Þriðjudagur, 22. júlí 2008
Blaðamaður predikar eigin skoðanir
Ef undan er skilin lýsing á ferðalögum Ólafs Ragnars til stjórnmálatengdrar viðurkenningarathafnar á kínversku stjórnarfari og eldneytisdrekkandi ferðalagi til lands til að mótmæla því að fátæklingar heims fái aðgang að ódýru jarðefnaeldsneyti þá er þessi frétt hreinræktuð predikun á skoðunum (ónefnds) blaðamanns án vísunar í heimildir eða bakgrunn.
Í gamla daga voru til flokksblöð - blöð sem höfðu það að yfirlýstu markmiði að lýsa fréttum út frá ákveðnum pólitískum sjónarhóli. Í dag eru fjölmiðlar yfirlýst "hlutlausir" og almenningur treystir á að sem flest sjónarmið komi fram í þeim til að geta myndað sér sjálfstæða skoðun. Frétt eins og þessi ætti að skjóta yfirlýst "hlutleysi" fjölmiðla á bólakaf. Hjá þeim starfa fréttamenn sem veigra sér ekki við að rausa úr rassgatinu á sér því sem þeim "finnst" að almenningur eigi að trúa, án vísunar í heimildir eða önnur sjónarmið.
Morgunblaðið missti það fyrir löngu.
Í ekki-fréttum dagsins er það annars helst að athæfi sem "ögrar ramma laganna" kallast í stuttu máli: Refsivert lögbrot. Ef lögreglan ætlar að byrja gefa eftir lögbundið hlutverk sitt og láta lögbrot viðgangast þá finnst mér að rétti staðurinn eigi ekki að vera það að taka í gíslingu vinnustaði vinnandi og löghlýðins fólks, heldur áfengissala og rekstur skóla og heilbrigðisstofnana án afskipta hins opinbera.
Forseti Íslands til Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég leyfði mér einnig að leiðrétta "frétt" á mbl.is í morgun.
Þar stóð:
Þetta átti að vera þýðing á þessum texta:
Eins og þú sérð er hér ekki einungis "fabúlerað" heldur er textinn beinlínis þýddur rangt og það vísvitandi, því þarf að segja mér að hægt sé að misskilja svona einfalda texta á ensku.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.7.2008 kl. 15:24
Las skilgreiningar þínar og hafði gaman af.
Ég er búinn að vera flokksbundinn sjálfstæðismaður í 30 ár og er blanda af íhaldsmanni, hægri manni og jafnaðarmanni eins og líklega 60-70% þeirra sem kjósa flokkinn (Nota Bene ekki flokksmanna). Fyrir þetta skammast ég mín ekki. Það er einfaldlega mín sannfæring núna að maður eigi að hafa þetta eins og nammipoka og taka það sem hentar og aldrei of mikið af neinni tegund.
Ég tel það gott að vera með hægri/frjálslynda menn á borð við þig innanborðs og þá aðallega til að rétta kúrsinn af hjá mér, þegar vinstri slagsíða kemur á mig. Síðan held ég að það sé gott fyrir flokkinn að vera með menn eins og mig innanborðs, til að við fáum eitthvað fylgi í kosningum.
Þessu hafa margir innan Sjálfstæðisflokksins gleymt undanfarin 17 ár og því er flokkurinn á leið niður fyrir 30% - því miður.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.7.2008 kl. 15:32
Guðbjörn,
Ljómandi góð leiðrétting á (vísvitandi?) rangfærslu Morgunblaðsins.
Ég er að vísu ekki flokksbundinn Sjálfstæðismaður og hef ekki verið í mörg ár en kýs flokkinn með vont bragð í munninum (sem valkost við að kjósa ekki). Það geri ég í þeirri von um að VG og Samfylking nái aldrei að setjast í ríkisstjórn saman eða án einhverra Sjálfstæðismanna og þar með aðgangi að skynsemi frá hægri.
Geir Ágústsson, 22.7.2008 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.