Félagsmenn VG kunna ekki hagfræði og fela það ekki

Ekki veit ég hvort það er fjarveru hagfræðikennslu frá grunn- og framhaldsskólum landsins að kenna eða beinlínis vísvitandi vanþekking, lituð af sósíalískri hugmyndafræði, en eftirfarandi bútur úr ályktun greina er rangur í nær því hverju einasta orði:

"Í tilkynningu frá Vinstrihreyfingunni Grænt framboð kemur fram að með frumvarpinu er ekki einungis vegið að einstökum atvinnugreinum heldur afkomu heilu landshlutanna ásamt því að sjúkdómavörnum og öryggi neytenda er teflt í tvísýnu."

Það eru gapandi vitleysur eins og þessar sem gera það að verkum að mig langar að gefa öllum sem ég þekki (og nenna að lesa) kynningarritið The Policitally Incorrect Guide to Capitalism. Kannski ég geti sannfært einhvern auðjöfurinn um að kaupa 100.000 eintök og gefa íslenskum grunnskólum að gjöf, þar sem hún gæti orðið hluti af námi í samfélagsfræði í 9. og 10. bekk. 


mbl.is Vilja ekki innflutning á fersku kjöti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Það er sennilega of langt síðan Íslendingar sultu.  Nú eru breyttir tímar og flest öll hráefni til matvælagerðar eru að verða skortsvara enda hafa verðin margfaldast á síðustu mánuðum á heimsmarkaði

Allar aðrar þjóðir hafa verið með neyðarfundi vegna ástandsins á matvælamarkaði heimsins. það hvergi sem frjáls markaður ræður ferðinni matvælaframleiðslunni, Hvergi.

Núna er verið að stórauka framlög um heim allan í landbúnað. Allur skalinn á eftir að stórhækka. Kornbændur hafa verið að stórgræða og anna ekki eftirspurn á meðan kjötframleiðendur hafa ekki náð að hækka í takt við fóðurhækkanir Svona er ástandið í Kanada 

10.000 svínabændur á Spáni eru gjaldþrota og geta ekki greitt fóðurreikningana. verð svínakjöti þarf að hækka um 140% á heimsamarkaði svo endar nái saman.

Ég get nú ekki sagt annað umræðan hér íslandi er svo skjön umræðuna í öðrum löndum að sennilega búum við á örum hnetti

Hér skal bændum útrýmt með öllum tiltækum ráðum svo Baugur geti grætt eilítið meir

Við getum tekið alla flóruna af tollausum þurrvörum sem miklu dýrari hér en annarstaðar. Með þessu frumvarpi verður Baugi gert auðvelt að  viðhalda offramboði á kjöti og þeir munu gera það.  Innlendir framleiðendur  reyna  og verðin munu lækka á meðan Baugur kreistir síðust dropana úr innlendum framleiðendum og láta þá taka rýrnunina. þegar bændur verða búnir kemur verð til með að hækka og verða 20-30% dýrara en í dag eða þá að eingöngu verða selt uppþýtt kjöt og frystivörur

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 20.4.2008 kl. 01:38

2 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

 Ps

Sennilega ættum við að reyna frelsa heiminn og vera öðrum þjóðum til eftirbreytni. það yrði örugglega tekið eftir því ef við tækum fyrstir þjóða alvöru frelsi í þessum geira 

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 20.4.2008 kl. 01:51

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Gunnar,

Athyglisverðar vangaveltur. En einhvern veginn finnst mér ekki að VG og fleiri séu að berjast fyrir þjóðnýtingu fiskveiðiheimildanna í því skyni að láta veiða meira í nafni "mataröryggis". Af hverju halda menn þá að það muni ganga verr að búa til matvæli ef ríkið sleppir matvælaframleiðendum frjálsum og óstuddum út á hinn frjálsa markað?

Um svipað efni hafði hinn lausnaþenkjandi kapítalisti Johan Norberg þetta að segja (og ég tek undir) (feitletranir eru mínar):

THE GLOBAL FOOD CRISIS: 

This Tuesday I talked about the global food crisis in Studio Ett, a crisis that might result in the first increase in poverty and hunger in several generations. I explained that the dramatic rise in global food prices is not the result of bad harvests. The production was bigger than ever last year, and is projected to break the record again this year. Instead, it is the result of three major developments

- Less poverty, which means that the Chinese and Indians can afford to eat more and especially more meat (and to produce one kilogram of meat, it takes 8 kg of grain).

- The switch to biofuels. Because of subsidies especially in the US ethanol production now take almost five percent of the total global harvest, which is twice the total reduction of stocks this year. And according to the World Bank, the grain needed to fill up an SUV once could feed a person for a year.

- Countries like Russia, Ukraine, Kazakhstan, India and Vietnam respond to the rise in prices with price controls and export barriers which means less incentives for their farmers to grow and invest more, and result in rising prices for the rest of the world.

So what should be done?

In the short term, we should abolish the ethanol subsidies, the price controls and the export barriers (and obviously the food tariffs) to soften the blow. But in the long term we must become better at producing food. There will be another 3 to 4 billion people on the planet in the next decades and they will eat much more per capita than we do today. We need to give farmers ownership to their land so that they can invest, we need to upgrade the entire food infrastructure with transport, communications, agricultural technology, water harvesting etc, and we need GMOs.

But for all of this to happen markets must be opened and rich country subsidies abolished so that farmers in poor countries get economics of scale and prices must be allowed to rise so that investments are encouraged. Any help to poor consumers must come as money or vouchers so that they can buy food, not in attempts to keep prices artificially low.

Geir Ágústsson, 20.4.2008 kl. 11:43

4 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Þetta er alveg rétt sem talað er um þarna en þá verða allar þjóðir að verða samtaka um að breyta pólitíkinni.  En þetta er ekki hægt með því að ýta takka.

Dæmi: ef þú ákveður í dag að fara að framleiða nautakjöt þá verðu fyrstu gripirnir tilbúnir til slátrunar eftir 3 ár en á meðan fjölgar neytendum um 200 000 á dag í heiminum eða um 219.000.000 og bóndinn hefur ekki hugmynd um hvernig markaðurinn verður þá.

Allur ferill í landbúnaði tekur mjög langan tíma og ef menn gera vitleysur getur það orðið mjög dýrkeypt 

í Austur Evrópu hrundi framleiðslan og það er verið að tala um að það taki næstu 15 ár koma henni í sama magn og fyrir hrunið  

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 20.4.2008 kl. 12:46

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Af nákvæmlega þessari ástæðu þarf að fjölga þeim sem prófa sig áfram á markaðinum úr örfáum skrifstofublókum með enga persónulega hagsmuni af réttu mati á markaðsaðstæðum og í þúsundir fyrirtækjaeigenda sem eiga allt undir að meta aðstæður sem réttast.

Geir Ágústsson, 20.4.2008 kl. 13:08

6 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Það verður allavega ekki hér á landi miðað við það sem lagt er.  Ég er búin að starfa á þessum markaði í 20 ár og þekki hann betur en lófan á mér

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 20.4.2008 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband