Meira CO2 þýðir hraðari vöxtur plantna

Mynd tekin fyrir utan gróðurhús á Flúðum (takk Ágúst / Loftur).

greenhouse-2

Hvernig væri nú að hætta nota CO2 sem tylliástæðu fyrir ríkisafskiptum af hinu frjálsa fyrirkomulagi? Orka er góð, CO2 er gott, veðurfarsbreytingar eru eilífar, hitastig sveiflast upp og niður með eða án  mannkyns og ríkisafskipti skaða lífskjör okkar.

Já, ég held það bara. CO2 er hvorki mengun né slæm sameind. Hún er plöntufóður og minniháttar hliðarafurð af hagkvæmustu orkuframleiðslu mannkyns - orkuframleiðslu sem kyndir ekki bara hús og knýr bíla, heldur keyrir einnig lífskjör mannkyns upp á við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Hvað færðu mikið borgað frá fjölþjóðlegum gróða-fyritækjum og Olíufélögum fyrir þennan áróður? (djók, er að athuga hvort ég geti hljómað eins og Steingrímur J Sigfússon)

Sindri Guðjónsson, 18.4.2008 kl. 07:29

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það sem einkennir umhverfis-flónin, er að þau afneita staðreyndum. Vaxtaraukandi áhrif lífsandanns (CO2) er ein af þeim staðreyndum sem þetta forskrúfaða lið neitar að viðurkenna. Samt blasa þessi áhrif við augum, eins og þú sýnir Geir með myndum af búnaði til þess einmitt að auka lífsanda í gróðurhúsum.

Ætli það sé ekki augljóst, að það kostar töluvert að koma upp svona CO2 búnaði og rekstur þeirra er ekki heldur ókeypis. Hvernig geta flónin horft fram hjá því, að garðyrkjubændur leggja ekki í þennan kostnað sér til skemmtunar. Tilgangurinn er auðvitað sá að auka vöxt plantanna og auka þar með arðsemi ræktunarinnar.

Svona ræktun er stunduð um allan heim og skilar áreiðanlega góðum árangri. Hljóta ekki sömu lögmál um vöxt planta að gilda utan gróðuhúsa sem innan ? Hlýtur aukinn lífsandi í andrúmi Jarðar ekki, að auka vöxt planta á opnum svæðum um allan heim ? Rannsóknir hafa svo sem sannað þetta, en í raun er þetta auðvelt viðfangsefni, ef menn nenna að horfa til þess sem garðyrkjubændur ástunda. Er hægt að nefna þessa "afneitara" annað en flón ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 18.4.2008 kl. 20:03

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Sindri,

Ég efast um að 0 kr upphæðin mín sé samkeppnishæf við þá milljarða sem veðurfræðingar um allan heim fá í dag fyrir að spá vondu veðri í framtíðinni sem afleiðing af orkuframleiðslu manna í nútíðinni!

Loftur,

Amen! Ásetningur þeirra sem halda því fram að meira CO2 sé jafngildi meiri óveðrum er einhver allt annar en vísindalegur. Milljarðar af ríkisveittu rannsóknarfé velta á því að kenna CO2 um allt og ekkert, sama hvað.

Geir Ágústsson, 19.4.2008 kl. 01:41

4 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það er hægt að kaupa svona búnað í skrautfiskabúr til að auka vöxt plantna. Hefur lengi verið til og óumdeilt að það gerir gagn.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 19.4.2008 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband