Leiðin að markinu: Snarhækka orkuverð almennings

Nú hefst enn ein sirkussýning þeirra sem hafa ekki séð tölur um þróun "heims"hitastigsins seinustu 5 ár (en hlýnunin stöðvaðist fyrir um 5 árum síðan). Reynt er að segja almenningi að keyra minna (helst halda sig heima við), kaupa innlent og dýrt, nota strætó (sem að vísu er ekki leiðin að markinu en fólki er sagt það), endurvinna (mjög orkufrek aðgerð en á víst samt að hjálpa til á einhvern undraverðan hátt), og svo framvegis.

Ef ætlunin er í raun og veru sú að "minnka kolefnislosun" almennings þá er ekkert af fyrrnefndu leiðin að markinu. Leiðin að markinu liggur í gegnum ofurskatta á alla orku sem er talin "losandi", þar á meðal bensín, flugmiða, bíla og flutningskip (og þar með allan innflutning).

Leiðin að markinu liggur í gegnum orkuskerta tilvist almennings sem hefur hvorki efni á ferðalögum né innflutningi.

Þess vegna hefur gengið heldur illa að minnka losun þrátt fyrir fögur fyrirheit eins og Kyoto-samkomulagið. Stjórnmálamenn þora einfaldlega ekki að ráðast til atlögu gegn lífskjörum almennings, því slíkt hefur slæm áhrif á endurkjör.


mbl.is Ísland tekur þátt í átaki gegn kolefnislosun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Ég held að ofurskatta mundi ekki minka bílaumferð. Það verður bara meira tuð.

Heidi Strand, 21.2.2008 kl. 17:45

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Færri hefðu efni á að kaupa og keyra bíla tvímælalaust. Sjáðu bara Danmörku: Hérna er einn elsti bílafloti Vestur-Evrópu því bílar eru ofurskattaðir (um 180% við innkaup) og bensínverð er svipað og á Íslandi.

Geir Ágústsson, 21.2.2008 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband