálamenn (t.d. þeir sem sitja í ríkisstjórn) hugleiði orð hins gamla sósíalista sem virðist vera kominn í ný og betri klæði (gefið vitaskuld að ég skilji þau rétt, sem er ekkert öruggt).
Fáar þjóðir eiga slíkan auð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hef heyrt þetta allt saman áður... gott ef þeir hafa ekki bara grafið upp gamla upptöku.
Auður íslands er í höndum fárra manna og við skrælingjarnir eru einfaldlega ein af auðlyndum þeirra.
DoctorE (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 17:55
.......og við skrælingjarnir erum einfaldlega ein af auðlindum þeirra.
Gott!
Árni Gunnarsson, 1.8.2008 kl. 18:06
DoctorE,
Af hverju að tala svona niðrandi til launafólks?
Það er hægt að gera þrennt við peninga;
- Eyða þeim í neyslu
- Spara þá
- Fjárfesta með þeim
Þeir sem velja kost 2 og 3 eru fólkið sem þú virðist öfundast mikið út í. Hvernig væri frekar að byrja sjálfur á að gera meira af nr 2 og 3 og hætta svívirðingum um þá sem velja kost 1?Geir Ágústsson, 1.8.2008 kl. 18:27
Ólafur var aldrei alvöru kommi... framsóknarmaður sem gekk til liðs við kommana og gerði þeim lífið leitt eftir það
Jón Ingi Cæsarsson, 1.8.2008 kl. 20:05
Eða kommi sem byrjaði í vitlausum flokki? Það er aldrei að vita með mann eins og ÓLG - manninn sem að eigin sögn fann upp lifandi sjónvarpsútsendingar á Íslandi og stöðvaði verðbólgubálið í ríkisstjórnartíð sinni með þjóðarsáttinni. Skattmann sjálfur, vinur litla mannsins.
Geir Ágústsson, 1.8.2008 kl. 20:25
Viðbjóðslegasta orðskrípi heimsins, virðisaukaskattur, var fundið upp, ef ég man rétt í hans tíð sem fjármálaráðherra. Söluskattur er það og verður, hvað sem blekkingartilraunum og ryki í augum líður. Virðisaukaskattu, hvað er meira villandi? Oj.
Láttu ekki blekkjast af orðskrúði.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 2.8.2008 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.