Íslendingar eiga að leggja niður alla tolla, einhliða

Íslenska ríkið gerir sér alveg rosalega erfitt fyrir með öllu þessi ping-pongi við Evrópusambandið ("við lækkum þetta ef þú lækkar hitt"). Það er engin ástæða fyrir Íslendinga að bíða eftir að tollalækkanir verði "gagnkvæmar" - Íslendingar geta með einu pennastriki hent öllum sínum tollum út í hafsauga og ættu að sjálfsögðu að gera það í hvelli. Við getum hætt að grýta höfnina okkar þótt Evrópusambandið haldi áfram að grýta sína.

Ég er líka viss um að Evrópusambandið verði viljugra til að lækka tolla í stórum stíl ef ekki er um neitt að "semja" og tregðan öll á vallarhelmingi þess.


mbl.is Gagnkvæmar lækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Þetta er eitt mesta þjóðþrifamál allra þjóða í dag. Tollar eru ein allra vitlausasta hugmynd sem sósíalistunum hefur tekist að galdra upp. Sýnt hefur verið fram á að þar sem innflutningur er tolllagður, og innflutningur er greiddur með útflutningi, þá sé í raun búið að tollleggja útflutninginn líka. Mauritania tókst að skjótast langt fram úr öðrum Afríkuríkjum í velmegun með því einu að fella niður innflutningshöft.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 29.3.2008 kl. 14:33

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Mér sýnist einfaldlega sem svo að almennt hafi mjög fáir kynnt sér lögmálið um Comparative Advantage. Af hverju eyðir skólakerfið svona miklu púðri í að láta fólk læra ljóð utanbókar en svo litlu púðri í að kenna einföldustu grunnhugtök hagfræðinnar? Er þetta viljandi gert svo almúgann megi blekkja?

Geir Ágústsson, 29.3.2008 kl. 17:20

3 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

styð!

Viðar Freyr Guðmundsson, 29.3.2008 kl. 18:59

4 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Ég hef það frá ónefndum aðila að hagfræðikennsla í grunnskólum hafi verið viljandi úthýst af þeim sósíalistum sem þar ráða öllu, veit ekki hvort það hafi verið vísvitandi til að gera ríkisvaldinu kleyft að blekkja, eða heimska, en báðu er vel trúandi upp á vinstrimenn. Þetta eru nokkuð öruggar heimildir frá innanbúðarmanni sem ég kýs að gefa ekki upp. Allaveganna er staðan sú í dag að 90% þjóðarinnar skilur ekki fréttirnar sem það les.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 29.3.2008 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband