Hvernig ætlar Þórunn að stjórna blessaðri sólinni?

Þegar næsta skýrsla IPCC kemur út þá verður það dregið til baka að CO2 sé drifkraftur loftslagsbreytinganna sífelldu og í staðinn sagt að sveiflur í CO2-magni andrúmsloftsins séu afleiðingar hitasveiflna (auk þess sem maðurinn hefur lagt til eitthvað brot af CO2-sameindum andrúmsloftsins), en ekki ástæða þeirra.

Mælingar "nýjustu" IPCC skýrslunnar eru 6-7 ára gamlar í besta falli. Síðan þá hefur víðast hvar verið að kólna og hitastig t.d. Íslandi er ekki nándar nærri því jafnhátt og á t.d. landnámsöld.

Hér er lesefni sem Þórunn ætti að kíkja á (ef hún les þá yfirleitt eitthvað annað en textann við kvikmyndir Al Gore). Eitthvað sem að minnsta kosti vekur til umhugsunar, og skilur mann eftir með spurninguna: Hvað ætlar Þórunn að gera varðandi sólblettina óþekku?

Annars er veðurfræði ekki uppáhalds hugðarefni mitt. Ég vil miklu frekar ylja mér við þá staðreynd að gríðarleg orkuframleiðsla leiðir af sér gríðarlega lífskjarabætingu mannkyns sem gerir því kleift að aðlagast hratt að síbreytilegri náttúrunni þökk sé auði og tækniþekkingu sinni. Fátækt fólk er verst statt þegar veður og loftslag breytist og því nær að einbeita sér að því að gera það ríkt (kapítalismi, einhver?) frekar en að brenna auðævi Vesturlanda á bál í viðleitni til að reyna temja náttúruöflin.


mbl.is Þarf að auka náttúruvöktun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Tíminn er versti óvinur þeirra sem trúa þessari vitleysu. En það mun enginn þeirra depla auga þegar í ljós kemur að þeir höfðu rangt fyrir sér. Þeir meintu það ekki svona, sögðu aldrei þetta og aldrei hitt. Það var annað af mannavöldum sem olli þessu osfrv. Sbr. kommúnisminn klikkaði aldrei, það var fólkið sem klikkaði. Það var hvergi komið á hreinum kommúnisma, menn misnotuðu kommúnismann osfrv.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 6.8.2008 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband