Rýma þarf stæði fyrir einkaflugvél Al Gore á Reykjavíkurflugvelli

Al Gore, sem hefur greinilega misst af seinustu hitastigsmælingum sem sýna að hitastig Jarðar er ýmist staðið í stað eða byrja að falla (á ný, í eilífri sveiflu sinni upp á niður), fyllir nú eldsneyti á einkaflugvél sína til að fljúga til Íslands og segja Íslendingum að hætta að fljúga svona mikið (og keyra, og kaupa varning sem krafðist orku til að búa til, og svo framvegis).

Vonandi talar hann fyrir tómum sal.

Að sjálfsögðu hef ég ekkert á móti því að Al Gore heimsæki hvern sem vill taka á móti honum, tali um hvað aðrir eiga að hafa það skítt (sérstaklega orkugrannir íbúar þróunarlandanna) til að ýta undir sölu bóka sinna og kvikmynda, og telji síðan aurinn þegar heim er komið. Ég vona bara að hann nái ekki svo mikið sem einni krónu úr vösum íslenskra skattgreiðenda. Nóg gerir Ólafur Ragnar af því án aðstoðar.


mbl.is Al Gore flytur fyrirlestur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hér er línurit sem staðfestir það sem þú segir Geir. Síðustu 13 mánuðina hefur stöðugt kólnað á Jörðinni. Ferillinn er mjög samfelldur sem eykur trúverðugleika mælinganna.

Á sama tíma og þessi kólnun er í gangi, eykst lífsandinn í andrúminu eins og verið hefur lengi. Bullarinn Al Gore mun sjálfsagt ekki taka mark á slíkum staðreyndum í heimsókn sinni, frekar en fyrri daginn.

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.3.2008 kl. 22:46

2 identicon

Þetta er nú mjög undarlegt línurit Loftur svona í ljósi þess að 2007 var næst heitasta árið síðustu 100 árin. Maður gæti haldið að þú værir einfaldlega lygari.

http://www.giss.nasa.gov/research/news/20080116/ 

Leyndo (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 23:52

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Leyndo,

Vinsamlegast haltu dónaskap frá þessari síðu. Fyrirfram þakkir.

Bæði Ísland og Danmörk eru nú þakin snjó, en voru það ekki í fyrra. Það fellur ágætlega saman við mikið hitastigsfall HadCRUT3-mælinganna og einnig passar það ágætlega við grein Leyndo, þar sem hún virðist ekki taka tillit til hitastigsmælinga á árinu 2008 ("It is unlikely that 2008 will be a year with truly exceptional global mean temperature..").

"The fact is that the global temperature of 2007 is statistically the same as 2006 as well as every year since 2001. Global warming has, temporarily or permanently, ceased." http://www.newstatesman.com/200712190004

Annars angrar veðrið mig ekki svo mikið. Ég á snjó- og vatnshelda skó einnig einnig opna og svalandi skó, nokkrar tegundir yfirhafna til að velja á milli og get stillt hitastigið inni hjá mér með einum hnappi á ofninum.

Mín eina ósk er sú að fleiri og fleiri Jarðarbúar fái fjárhagslegt ráðrúm til að aðlaga sig að sveiflukenndri náttúrunni á sama hátt, í stað þess að vera alltaf sagt að halda áfram að vera fátækir því góðhjartaðir Vestur-Evrópubúar ætla að breyta og stilla veðurfarið [sic] fyrir þá með því að kæfa eigin iðnaðarframleiðslu með ofursköttum.

Geir Ágústsson, 18.3.2008 kl. 09:56

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Yfirleitt svara ég ekki "leyndo" athugasemdum Leyndo, en geri undartekningu í þínu tilviki. Þær hitatölur sem ég nota eru fengnar frá Climatic Research Unit, School of Environmental Sciences, University of East Anglia, UK. Ef það er þér til einhverrar gleði, þá notar hið alræmda fyrirbæri IPCC (Intergovernmental Panel of Climate Change) tölur frá sömu stofnun.

Hér fyrir neðan getur þú séð mánaðarleg hita-meðaltöl fyrir nóvember 1997 til október 2007. Þetta eru 120 mánuðir og greinilegt er að þetta tímabil var hitastig býsna stöðugt. Línurit mitt frá í gær bendir hins vegar eindregið til kólnunar. Ef þú viðurkennir það ekki Leyndo, ert þú varla læs á línurit.

Taktu eftir, að ég ábyrgist ekki að þessi þróun haldi áfram. Hins vegar fullyrði ég að hitabreytingar í andrúmi Jarðar verða ekki vegna magns lífsanda (CO2). Mér finnst líklegra að Sólin ráði þessu, eða aðrir þættir.

Loftur Altice Þorsteinsson, 18.3.2008 kl. 10:14

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Loftur er alltaf velkominn að skrifa athugasemdir á þessa síðu - þær eru allajafna upplýsandi fyrir þá sem lesa bara Morgunblaðið og horfa á sjónvarpsfréttir (lesist: þá sem fylgjast bara með fjölmiðlum sem vita sem er að "ekkert rosalegt að gerast miðað við margt sem hefur áður gengið á"-fréttir selja illa, RÚV ekki undanskilið).

Geir Ágústsson, 18.3.2008 kl. 22:30

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Þakka ykkur fyrir upplýsingarnar. Í þessum málum fer Mbl.is nær einungis eftir BBC, sem er rígfast í Global Warming hringekjunni. BBC birtir aðeins það sem styður málstaðinn þeirra, en útvatnar alvöru upplýsingar.

Al- Gor ber nafn með rentu. 

Ívar Pálsson, 23.3.2008 kl. 17:04

7 identicon

Verandi hægrisinnaður verð ég einhvern veginn að vera á "móti" global warming. Ekki vegna þess að heimurinn sé endilega ekki að hitna, ég bara veit ekkert um það né þá hvers vegna ef svo er. Öll umræðan er að þetta sé bara svona og aukin ríkisafskipt séu það eina sem muni bjarga mankyninu. Því eins og allir vita þá hafa aukin ríkisafskipta gert öllum svo rosalega gott.

Rauðu kommarnir eru komnir með einhverja græna slikju utan um málstað sinn og er allt í einu annt um náttúruna. Ég segi bara eins og Hannes sagði meðan hann var enn frjálshyggjumaður: þetta eru eins og vatnsmelónur grænir að utan en eldrauðir að innan. Ég veit ekki með ykkur en ég hef ferðarst um austur evrópu og gerði það stuttu eftir fall kommúnismans og þar var náttúran ekki forgangsatriði.

Íslenski vinstrimenn eru nú að éta upp ruglið í mönnum eins og Al Gore sem vill helst banna fólki að anda frá sér. Það gott að vera á toppi tilverunnar og banna svo öðrum að hefja sjálfan sig upp. 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 18:36

8 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Ég verð að vera sammála VAK. Ég er frjálshyggjumaður en ég treysti mér varla út í þá umræðu að global warming sé bara tómur uppspuni. Hinsvegar er það deginum ljósar að vinstrimenn höndla þetta "vandamál" eins og öll önnur, með offorsi, látum og þvingandi lagasetningum, og gegn því leggst ég.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 23.3.2008 kl. 20:53

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Siguður, VAK sagði nú reyndar að hann væri á móti því að skilgreina "hitnun Jarðar" sem vandamál sem kallar á ríkisvaldið til bjargar, en ekki að hitnun Jarðar væri lygi. Eða mér sýnist það. Og ég er sammála.

Hinn frjálsi markaður "dílar" við hitastigsbreytingar með mjög einföldum hætti: Fólk skiptir á eigum sínum og vinnulaunum fyrir jakka í mismunandi þykktum (eða húsum í mismunandi hæðum, eða ölduvarnarveggjum í mismunandi stærðum, osfrv). Punktur.

Geir Ágústsson, 23.3.2008 kl. 23:23

10 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Geir, ég er alveg sammála þér, ég kýs þó að standa fyrir utan þá umræðu um hvort global warming sé staðreynd eða ekki, þrátt fyrir að vera menntaður jarðeðlisfræðingur, og kýs að nálgast hana algjörlega á þeim forsendum að, ef hún er staðreynd, þá er hinn frjálsi markaður besta leiðin til að laga vandamálið, eða, eftir atvikum, aðlagast því.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 24.3.2008 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband